-
Hver er sannleikurinn um engla?Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
2. Hverjir eru Satan og illir andar hans?
Sumir englar voru Jehóva ekki trúir. Fyrsti engillinn sem gerði uppreisn „er kallaður Djöfull og Satan og [hann] afvegaleiðir alla heimsbyggðina“. (Opinberunarbókin 12:9) Satan vildi drottna yfir öðrum og fékk því Adam og Evu, og síðar jafnvel aðra engla til að óhlýðnast Jehóva. Þessir englar sem gerðu uppreisn eru kallaðir illir andar. Jehóva lét reka þá frá himnum til jarðarinnar og þeim verður tortímt. – Lestu Opinberunarbókina 12:9, 12.
3. Hvernig reyna Satan og illu andarnir að blekkja okkur?
Satan og illu andarnir blekkja marga með spíritisma og annarri dulspeki. Sumir leita til dæmis til stjörnuspekinga, spásagnarmanna, miðla, heilara eða galdralækna. Og sumir leita læknismeðferða sem tengjast dulspeki. Fólk er einnig blekkt til að trúa því að það geti talað við hina látnu. En Jehóva gefur okkur þessa viðvörun: „Leitið hvorki til andamiðla né til spásagnarmanna.“ (3. Mósebók 19:31) Hann varar okkur við þessu til að vernda okkur gegn Satan og illu öndunum. Þeir eru óvinir Guðs og vilja gera okkur mein.
-
-
Ríki Guðs er við völd núnaVon um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
2. Hvaða ástand ríkir í heiminum og hvernig hefur fólk hagað sér frá 1914?
Lærisveinar Jesú spurðu hann: „Hvert verður tákn þess að þú sért nærverandi og að lokaskeið þessarar heimsskipanar sé hafið?“ (Matteus 24:3) Jesús svaraði með því að segja frá mörgu sem myndi gerast eftir að hann byrjaði að ríkja sem konungur í ríki Guðs á himni. Á meðal þess sem hann taldi upp voru stríð, hungursneyðir og jarðskjálftar. (Lestu Matteus 24:7.) Biblían sagði auk þess fyrir að „á síðustu dögum“ yrðu „erfiðir tímar“ vegna hegðunar fólks. (2. Tímóteusarbréf 3:1–5) Þetta ástand og þessi hegðun fólks hefur verið sérstaklega áberandi síðan 1914.
3. Hvers vegna hefur ástandið í heiminum versnað svo mikið síðan ríki Guðs tók til starfa?
Stuttu eftir að Jesús var krýndur konungur í ríki Guðs fór hann í stríð á himni gegn Satan og illu öndunum. Satan tapaði stríðinu. Biblían segir: „Honum var kastað niður til jarðar og englum hans var kastað niður með honum.“ (Opinberunarbókin 12:9, 10, 12) Satan er bálreiður vegna þess að hann veit að honum verður tortímt. Þess vegna veldur hann kvöl og þjáningum um alla jörðina. Það er því engin furða að ástandið í heiminum skuli vera svona slæmt. Ríki Guðs mun leysa öll þessi vandamál.
-
-
Ríki Guðs er við völd núnaVon um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
5. Heimurinn hefur breyst frá 1914
Jesús sagði fyrir hvernig ástandið í heiminum yrði eftir að hann tæki við völdum sem konungur. Lesið Lúkas 21:9–11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað af þessu hefur þú séð eða heyrt um?
Páll postuli lýsti því hvernig fólk yrði á síðustu dögum mannlegra stjórna. Lesið 2. Tímóteusarbréf 3:1–5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað af þessu hefur þú séð í fari fólks nú á dögum?
-