Manstu?
Hefurðu lesið nýjustu tölublöð Varðturnsins vandlega? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:
Hvaða umbun hljótum við þegar við verjum tíma með, hlustum á og hugsum um Jehóva?
Við tökum betri ákvarðanir, verðum betri kennarar, fáum sterkari trú og kærleikur okkar til Jehóva styrkist. – w22.01, bls. 30–31.
Hvernig fáum við hjálp ef við lærum að treysta Jehóva og fulltrúum hans?
Nú er rétti tíminn til að læra að treysta því að aðferðir Jehóva séu réttar með því að draga ekki í efa leiðsögn og ákvarðanir öldunganna. Þegar þrengingin mikla skellur á verðum við tilbúin að hlýða jafnvel þegar leiðbeiningarnar virðast skrýtnar eða órökréttar. – w22.02, bls. 4–6.
Hvers vegna sagði engill Sakaría frá ,mælilóðinu í hendi Serúbabels‘ landstjóra? (Sak. 4:8–10)
Sýnin fullvissaði fólk Guðs um að musterið sem virtist lakara yrði fullgert og að Guð yrði ánægður með það. – w22.03, bls. 16–17.
Hvernig getum við verið „fyrirmynd … í tali“? (1. Tím. 4:12)
Við tölum af vinsemd og virðingu í boðuninni, syngjum af hjartans lyst og svörum reglulega á samkomum. Við segjum satt og byggjum aðra upp með tali okkar og forðumst svívirðilegt tal. – w22.04, bls. 6–9.
Hvers vegna má finna einkenni villidýranna (ríkjanna) fjögurra sem er talað um í 7. kafla Daníelsbókar á einu villidýri sem er lýst í Opinberunarbókinni 13:1, 2?
Villidýrið í Opinberunarbókinni 13. kafla stendur ekki bara fyrir eitt ríki eins og Róm. Það táknar allar stjórnir sem hafa ríkt yfir mannkyninu. – w22.05, bls. 9.
Hver er besta leiðin til að sýna að við treystum réttlæti Jehóva?
Ef einhver hefur móðgað okkur, sært okkur eða syndgað á móti okkur reynum við að losa okkur við reiði og gremju og látum málin í hendur Jehóva. Hann mun gera að engu allan skaða sem syndin hefur valdið. – w22.06, bls. 10–11.
Hvað ætti bróðir sem fer með bæn á safnaðarsamkomu að hafa í huga?
Bænir ætti ekki að nota til að gefa söfnuðinum leiðbeiningar eða koma með tilkynningar. Það er ekki þörf á því að vera margorður, sérstaklega við upphaf samkomu. (Matt. 6:7) – w22.07, bls. 24–25.
Í hvaða skilningi munu „þeir sem ástunduðu hið illa rísa upp til dóms“? (Jóh. 5:29)
Þeir munu ekki verða dæmdir sekir á grundvelli fyrra lífs. Lagt verður á þá mat í samræmi við viðhorf þeirra og verk eftir upprisu þeirra. – w22.09, bls. 18.
Hvaða spennandi hvatningu kom J.F. Rutherford með á móti í september 1922?
Á móti í Cedar Point í Ohio í Bandaríkjunum sagði hann: „Sjáið, konungurinn ríkir! Þið eruð kynningarfulltrúar hans. Þið skuluð því kunngera, kunngera, kunngera konunginn og ríki hans.“ – w22.10, bls. 3–5.
Á hvaða þrjá vegu hjálpar Guð okkur að halda út samkvæmt Jesaja 30. kafla?
Þessi kafli sýnir að hann (1) hlustar á bænir okkar og bregst við þeim, (2) sér okkur fyrir leiðsögn og (3) blessar okkur nú og í framtíðinni. – w22.11, bls. 9.
Hvers vegna getum við ályktað að það sem segir í Sálmi 37:10, 11, 29 hafi uppfyllst til forna og muni uppfyllast í framtíðinni?
Davíð lýsir vel þeirri blessun sem fólk Guðs naut í Ísrael, eins og til dæmis undir stjórn Salómons. Jesús beindi athyglinni að paradís í framtíðinni og vitnaði í vers 11. (Matt. 5:5; Lúk. 23:43) – w22.12, bls. 8–10, 14.