-
Virk forystu Krists nú á tímumVarðturninn – 1987 | 1. desember
-
-
Umsjónarmenn í hægri hendi Krists
8, 9. (a) Hvaða sýn fékk Jóhannes postuli? (b) Hvað táknuðu ljósastikurnar sjö og stjörnurnar sjö?
8 Jóhannes postuli, sem tilheyrði hinu stjórnandi ráði frumkristna safnaðarins, sá í sýn „sjö gullljósastikur, og á milli ljósastikanna einhvern líkan mannssyni, . . . Hann hafði í hægri hendi sér sjö stjörnur.“ Jesús Kristur sagði við Jóhannes til skýringar: „Þessi er leyndardómurinn um stjörnurnar sjö, sem þú hefur séð í hægri hendi minni, og um gullstikurnar sjö. Stjörnurnar sjö eru englar þeirra sjö safnaða, og ljósastikurnar sjö eru söfnuðirnir sjö.“ — Opinberunarbókin 1:12-20.
9 Bókin „Then Is Finished the Mystery of God“ segir um þessa ritningargrein: „Eru þessir ‚englar‘ ósýnilegir? Nei, Jóhannes postuli fékk alla opinberunina frá Jesú Kristi fyrir milligöngu engils á himnum, og það hefði verið óeðlilegt að láta hann skrifa hana og senda aftur englum á ósýnilegu tilverusviði. Þeir þurfa ekki að fá þann boðskap sem skrifaður var til safnaðanna sjö í Litlu-Asíu. Grunnmerking orðsins ‚engill‘ er ‚boðberi, sendiboði.‘ . . . Það að þessar sjö táknrænu stjörnur skulu vera í hægri hendi Jesú merkir að hann gætir þeirra, annast og leiðir, og ‚hægri hönd‘ máttar hans er fær um að leiðbeina þeim og vernda. . . . Á sama hátt og ‚ljósastikurnar sjö‘ í sýninni um ‚Drottins dag‘ táknuðu alla sannkristna söfnuði, sem nú eru á hinum sanna ‚Drottins degi‘ frá 1914, eins tákna ‚stjörnurnar sjö‘ alla andagetna, smurða umsjónarmenn þessara safnaða núna.“b — Bls. 102-4.
10. Hvaða auknar „eigur“ hafa þjóninum verið faldar til umsjónar?
10 Þessir smurðu umsjónarmenn í hægri hendi Krists eru allir hluti hins samanlagða ‚þjóns‘ sem hann hefur sett ‚yfir allar eigur sínar.‘ Þar eð húsbóndi þjónsins hefur sjálfur tekið á sig aukna ábyrgð frá 1914 hljóta ‚allar eigur hans‘ að vera langtum umfangsmeiri en áður. Sem „erindrekar Krists“ eru leifarnar nú erindrekar eða sendiherrar ríkjandi konungs ríkis sem þegar er komið á fót. (2. Korintubréf 5:20) Þeim hefur verið falin umsjón með öllum andlegum eigum húsbóndans á jörð. Með þjónustu sinni verða þeir að stuðla að uppfyllingu spádómanna sem eiga við tímabilið eftir stofnsetningu Guðsríkis. Það felur í sér að prédika „þetta fagnaðarerindi um ríkið . . . um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar.“ (Matteus 24:14) Þeir verða í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr að ‚gera menn allra þjóða að lærisveinum‘ og safna þannig saman ótölulegum ‚miklum múgi.‘ (Matteus 28:19, 20; Opinberunarbókin 7:9) Já, þessar „gersemar allra þjóða“ eru hluti hinna auknu ‚eigna‘ Krists á jörðinni. — Haggaí 2:7.
11. (a) Fyrir hvað skapa þessar auknu „eigur“ þörf? (b) Hver stýrir starfinu og hvernig?
11 Allt þetta hefur í för með sér meiri vinnu fyrir ‚þjóninn,‘ stærri starfsakur sem bókstaflega teygir sig um „alla heimsbyggðina.“ Það þarf mikinn húsakost og tækjabúnað til að hafa umsjón með og prenta og dreifa ritum sem notuð eru við prédikun og einkanám í Biblíunni. Eins og á fyrstu öldinni fer þetta starf fram undir handleiðslu Jesú Krists sem í táknrænni merkingu stendur „milli ljósastikanna“ eða safnaðanna. Hann leiðbeinir þeim fyrir milligöngu smurðra umsjónarmanna sem hann í táknrænum skilningi hefur „í hægri hendi sér.“ (Opinberunarbókin 1:13, 16) Eins og á tímum frumkristna safnaðarins myndar hópur þessara smurðu umsjónarmanna hið sýnilega stjórnandi ráð safnaðar Krists á jörð. Hin máttuga „hægri hendi“ hans leiðir þessa trúföstu menn í umsjón sinni með starfi Guðsríkis.
-
-
Virk forystu Krists nú á tímumVarðturninn – 1987 | 1. desember
-
-
b Þann 1. júní 1972 skýrði Varðturninn þetta atriði nánar og sagði: „Það, sem hinn dýrlega gerði Drottinn, Jesús Kristur, kallaði ‚safnaðarengil‘ og sem var táknað með stjörnu á himni, var eflaust ekki einstakur öldungur, umsjónarmaður eða hirðir, heldur allt ‚öldungaráð‘ safnaðarins. . . . ‚Öldungaráðið‘ þar í Efesus varð að skína eins og stjarna, með því að varpa himnesku, andlegu ljósi á söfnuðinn, þar sem heilagur andi hafði sett þá umsjónarmenn.“ — Bls. 132 og 133.
-