-
Varðveitum kristna sjálfsmynd okkarVarðturninn – 2005 | 1. apríl
-
-
4. Hvernig lagði Jesús áherslu á að við þyrftum að varðveita kristna eiginleika?
4 En vígðir þjónar Jehóva gera sér grein fyrir því að það væri sorglegt ef einhver þeirra, hvort sem hann er ungur eða aldinn, glataði kristnum einkennum sínum. Heilbrigð sjálfsmynd kristins manns getur aðeins mótast af siðferðisreglum Jehóva og væntingum hans til okkar. Það er rökrétt vegna þess að við erum öll sköpuð í hans mynd. (1. Mósebók 1:26; Míka 6:8) Biblían líkir kristnum eiginleikum við klæði sem allir geta séð. Jesús sagði um okkar tíma: „Sjá, ég kem eins og þjófur. Sæll er sá sem vakir og varðveitir klæði sín, til þess að hann gangi ekki nakinn um og menn sjái blygðun hans.“a (Opinberunarbókin 16:15) Við viljum alls ekki kasta frá okkur kristnum eiginleikum og hegðunarreglum og leyfa heimi Satans að móta okkur. Ef það gerðist myndum við glata þessum ‚klæðum‘. Það væri mjög sorglegt og skammarlegt.
-
-
Varðveitum kristna sjálfsmynd okkarVarðturninn – 2005 | 1. apríl
-
-
a Þessi orð vísa hugsanlega til skyldustarfa varðforingja á musterishæðinni í Jerúsalem. Á næturvöktum fór hann um musterissvæðið til að athuga hvort levítarnir, sem stóðu vörð þar, væru vakandi eða sofandi. Ef varðmaður fannst sofandi var hann barinn með staf og klæði hans jafnvel brennd í refsingarskyni honum til skammar.
-