-
Skipulagt fyrir hið komandi þúsundáraríkiVarðturninn – 1990 | 1. mars
-
-
3, 4. (a) Hve lengi mun stjórn Jehóva í höndum Jesú Krists og hinna 144.000 vera? (b) Hvað er stjórnartíð Krists oft kölluð og hvernig var það heiti stundum notað?
3 Sagt var fyrir að ríki Jehóva í höndum Jesú Krists og 144.000 dýrlega gerðra lærisveina hans ætti að fara með völd í þúsund ár. Hinn aldurhnigni Jóhannes postuli skrifaði um þúsundáraríkið: „Og ég sá hásæti og menn settust í þau og dómsvald var þeim fengið, og ég sá sálir þeirra, sem hálshöggnir höfðu verið sakir vitnisburðar Jesú og sakir orðs Guðs. Það voru þeir hinir sömu sem höfðu ekki tilbeðið dýrið né líkneski þess og ekki fengið merki á enni sér og hönd. Og þeir lifnuðu og ríktu með Kristi um þúsund ár. En aðrir dauðir lifnuðu ekki fyrr en þúsund árin voru liðin. Þetta er fyrri upprisan. Sæll og heilagur er sá, sem á hlut í fyrri upprisunni. Yfir þeim hefur hinn annar dauði ekki vald, heldur munu þeir vera prestar Guðs og Krists og þeir munu ríkja með honum um þúsund ár.“ — Opinberunarbókin 20:4-6.
4 Úr því að ríkið á að fara með völd í þúsund ár er talað um þúsundáraríki Krists. Þeir sem viðurkenna og prédika þessa biblíukenningu hafa stundum verið kenndir við hana og kallaðir þúsundáraríkismenn eða eitthvað í þá áttina. Athyglisvert er að upphaflega var ritsafnið Studies in the Scriptures (Rannsóknir á Ritningunni), sem Biblíufélagið Varðturninn gaf einu sinni út, kallað Millenial Dawn eða Dögun þúsundáraríkisins.
-
-
Skipulagt fyrir hið komandi þúsundáraríkiVarðturninn – 1990 | 1. mars
-
-
7. Hvað gefur Biblían til kynna um tímann skömmu áður en þúsundáraríki Krists hefst?
7 Samkvæmt Biblíunni er hið raunverulega þúsundáraríki Jesú Krists enn ókomið. Uppfylling biblíuspádómanna á okkar tímum sýnir þó að það er mjög nálægt. Í þúsundáraríkinu verður Satan og illum öndum hans raunverulega kastað í undirdjúp og Jesús Kristur og 144.000 samerfingjar hans munu ríkja yfir öllu mannkyni án íhlutunar nokkurs skipulags sem djöfullinn stjórnar. Eilíf blessun allra endurleystra manna, sem er uppfylling sáttmála Jehóva við „vin“ sinn, Abraham, mun byrja að rætast á ‚múginum mikla‘ sem lifa mun af hina óviðjafnanlegu ‚miklu þrengingu‘ eða endalok þessa illa heimskerfis. Sú blessun mun síðan ná til þeirra milljarða manna sem liggja látnir í gröf sinni og ‚blóð lambsins,‘ Jesú Krists, nær til. (Jakobsbréfið 2:21-23; Opinberunarbókin 7:1-17; 1. Mósebók 12:3; 22:15-18; Matteus 24:21, 22) Til að það geti orðið verða þeir vaktir af dauðasvefni sínum í minningargröfunum til lífs á jörðinni. — Jóhannes 5:28, 29.
-