Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w12 1.10. bls. 12-14
  • Biblían breytir lífi fólks

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Biblían breytir lífi fólks
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Svipað efni
  • Biblían breytir lífi fólks
    Varðturninn: „Núna finnst mér ég heil, lifandi og hrein.“
  • Biblían breytir lífi fólks
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Biblían breytir lífi fólks
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Biblían breytir lífi fólks
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
w12 1.10. bls. 12-14

Biblían breytir lífi fólks

HVAÐ varð til þess að kona á Filippseyjum hætti að misnota áfengi og fór að hlúa að fjölskyldu sinni? Af hverju sagði karateunnandi í Ástralíu skilið við bardagalistina og tók að boða fagnaðarerindið? Lesum frásögur þeirra.

„Það tók sinn tíma að gera breytingar.“​– CARMEN ALEGRE

FÆÐINGARÁR: 1949

FÖÐURLAND: FILIPPSEYJAR

FORSAGA: ÁFENGISSJÚKLINGUR

FORTÍÐ MÍN: Ég fæddist í bænum San Fernando sem er í héraðinu Camarines Sur, en ég hef lengst af búið í Antipolo sem er í Rizalhéraði. Þegar ég flutti til Antipolo var hann rólegur bær í gróðursælu fjalllendi og það sást varla neinn á ferðinni eftir að tók að skyggja. Núna er Antipolo hins vegar orðin fjölmenn borg.

Stuttu eftir að ég flutti til Antipolo kynntist ég manni sem heitir Benjamin og við giftum okkur. Að vera í hjónabandi var erfiðara en ég hafði búist við. Ég fór að drekka til að reyna að flýja vandamálin. Fyrir vikið breyttist persónuleiki minn til hins verra og það bitnaði á eiginmanni mínum og sonum okkar tveim. Ég hafði litla sjálfsstjórn og missti oft þolinmæðina gagnvart þeim. Ég sýndi manninum mínum heldur enga virðingu. Andrúmsloftið á heimilinu var augljóslega ekki notalegt.

HVERNIG BIBLÍAN BREYTTI LÍFI MÍNU: Mágkona mín, Editha, er vottur Jehóva og lagði til að við Benjamin kynntum okkur Biblíuna með hjálp vottanna. Við slógum til í þeirri von að það myndi hjálpa okkur að bæta fjölskyldulífið.

Við lærðum yndislega hluti um framtíðina með því að kynna okkur Biblíuna. Orðin í Opinberunarbókinni 21:4 snertu mig djúpt. Í þessu versi er talað um þá sem munu lifa í paradís hér á jörð undir stjórn Guðsríkis. Þar stendur: „[Guð] mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.“ Mig langaði til að vera á meðal þeirra sem fá að njóta þessara blessana.

Ég skildi að ég þurfti að gerbreyta venjum mínum og hegðun. Það tók sinn tíma að gera breytingar en smám saman tókst mér að sigrast á áfengisvandanum. Ég lærði líka að sýna fjölskyldu minni meiri hlýju og þolinmæði. Þar að auki lærði ég að bera virðingu fyrir manninum mínum og styðja forystu hans innan fjölskyldunnar.

Þegar við Benjamin byrjuðum að sækja samkomur hjá Vottum Jehóva tókum við eftir nokkru sem hafði mikil áhrif á okkur. Vottar Jehóva misnota ekki áfengi, stunda ekki fjárhættuspil og eru ekki fordómafullir. Þeir sýna öllum mönnum virðingu. Við vorum sannfærð um að við hefðum fundið hina sönnu trú. – Jóhannes 13:34, 35.

ÞAÐ HEFUR ORÐIÐ MÉR TIL GÓÐS: Andrúmsloftið á heimilinu er miklu betra. Við Benjamin erum hamingjusamlega gift og njótum þess að fræða aðra um Biblíuna. Synir okkar tveir og eiginkonur þeirra hafa líka byrjað að kynna sér Biblíuna. Við vonum að þau sameinist okkur í að þjóna Jehóva. Það er ekki til betri lífsstefna en sú að þjóna honum.

„Mér fannst ég vera ósigrandi.“​– MICHAEL BLUNSDEN

FÆÐINGARÁR: 1967

FÖÐURLAND: ÁSTRALÍA

FORSAGA: KARATEUNNANDI

FORTÍÐ MÍN: Ég ólst upp í Albury, blómlegri borg í Nýja Suður-Wales. Almennt séð er lífið í Albury friðsælt en líkt og í flestum borgum er þar eitthvað um glæpi.

Ég átti góða æsku. Þótt foreldrar mínir hafi skilið þegar ég var sjö ára sáu þau til þess að ég og systkini mín þrjú hefðum allt til alls. Ég hlaut góða menntun í besta einkaskólanum á svæðinu. Faðir minn vildi að ég legði fyrir mig viðskipti að náminu loknu en ég hafði hins vegar meiri áhuga á íþróttum. Ég var afburðagóður í hjólreiðum og karate og til að geta einbeitt mér betur að íþróttunum réð ég mig í vinnu á bifvélaverkstæði.

Ég lagði allt kapp á að halda mér í góðu formi. Það kom fyrir að mér fannst ég vera ósigrandi og ég hefði auðveldlega getað misnotað krafta mína til að troða á öðrum. En karateþjálfarinn minn vissi að ég átti í innri baráttu út af þessu og kenndi mér að beita mig ströngum aga og temja mér gott siðferði. Hann lagði stöðugt áherslu á hlýðni og hollustu.

HVERNIG BIBLÍAN BREYTTI LÍFI MÍNU: Þegar ég byrjaði að kynna mér Biblíuna lærði ég að Jehóva hatar ofbeldi. (Sálmur 11:5) Í fyrstu taldi ég mér trú um að karate væri hættulaus íþrótt og hefði ekkert með ofbeldi að gera. Mér fannst siðferðisgildin og hegðunarreglurnar, sem er að finna í karate, vera í samræmi við það sem Biblían kennir. Vottahjónin sem fræddu mig um Biblíuna voru mjög þolinmóð. Þau sögðu mér aldrei að ég þyrfti að snúa baki við bardagaíþróttum. Þau héldu einfaldlega áfram að kenna mér sannleikann sem er að finna í Biblíunni.

Smám saman jókst biblíuþekking mín og vináttuböndin við Jehóva urðu sterkari. Ég fór að líta á málin af öðrum sjónarhóli. Það hafði mikil áhrif á mig að lesa um fordæmi Jesú, sonar Jehóva. Þótt Jesús hafi verið gríðarlega sterkur greip hann aldrei til ofbeldis. Orð hans í Matteusi 26:52 hreyfðu við mér. Þar segir: „Allir sem sverði bregða munu fyrir sverði falla.“

Því meir sem ég lærði um Jehóva þeim mun meiri virðingu og kærleika bar ég til hans. Ég varð djúpt snortinn þegar ég hugleiddi hvernig alvitur og almáttugur skaparinn bæri umhyggju fyrir mér sem einstaklingi. Þótt ég ylli Jehóva vonbrigðum eða þótt mig langaði að leggja árar í bát gæfist hann aldrei upp á mér eins lengi og ég héldi áfram að berjast. Þessi vitneskja hafði mikil áhrif á mig. Loforð hans veitti mér mikinn styrk: „Ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig:,Óttast eigi, ég bjarga þér.‘“ (Jesaja 41:13) Þegar það rann upp fyrir mér að mér hafði verið sýndur slíkur kærleikur var ég staðráðinn í að sleppa aldrei af honum hendinni.

Ég vissi að það yrði erfiðasta ákvörðun lífs míns að hætta í karate. En ég vissi líka að það myndi gleðja Jehóva og ég var sannfærður um að fórnirnar sem ég færði væru lítilvægar í samanburði við þann heiður að mega þjóna honum. Ég hugsa að orð Jesú í Matteusi 6:24 hafi skipt sköpum fyrir mig en þar stendur: „Enginn getur þjónað tveimur herrum.“ Ég gerði mér ljóst að ég gæti ekki þjónað Jehóva heilshugar og haldið áfram að stunda karate því að þá myndi líf mitt óhjákvæmilega byrja að snúast um karate á nýjan leik. Ég þurfti að gera upp hug minn.

Það var ekki auðvelt að segja skilið við karate. Tilfinningarnar tókust á innra með mér. Það gaf mér ákveðna gleði að vita að Jehóva væri ánægður með mig. En mér leið líka eins og ég væri að svíkja karateþjálfarann minn. Þeir sem leggja stund á bardagalist líta oft á svik sem ófyrirgefanlega synd. Sumir velja jafnvel að svipta sig lífi frekar en að þola skömmina.

Ég fékk mig ekki til að útskýra fyrir karateþjálfaranum mínum af hverju ég væri að hætta. Þess í stað lét ég mig einfaldlega hverfa og rauf tengslin við hann og hina karatefélagana. Ég vissi að það hefði verið rétt ákvörðun að hætta í karate. Samt angraði samviskan mig því að ég hafði ekki nýtt tækifærið til að segja öðrum frá trú minni. Mér fannst ég hafa valdið Jehóva vonbrigðum jafnvel áður en ég byrjaði að þjóna honum. Þetta fékk mikið á mig. Oft og mörgum sinnum reyndi ég að biðja til Jehóva en endaði á því að gráta sáran.

Jehóva hlýtur að hafa séð eitthvað gott við mig því að hann fékk bræður og systur í söfnuðinum til að styðja við bakið á mér. Það var ótrúlegt hvernig þau hughreystu mig og sýndu mér vinsemd og kærleika. Ég fann líka huggun í frásögu Biblíunnar af Davíð og Batsebu. Jafnvel þótt Davíð hefði drýgt alvarlegar syndir fyrirgaf Jehóva honum eftir að hann iðraðist í einlægni. Þegar ég hugsaði um þessa frásögu tókst mér að sjá galla mína í réttu ljósi.

ÞAÐ HEFUR ORÐIÐ MÉR TIL GÓÐS: Áður en ég fór að kynna mér Biblíuna hafði ég ekki mikinn áhuga á öðrum, lífið snerist bara í kringum mig. En með hjálp Jehóva og yndislegu eiginkonunnar minnar til sjö ára hef ég lært að hafa meiri samkennd með öðrum. Við hjónin höfum notið þess heiðurs að mega kenna mörgum einstaklingum sannindi Biblíunnar, þeirra á meðal nokkrum sem hafa átt mjög erfitt. Það hefur gefið mér mikla gleði að sjá hvernig kærleikur Jehóva hreyfir við fólki. Ég hefði aldrei orðið svona hamingjusamur jafnvel þótt ég hefði orðið margfaldur meistari í karate.

[Innskot á bls. 14]

„Ég varð djúpt snortinn þegar ég hugleiddi hvernig alvitur og almáttugur skaparinn bæri umhyggju fyrir mér sem einstaklingi.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila