Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • yp2 kafli 15 bls. 128-135
  • Hvernig get ég staðist hópþrýsting?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig get ég staðist hópþrýsting?
  • Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Svipað efni
  • Unglingar — standið gegn hópþrýstingi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Að standast hópþrýsting
    Vaknið! – 2014
  • Hugleiðingar — Skóli og jafnaldrar
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Hvernig get ég staðið gegn hópþrýstingi?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
Sjá meira
Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
yp2 kafli 15 bls. 128-135

KAFLI 15

Hvernig get ég staðist hópþrýsting?

„Það er svo margt sem maður þarf að standast í skólanum — reykingar, eiturlyf, kynlíf. Maður veit að það er heimskulegt að gera það sem krakkarnir vilja að maður geri. En svo kemur að tímapunkti þar sem manni finnst maður ekki geta sagt nei.“ — Eva.

ÞAÐ er eðlilegt að vilja fá viðurkenningu annarra. Það er ástæðan fyrir því að hópþrýstingur hefur svona sterk áhrif. Ef þú ert alin(n) upp sem vottur Jehóva veistu til dæmis að kynlíf fyrir hjónaband er rangt og það sama má segja um misnotkun áfengis. (Galatabréfið 5:19-21) Margir jafnaldra þinna hvetja þig samt til að taka þátt í slíku. Hafa þeir hugleitt þessi mál og tekið sína eigin ákvörðun? Sennilega ekki. Flestir láta stjórnast af áhrifum annarra. Þeir vilja fá viðurkenningu og leyfa því öðrum að móta skoðanir sínar. Gerir þú það? Eða hefurðu hugrekki til að verja trúarskoðanir þínar?

Aron, bróðir Móse, lét undan hópþrýstingi — að minnsta kosti einu sinni. Þegar Ísraelsmenn þyrptust að honum og sögðu honum að búa til guð handa sér gerði hann eins og þeir báðu um. (2. Mósebók 32:1-4) Hugsaðu þér — þetta var maður sem hafði staðið hugrakkur frammi fyrir faraó og flutt honum boðskap Guðs. (2. Mósebók 7:1, 2, 16) En þegar samlandar hans beittu hann þrýstingi lét hann undan. Honum fannst greinilega auðveldara að standa gegn konungi Egyptalands en jafningjum sínum.

Hvað um þig? Finnst þér erfitt að verja það sem þú veist að er rétt? Myndirðu vilja geta staðist hópþrýsting án þess að virðast óörugg(ur) eða hrædd(ur)? Þú getur það! Lykillinn er að sjá aðstæðurnar fyrir og hafa þegar ákveðið hvernig þú ætlir að bregðast við. Skrefin fjögur hér á eftir geta hjálpað þér til þess.

1. Sýndu fyrirhyggju. (Orðskviðirnir 22:3) Oft getur maður séð vandræðin fyrir. Tökum dæmi. Þú sérð hóp skólafélaga þinna fram undan og þeir eru að reykja. Hversu líklegt finnst þér að þeir eigi eftir að bjóða þér sígarettu? Með því að sjá vandræðin fyrir geturðu forðast þau eða búið þig undir að takast á við þau.

2. Hugsaðu málið. (Hebreabréfið 5:14) Þú gætir spurt þig: Hvernig á mér eftir að líða ef ég læt undan hópnum? Þú gætir að vísu fengið viðurkenningu jafnaldra þinna um tíma. En hvernig mun þér líða seinna þegar þú ert með foreldrum þínum eða trúsystkinum? Ertu fús til að fórna sambandi þínu við Guð bara til að þóknast skólafélögunum?

3. Taktu ákvörðun. (5. Mósebók 30:19) Fyrr eða síðar verða allir þjónar Guðs að velja annaðhvort trúfesti og þá blessun sem fylgir henni eða ótrúmennsku og bitrar afleiðingar hennar. Menn eins og Jósef, Job og Jesús völdu rétt en Kain, Esaú og Júdas tóku ranga ákvörðun. Nú er komið að þér að ákveða. Hvað ætlar þú að gera?

4. Framkvæmdu. Þú gætir haldið að þetta væri erfiðasta skrefið. En svo er ekki! Ef þú hefur þegar hugsað um afleiðingar rangrar breytni og tekið ákvörðun getur verið furðuauðvelt að tjá afstöðu sína — og þá líður manni líka vel. (Orðskviðirnir 15:23) Hafðu ekki áhyggjur — þú þarft ekki að halda biblíufyrirlestur yfir skólafélögunum. Einfalt en ákveðið „nei“ getur dugað. Til að sýna að ákvörðun þín er óbreytanleg geturðu líka sagt:

„Ég kem ekki!“

„Ég tek ekki þátt í neinu svona!‘“

„Láttu ekki svona, þú þekkir mig betur en þetta!“

Lykillinn er að svara fljótt og af sannfæringu. Ef þú gerir það gætirðu orðið hissa á því hvað jafnaldrarnir gefast fljótt upp. En hvað ef þeir gera grín að þér? Hvað ef þeir segja: „Hvað er að — ertu skræfa?“ Hafðu í huga hvers vegna þeir eru að stríða þér — þetta er hreinn og beinn hópþrýstingur. Hvernig geturðu svarað? Þú hefur að minnsta kosti þrjá möguleika.

● Þú getur tekið undir orð þeirra. („Það er rétt, ég er hrædd(ur).“ Segðu síðan í stuttu máli af hverju.)

● Þú getur beint athyglinni frá þér með því að sýna hvar þú stendur án þess að gera mál úr því.

● Þú getur beitt þrýstingi á móti. Segðu af hverju þú afþakkar og reyndu svo að höfða til rökhugsunar skólafélaganna. („Ég hélt að þú vissir betur en að reykja!“)

Ef skólafélagarnir halda áfram að gera grín að þér skaltu fara! Því lengur sem þú ert á staðnum þeim mun meiri verður þrýstingurinn. Jafnvel þótt þú verðir að labba í burtu skaltu muna: Þú tókst stjórnina á aðstæðunum. Þú lést jafnaldra þína ekki þröngva þér í sitt mót!

Sumir skólafélagar gætu strítt þér og sagt að þú hugsir ekki sjálfstætt. En þú ert að því! Staðreyndin er sú að Jehóva vill að maður sanni fyrir sjálfum sér að það sé best að gera vilja hans. (Rómverjabréfið 12:2) Af hverju ættirðu að vera strengjabrúða jafnaldra þinna? (Rómverjabréfið 6:16) Stattu fast á því sem þú veist að er rétt!

Þú getur ekki komist undan hópþrýstingi. En ef þú veist hvað þú vilt geturðu skýrt afstöðu þína og tekið stjórn á aðstæðum. Þegar allt kemur til alls ert það þú sem átt valið! — Jósúabók 24:15.

LESTU MEIRA UM ÞETTA EFNI Í KAFLA 9 Í 1. BINDI BÓKARINNAR

Í NÆSTA KAFLA

Tvöfalt líferni? Getur það leitt til einhvers góðs ef foreldrarnir komast að því?

LYKILRITNINGARSTAÐUR

„Eigðu samneyti við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim sem leggur lag sitt við heimskingja.“ — Orðskviðirnir 13:20.

RÁÐ

Þú getur fengið meira hugrekki með því að lesa frásögur af nútímaþjónum Jehóva sem hafa tekið afstöðu með því sem er rétt.

VISSIR ÞÚ . . .?

Fáir skólafélagar verða enn í sambandi við þig ári eftir að skólanum lýkur. Sumir eiga ekki einu sinni eftir að muna hvað þú heitir. En fjölskyldunni — og umfram allt, Jehóva Guði — á alltaf eftir að þykja vænt um þig. — Sálmur 37:23-25.

HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ GERA?

Ég get búið mig undir að standast hópþrýsting með því að ․․․․․

Ef jafnaldrar mínir reyna að fá mig til að gera eitthvað rangt ætla ég að ․․․․․

Það sem mig langar til að spyrja foreldra mína um ․․․․․

HVAÐ FINNST ÞÉR?

● Við hvaða aðstæður gætu skrefin fjögur, sem nefnd voru í þessum kafla, komið þér að gagni?

● Hvað gæti gerst ef þú létir undan hópþrýstingi?

● Nefndu nokkrar leiðir til að standast hópþrýsting.

[Innskot á bls. 131]

„Margir strákanna vita að ég er vottur og þeir virða mig fyrir það. Ef þeir eru að fara að ræða um eitthvað sem þeir vita að ég vil ekki hlusta á segja þeir: ,Mike, við ætlum aðeins að tala saman, þannig að ef þú vilt fara skaltu gera það.“ — Mike

[Tafla á bls. 132, 133]

Vinnublað

Viðbrögð við hópþrýstingi

Dæmi

1 Sýndu fyrirhyggju

Hvert er vandamálið? Þrýstingur til að reykja.

Hvar er líklegt að ég verði fyrir þessum þrýstingi? Á leiðinni heim úr skóla.

2 Hugsaðu málið

Hvað gerist ef ég læt undan?

Ég vanþóknast Jehóva og foreldrum mínum. Ég fæ slæma samvisku. Það verður erfiðara að segja nei í næsta skipti.

Hvað gerist ef ég stenst?

Skólafélagarnir gætu strítt mér eða uppnefnt mig. Sumir þeirra gætu forðast mig. En ég gleð Jehóva og verð sterkari persóna.

3 Taktu ákvörðun

Ef ég læt undan er það af því að

Ég hef ekki búið mig nógu vel undir það að mæta hópþrýstingi. Ég met velþóknun skólafélaganna meira en velþóknun Jehóva.

Ég ætla að standast af því að

Ég veit að Jehóva hefur vanþóknun á reykingum og þær geta skaðað heilsuna.

4 Framkvæmdu

Ég ætla að

segja nei og labba í burtu.

Háðsglósur

Hvað ef skólafélagi segir: „Láttu ekki svona, fáðu þér sígarettu. Eða þorirðu því ekki?“

Ég gæti brugðist við þrýstingnum með því að

Taka undir

„Það er rétt. Ég þori því ekki. Ég vil ekki fá lungnakrabbamein.“

Beina athyglinni frá þér

„Ekki sóa sígarettunum þínum í mig.“

Beita þrýstingi á móti

„Nei takk. Ég hélt að þú vissir betur en að reykja.“

ATH: Komdu þér fljótt í burtu ef skólafélagarnir halda áfram að þrýsta á þig. Því lengur sem þú bíður með að fara því meiri hætta er á að þú verðir strengjabrúða þeirra. Fylltu nú út þitt eigið eyðublað á næstu blaðsíðu.

Viðbrögð við hópþrýstingi

Taktu afrit af þessari síðu!

1 Sýndu fyrirhyggju

Hvert er vandamálið? ․․․․․

Hvar er líklegt að ég verði fyrir þessum þrýstingi? ․․․․․

2 Hugsaðu málið

Hvað gerist ef ég læt undan?

․․․․․

Hvað gerist ef ég stenst?

․․․․․

3 Taktu ákvörðun

Ef ég læt undan er það af því að . . .

․․․․․

Ég ætla að standast af því að . . .

․․․․․

4 Framkvæmdu

․․․․․

Ég ætla að . . .

․․․․․

Háðsglósur

Hvað ef skólafélagi segir: ․․․․․

Ég gæti brugðist við þrýstingnum með því að

Taka undir

․․․․․

Beina athyglinni frá mér

․․․․․

Beita þrýstingi á móti

․․․․․

Æfðu viðbrögðin með foreldri eða þroskuðum vini.

[Mynd á bls. 135]

Ef þú lætur undan hópþrýstingi verðurðu strengjabrúða jafnaldra þinna.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila