Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • uw kafli 2 bls. 12-19
  • Miklaðu Jehóva sem hinn sanna Guð

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Miklaðu Jehóva sem hinn sanna Guð
  • Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvers konar persóna Jehóva er
  • Hjálpaðu öðrum að læra sannleikann um Guð
  • ‚Göngum í nafni Jehóva‘
  • Miklum Jehóva, hinn eina sanna Guð
    Tilbiðjum hinn eina sanna Guð
  • Guð – hver er hann?
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Hver er hinn sanni Guð?
    Þekking sem leiðir til eilífs lífs
  • Nákvæm þekking á Guði og syni hans leiðir til lífs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
Sjá meira
Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði
uw kafli 2 bls. 12-19

2. kafli

Miklaðu Jehóva sem hinn sanna Guð

1. (a) Hver er hinn sanni Guð? (b) Hvað áhrif ætti það að kynnast honum að hafa á líf okkar?

PÁLL postuli skrifaði kristnum bræðrum sínum að enda þótt til væru margir svonefndir guðir „þá höfum vér ekki nema einn Guð, föðurinn, . . . og einn Drottin, Jesú Krist.“ (1. Kor. 8:5, 6) Hinn ‚eini Guð,‘ sem Páll talar um, er Jehóva, skapari allra hluta. (5. Mós. 6:4; Opinb. 4:11) Þeir sem læra um eiginleika hans og það sem hann hefur gert fyrir mannkynið, og meta það að verðleikum, finna fyrir ómótstæðilegu aðdráttarafli hjá honum. Hvaða afleiðingar hefur það? Þær að þeim finnst einungis eðlilegt að mikla hann sem þeir dá svo mjög, bæði í orði og verki. Þegar kærleikur þeirra til Guðs vex finna þeir sig knúna til að segja öðrum frá honum, og vilja líkjast honum í þeim mæli sem mönnum er gerlegt. Biblían hvetur okkur öll til þess og segir: „Verðið því eftirbreytendur Guðs, svo sem elskuð börn hans. Lifið í kærleika.“ (Ef. 5:1, 2) Til að fylgja þessu ráði þurfum við að kynnast Jehóva eins og hann í sannleika er.

Hvers konar persóna Jehóva er

2. Nefnið nokkra af hinum stórfenglegu eiginleikum Guðs sem koma okkur til að lofa hann.

2 Út um alla Biblíuna er að finna fjölmargar lýsingar á hinum einstöku eiginleikum Guðs. Þegar þú lest þær skalt þú taka þér tíma til að hugleiða hvað í þessum eiginleikum felst fyrir þig. Til dæmis: „Guð er kærleikur.“ (1. Jóh. 4:8) „Allir vegir hans eru réttlæti.“ (5. Mós. 32:4) ‚Hjá honum eru ráð og hyggindi.‘ (Job. 12:13) „Hann er voldugur að afli.“ (Jes. 40:26) Þegar þú hugleiðir þessa eiginleika, finnur þú ekki til aðdáunar á Guði sem kemur þér til að lofa hann?

3. Hvaða aðrar hliðar persónuleika Jehóva eru mjög aðlaðandi?

3 Við kynnumst aðlaðandi persónuleika Jehóva enn nánar með því að lesa í Biblíunni að Jehóva sé „þolinmóður, gæskuríkur og harla trúfastur.“ (2. Mós. 34:6) „Þú, [Jehóva], ert góður og fús til að fyrirgefa.“ (Sálm. 86:5) „Augu [Jehóva] hvarfla um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar, sem eru heils hugar við hann.“ (2. Kron. 16:9) „Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem hann er.“ (Post. 10:34, 35) Jehóva „gefur öllum örlátlega“ og er ‚hinn sæli Guð.‘ (Jak. 1:5; 1. Tím. 1:11) Hversu ánægjulegt er ekki að þjóna þessum óviðjafnanlega Guði og finna fyrir ástríkri umhyggju hans!

4. (a) Hvers konar hollustu krefst Jehóva og hversu þýðingarmikil er hún? (b) Hvers erum við hvött til í Sálmi 34:4?

4 Það samræmist eiginleikum hans að hann skuli vera „Guð sem krefst algerrar hollustu.“ (2. Mós. 20:5, NW) Til að þjóna honum á velþóknanlegan hátt verðum við að sýna honum skilyrðislausa hollustu. Við getum ekki samtímis elskað þann heim sem á sér Satan að guði. (1. Jóh. 2:15-17; 2. Kor. 4:3, 4) Jehóva sér í gegnum réttlæti sem er yfirskinið tómt. Hann veit fullkomlega hvað við gerum, hvaða viðhorf við höfum til þess og hvers konar menn við erum að reyna að vera. Ef við í sannleika elskum réttlætið hjálpar hann okkur. (Jer. 17:10; Orðskv. 15:9) Með því að Jehóva er þess konar persóna sem raun ber vitni hafa milljónir manna út um allan heim fúslega þegið boð sálmaritarans sem sagði: „Miklið [Jehóva] ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans.“ (Sálm. 34:4) Ert þú einn þeirra?

5. Hvernig fáum við mest gagn af því að kynna okkur persónuleika Jehóva?

5 Löngun þín til að tala um Guð mun vaxa og þér mun veitast mun auðveldara að líkjast honum ef þú skoðar grannt hina mikilfenglegu eiginleika hans. Skoðaðu (1) nákvæmlega hvað hver eiginleiki felur í sér, ef til vill hvað gerir hann ólíkan öðrum eiginleikum, (2) hvernig Jehóva hefur látið hann í ljós og gagnvart hverjum og (3) hvernig þú getur látið hann í ljós eða hvaða áhrif hann ætti að hafa á viðhorf þín.

6. Sýndu fram á, með því að nota kærleikann sem dæmi, hvernig þú getir kannað eiginleika Jehóva. Notaðu spurningarnar við lok þessarar efnisgreinar og láttu ritningarstaðina koma fram í svari þínu.

6 Tökum eitt dæmi. Hvað á Biblían við þegar hún segir að ‚Guð sé kærleikur‘? (1. Jóh. 4:8) Til eru ýmsar tegundir kærleika, en í þessum ritningarstað er notað gríska orðið agape sem táknar kærleikann í sinni æðstu mynd, eins og hann birtist í persónu Jehóva Guðs sjálfs. Í slíkum kærleika birtist fullkomin óeigingirni. Hafðu það í huga þegar þú svarar spurningunum sem á eftir fara með hjálp tilvitnaðra ritningargreina.

Hvernig birtist þessi eiginleiki í sköpunarverki Jehóva? (Post. 14:16, 17)

Hvert er skýrasta dæmið um kærleika Jehóva til mannkynsins? (Jóh. 3:16) Var það vegna gæsku mannanna að Jehóva gerði þetta? (Rómv. 5:8)

Hvernig ætti það sem Jehóva gerði í gegnum son sinn að hafa áhrif á hvernig við verjum lífi okkar? (2. Kor. 5:14, 15, 18, 19)

Á hvaða hátt getum við, kristnir menn, sýnt að við berum sams konar kærleika til kristinna bræðra okkar? (1. Kor. 13:4-7; 1. Jóh. 4:10, 11; 3:16-18)

Hverjum öðrum eigum við líka að sýna kærleika og hvernig? (Matt. 5:43-48; 28:19, 20; Gal. 6:10)

7. Hvernig getur þú í einkanámi þínu fundið tilsvarandi upplýsingar um aðra eiginleika Jehóva?

7 Langar þig til að rannsaka á eigin spýtur fleiri af eiginleikum Jehóva? Þú gætir til dæmis valið eiginleikana „réttvísi“ og „viska,“ og síðan kannski „ástúðleg umhyggja“ og miskunn.“ Þú munt finna mikinn sjóð verðmætra upplýsinga með hjálp biblíuorðalykils og efnisskrár yfir rit Varðturnsfélagsins.

Hjálpaðu öðrum að læra sannleikann um Guð

8. (a) Hvað guði tilbiður fólk í heiminum? (b) Hver stendur að baki öllum þessum glundroða og hvers vegna segir þú það?

8 Tilbeðnar eru milljónir guða í andstöðu við hinn sanna Guð. Á fjórðu öld tók kristni heimurinn upp trú á „þrenningu“ sem hafði fyrir þann tíma verið að finna í goðafræði Babýloníumenn, Egypta, Hindúa og Búddatrúarmanna. Auk þessarar guðshugmyndar eru voldugir leiðtogar, afburða-íþróttamenn og frægir söngvarar dýrkaðir eins og guðir. Peningar, kynlíf og eigin persóna er líka orðið að guðum sem dýrkaðir eru ákaft. Hver stendur á bak við allt þetta? „Guð þessarar aldar,“ Satan Djöfullinn. (2. Kor. 4:4; 1. Kor. 10:20) Með öllum hugsanlegum bellibrögðum reynir hann að snúa fólki frá Jehóva, eða í það minnsta að láta hollustu þeirra við hann vera tvískipta.

9. Hver er besta leiðin til að hjálpa öðrum manni að kynnast sannleikanum um Guð?

9 Hvernig getum við hjálpað slíku fólki, hvort sem það kallar sig kristið eða ekki, að skilja sannleikann um Guð? Einhver besta leiðin er að sýna því hvað Biblían sjálf segir um hinn sanna Guð og persónuleika hans. Auk þess þurfum við að styðja þann vitnisburð með hegðun sem endurspeglar eiginleika Guði að skapi. — 1. Pét. 2:12.

10. Hvers vegna er ekki hyggilegt, þegar við tölum við áhanganda þrenningarkenningarinnar, að ganga að því vísu að við vitum hverju hann trúi?

10 En hvað ættir þú að gera ef einhver, sem tilheyrir einhverri kirkju kristna heimsins, deilir við þig och fullyrðir að trú sín á „þrenninguna“ eigi sér stoð í Biblíunni? Í fyrsta lagi skalt þú gera þér ljóst að enda þótt til séu margar opinberar útgáfur af þrenningarkenningunni hefur fólk oft sínar eigin hugmyndir um hana. Biddu hann því að tjá sig um það sem hann trúir á og hjálpaðu honum síðan að bera trú sína saman við það sem stendur í hans eigin biblíu. Síðar getur þú hvatt hann til að bera opinberar kenningar kirkjunnar saman við orð Guðs.

11. Notaðu spurningarnar og ritningarstaðina við þessa grein til að sýna fram á að þrenningarkenningin sé óbiblíuleg. (Taktu eitt aðalatriði í einu.)

11 Með það í huga að hjálpa einlægu fólki getur þú íhugað hvernig nota mætti ritningargreinarnar hér á eftir til að rökræða um þetta mál:

(1) Sumir áhangendur þrenningarkenningarinnar leggja á það áherslu að til séu þrjár guðlegar persónur (faðirinn, sonurinn og heilagur andi) en aðeins einn Guð.

Ber Postulasagan 2:4, 17 því vitni að heilagur andi sé persóna?

Hvers vegna er gott að veita því athygli hversu marga einstaklinga er talað um í eftirfarandi ritningargreinum? (Jóh. 17:20-22; Post. 7:56; Opinb. 7:10)

(2) Sumir trúa að allar persónur „þrenningarinnar“ séu jafnar að dýrð, að engin sé annarri meiri eða minni, að þær séu allar jafnar og sameilífar.

Er Ritningin sammála? (Sjá Jóhannes 14:28; Matteus 24:36; Opinberunarbókina 3:14.)

(3) Sumir benda á Jóhannes 1:1 sem sönnun fyrir þrenningarkenningunni. Þar segir í íslensku biblíunni: „Orðið var Guð.“

En hversu margar persónur er talað um í Jóhannesi 1:1? Prjár? Eða aðeins tvær? Hvernig stangast Jóhannes 1:18 líka á við þrenningarkenninguna?

Orðið „Guð“ kemur tvisvar fyrir í Jóhannesi 1:1. Í fyrra tilvikinu, þar sem segir: „Orðið var hjá Guði,“ stendur „Guð“ með ákveðnum greini, en í hinu síðara án greinis. Þar er því greinarmunur á. Síðara tilvikið („Orðið var Guð“) er sambærilegt við Postulasöguna 28:6 þar sem „guð“ stendur með litlum staf í flestum biblíum. Því er Jóhannes 1:1 oft þýtt sem „Orðið var guð“ eða „guðlegt,“ það er að segja hafði sömu eiginleika og Guð.

(4) Þrenningarkenningarmenn benda líka á að í 1. Mósebók 1:1 og 26 standi hebreska orðið Elohim, sem þýtt er „Guð,“ í fleirtölu og merki því í reyndinni „guðir.“

Hvers vegna styður það ekki þá kenningu að þrjár guðlegar persónur séu í „einum guði“?

Ef það merkir „þrenning“ í 1. Mósebók 1:1, hvað merkir það þá í Dómarabókinni 16:23 þar sem elohim er líka þýtt „guð“ en stendur með hebreskri sögn í eintölumynd, ekki fleirtölu?

Hvers vegna er notuð fleirtölumynd orðsins Guð í hebresku á þessum stöðum? Það er ein leið hebreskrar tungu til að tjá mikilleik eða hátign. Ef átt væri við fleiri en eina persónu myndu sagnorðin, sem standa með nafnorðinu, líka vera í fleirtölumynd, en svo er ekki í þessum tilvikum.

(5) Með því að kirkjurnar hafa lagt mikla áherslu á Jesú (svo og vegna þess að nafnið Jehóva er sjaldan látið standa í biblíuþýðingum) hugsa margir aðeins um Jesú þegar Guð er nefndur.

Hvaða fordæmi gaf Jesús í guðsdýrkun sinni sem okkur ber að líkja eftir? (Lúk. 4:8)

12. Hvers vegna ávarpaði Jesús föður sinn sem ‚hinn eina sanna Guð‘?

12 Jafnvel þótt talað sé um Jesú í Ritningunni sem ‚guð,‘ jafnvel ‚guðhetju,‘ miklaði hann eigi að siður föður sinn og kallaði hann ‚Guð minn og Guð yðar.‘ (Jóh. 1:1; 20:17; Jes. 9:6) Hann var sama sinnis og Móse sem hafði löngu áður sagt: „[Jehóva], hann er Guð, og enginn nema hann einn.“ (5. Mós. 4:35) Jehóva er gerólíkur líkneskjum og skurðgoðum, mönnum sem dýrkaðir eru eins og guðir og Satan djöflinum. Ólíkt öllum þeim er Jehóva, eins og Jesús kallaði hann, ‚hinn eini sanni Guð.‘ — Jóh. 17:3.

‚Göngum í nafni Jehóva‘

13, 14. Hvað felst í því að „þekkja“ og ‚ganga í‘ nafni Jehóva?

13 Eftir áralanga óvissu um hver sé hinn sanni Guð er það mikil reynsla fyrir marga að sjá einkanafn Guðs, Jehóva, í Biblíunni í fyrsta sinn. (2. Mós. 6:3, neðanmáls) Sú vitneskja verður þeim þó til varanlegs gagns aðeins ef þeir ‚ganga í nafni Jehóva að eilífu.‘ (Míka 4:5) Það felur í sér miklu meira en einfaldlega að þekkja nafnið Jehóva eða segjast vera vottur Jehóva.

14 Um mikilvægi nafns Guðs segir Sálmur 9:11: „Þeir er þekkja nafn þitt, treysta þér, . . . [Jehóva].“ Hvað felst í því? Aðeins að þekkja nafnið Jehóva jafngildir ekki sjálfkrafa því að treysta Jehóva. Að „þekkja“ nafn Guðs merkir hér að skilja hvers konar Guð Jehóva er, virða yfirvald hans og hlýða boðum hans. Að ‚ganga í nafni Jehóva‘ felur því í sér að vera vígður honum, vera dýrkandi hans og þar með fulltrúi, nota líf sitt í fullu samræmi við vilja Guðs. (Lúk. 10:27) Gerir þú það?

15. Hvað þarf, auk skyldutilfinningar, til að þjóna Jehóva að eilífu?

15 Ef við ætlum að þjóna Jehóva að eilífu þarf meira en aðeins skyldukvöð að koma til. Páll postuli hvatti Tímóteus, sem hafði þá þegar þjónað Jehóva um langt árabil, með svofelldum orðum: „Æfðu sjálfan þig með guðrækni sem markmið.“ (1. Tím. 4:7, NW) Hollusta á sér rætur í hjartanu; hún kemur til af því að við kunnum að meta þann sem hún beinist til. „Guðrækni“ er djúp virðing fyrir Jehóva sem persónu. Í henni birtast kærleikstengsl við hann sem stafa af því að við metum hann og vegu hans að verðleikum. Hún lætur okkur langa til að koma öllum til að meta nafn hans mikils. Ef við eigum að ganga í nafni Jehóva, hins sanna Guðs, að eilífu, verðum við að rækta með okkur guðrækni og hollustu. — Sálm. 37:4; 2. Pét. 3:11.

Til upprifjunar

● Hvers konar persóna er Jehóva? Hvaða gagn höfum við af því að skilja vel hina ýmsu eiginleika hans?

● Hvernig getum við hjálpað öðrum að læra sannleikann um Guð?

● Hvað er fólgið í því að „þekkja“ Jehóva og ‚ganga í nafni hans‘?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila