Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w95 1.3. bls. 23-27
  • Játaðu opinberlega nafn Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Játaðu opinberlega nafn Jehóva
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hlutverk spámannanna
  • Tilfinningar og áhugahvöt
  • „Af gnægð hjartans“
  • Afleiðingar opinberrar játningar
  • Félagsskapur í boðunarstarfinu
  • Takið spámenn Guðs til fyrirmyndar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • ‚Fyrst á að prédika fagnaðarerindið‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Að sigrast á erfiðleikum í boðunarstarfinu hús úr húsi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Höfum sama hugarfar og spámennirnir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
w95 1.3. bls. 23-27

Játaðu opinberlega nafn Jehóva

„Fyrir hann skulum vér því án afláts bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara, er játa nafn hans.“ — HEBREABRÉFIÐ 13:15.

1. Hvað hvatti spámaðurinn Hósea samlanda sína til að gera?

HÓSEA, spámaður Jehóva, var með mikilvægan boðskap til Ísraelsmanna. Á áttundu öld fyrir okkar tímatal hvatti hann vegvillta samtíðarmenn sína til að iðrast. Hann sagði: „Takið orð með yður og hverfið aftur til [Jehóva]. Segið við hann: ‚Fyrirgef með öllu misgjörð vora og ver góður, og vér skulum greiða þér ávöxt vara vorra.‘“ (Hósea 14:3) Með því að brýna fyrir Ísraelsmönnum að ‚greiða ávöxt vara sinna‘ var spádómur Hósea að hvetja þá til að iðrast og færa Guði einlægar lofgerðarfórnir.

2. Hvers konar fórnir hvatti Páll postuli kristna menn til að færa?

2 Vottar Jehóva bera fram ‚ávöxt vara sinna‘ nú á dögum. Þeir fara líka eftir hvatningu Páls postula sem vísaði til þessara spádómsorða Hósea er hann skrifaði: „Fyrir hann [Jesú Krist] skulum vér því án afláts bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara, er játa nafn hans.“ (Hebreabréfið 13:15) Þjónar Guðs lofa því Jehóva með gleði meðal annars þegar þeir prédika Guðsríki. — Matteus 24:14.

3. Hvernig getum við fært Jehóva „lofgjörðarfórn“ og starf hverra ætlum við að skoða núna?

3 Það eru óverðskulduð sérréttindi fyrir ófullkomna menn að játa opinberlega nafn Jehóva. Við höfum mikla ánægju af því að segja öðrum frá Guði okkar og færa Jehóva þannig „lofgjörðarfórn,“ „ávöxt vara vorra“! Okkur til uppörvunar við prédikun fagnaðarerindisins um Guðsríki nú á dögum skulum við skoða hvað Biblían segir um spámenn Guðs og aðra þjóna Jehóva. Við getum lært margt af lífsstefnu þeirra sem hjálpar okkur að njóta prédikunarstarfs okkar. — Rómverjabréfið 15:4.

Hlutverk spámannanna

4, 5. (a) Hver er grunnmerking orðanna, sem þýdd eru „spámaður,“ á frummálum Biblíunnar? (b) Hvað gefur til kynna að spámennirnir hafi gegnt áberandi hlutverki í fyrirkomulagi Guðs?

4 Spámenn Jehóva nutu þeirra sérréttinda að kunngera boðskap hans opinberlega. Uppruni hebreska orðsins fyrir „spámaður“ (naviʼʹ) er óviss, en notkun þess í Biblíunni gefur til kynna að sannir spámenn hafi verið talsmenn Jehóva, guðsmenn sem fengu innblásinn boðskap. Gríska orðið, sem þýtt er „spámaður“ (propheʹtes) merkir bókstaflega „sá sem lætur í sér heyra,“ til að segja eitthvað „frammi fyrir“ öðrum. Spámaður er sá sem kunngerir boðskap eignaðan Guði. Oft, þó ekki alltaf, sögðu sannir spámenn Guðs fyrir ókomna atburði.

5 Cyclopædia M’Clintocks and Strongs segir um hið áberandi hlutverk spámannanna í fyrirkomulagi Guðs: „Stundum var leitað ráða hjá þeim . . . En miklu oftar fundu þeir hjá sér innri hvöt til að ávarpa fólkið án þess að leitað hefði verið ráða hjá þeim, og þeir voru óragir við að tala djarflega og einbeittir á stöðum þar sem vera þeirra orsakaði kannski reiði og skelfingu.“ (8. bindi, bls. 640) Lítum á nokkur dæmi um það sem kom spámönnunum til að taka svona hugrakka afstöðu.

Tilfinningar og áhugahvöt

6, 7. Hvað lét Jehóva spámann sinn Esekíel borða og hvaða áhrif hafði það?

6 Fyrir eyðingu Jerúsalem árið 607 f.o.t. talaði Jehóva til útlægra Gyðinga í Babýlon fyrir munn spámannsins Esekíels. Jehóva sagði honum: „Mannsson, et bókrollu þessa, far síðan og tala til Ísraelsmanna!“ Esekíel hlýddi. Hann sagði: „Þá upplauk ég munni mínum, en hann fékk mér bókrolluna að eta og sagði við mig: ‚Þú mannsson, þú skalt renna henni niður í magann og fylla kvið þinn með bókrollu þeirri, er ég fæ þér.‘ Og ég át hana og var hún í munni mér sæt sem hunang.“ — Esekíel 3:1-3.

7 Líkami okkar dregur næringu úr fæðunni sem við neytum og hún verður í vissum skilningi hluti af okkur. Eins átti ‚bókrollan‘ sem Esekíel át — boðskapur Jehóva sem spámaðurinn varð að kunngera — að verða hluti af honum og hafa áhrif á tilfinningar hans. Orð Guðs hreif svo hinar innstu tilfinningar Esekíels að hann hafði yndi af því að kunngera þær opinberlega. Ef þú ert vottur Jehóva, hefurðu þá yndi af því að kunngera opinberlega boðskap Guðs?

8, 9. Hvað kom Amosi til að spá?

8 Tökum líka spámanninn Amos sem dæmi. Hann var uppi á níundu öld f.o.t. og var einn hinna fyrstu hebresku spámanna til að skrifa biblíubók sem nefnd var eftir ritara sínum. Líkt og Esekíel var Amos berorður boðberi orðs Jehóva. Orðalagið ‚svo segir Jehóva‘ kemur margoft fyrir í bókinni sem ber nafn hans! (Amos 1:3, 6, 9, 11, 13; 2:1, 4, 6; 3:12; 5:4; 7:17) Amos fann að hann þurfti að kunngera orð Guðs opinberlega.

9 Sem spámaður Guðs brást Amos skjótt við yfirlýsingum hans. Guð sagði fyrir munn Amosar: „Hafi ljónið öskrað, hver skyldi þá ekki óttast? Hafi [Jehóva] Guð talað, hver skyldi þá ekki spá?“ (Amos 3:8) Spámaðurinn fann hjá sér ómótstæðilega hvöt til að kunngera boðskap Jehóva.

10. Hvernig bregðast nútímaþjónar Jehóva við þegar prédikunarstarf þeirra mætir mótstöðu?

10 Jehóva þrumar dómsboðskap sinn yfir hið núverandi illa heimskerfi eins og ljón sem öskrar. Líkt og Amos finna nútímaþjónar Jehóva sig knúna til að kunngera orð Guðs opinberlega. Jafnvel þegar andstæðingar ógna þeim fylgja þeir fordæmi postulanna Péturs og Jóhannesar sem lýstu djarflega yfir: „Vér getum ekki annað en talað það, sem vér höfum séð og heyrt.“ Postularnir fullyrtu einnig: „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ (Postulasagan 4:20; 5:29) Hvað þá um okkur? Það er gott að kanna tilfinningar sínar gagnvart því að játa opinberlega nafn Jehóva.

„Af gnægð hjartans“

11. Hvað ætti að hvetja okkur til að halda ótrauð áfram að játa nafn Jehóva opinberlega?

11 Enginn vafi getur leikið á því að spámenn Jehóva voru þakklátir fyrir sérréttindi sín. Sams konar þakklæti til Jehóva ætti að koma okkur til að játa nafn hans opinberlega. Sálmur 145:1, 2 segir: „Ég vil vegsama þig, ó Guð minn, þú konungur, og prísa nafn þitt um aldur og ævi. Á hverjum degi vil ég prísa þig og lofa nafn þitt um aldur og ævi.“ Endurspegla þessi orð viðhorf þín? Reglulegt biblíunám hjálpar okkur að dýpka þakklæti okkar fyrir það sem Jehóva hefur gert, er að gera og á eftir að gera fyrir okkur. Og þegar við nemum Biblíuna saman sem fjölskylda, finnum við þá ekki að orð Guðs er kröftugt og lætur okkur langa til að tala um hann og tilgang hans? (Hebreabréfið 4:12) Til að játa nafn Jehóva opinberlega á áhrifaríkan hátt þurfum við einnig að nýta okkur til fulls hin kristnu rit sem Jehóva Guð lætur í té fyrir milligöngu hins smurða ‚trúa og hyggna þjóns.‘ — Matteus 24:45-47.

12. Hvernig geta bæði kristnar samkomur og hugleiðing hjálpað okkur að játa nafn Guðs opinberlega?

12 Til að lofa Jehóva með þakklátum hjörtum þurfum við að sækja kristnar samkomur reglulega. Allir þjónar Jehóva ættu að fara eftir hvatningu Páls postula: „Gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka. Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.“ (Hebreabréfið 10:24, 25) Ert þú reglulega viðstaddur kristnar samkomur? Talar þú oft um sannindi Biblíunnar, hinar skemmtilegu reynslufrásögur og spennandi fréttir af vexti guðveldisins sem þú heyrir um á samkomum fólks Guðs? Ef þú ert hikandi við að tjá þig um Jehóva og tilgang hans, taktu þér þá tíma til að íhuga orð hans þannig að hugsanir hans nái að þrengja sér djúpt inn í hjarta þitt. (Sálmur 77:13; 143:5) Já, bæði kristnar samkomur og regluleg hugleiðing um orð Guðs ætti að hjálpa þér að meta að verðleikum hin stórkostlegu sérréttindi að játa nafn Jehóva opinberlega.

13. Hvernig ‚berum við gott fram‘ úr hjörtum okkar?

13 Þegar hjörtu okkar eru full af þakklæti til Jehóva berum við fram það sem gott er. „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns,“ sagði Jesús, „en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. Af gnægð hjartans mælir munnur hans.“ (Lúkas 6:45) Hvaða betri leið er hægt að hugsa sér til að ‚bera gott fram‘ en að játa nafn Jehóva opinberlega og tala um tilgang hans við nágranna okkar, ættingja — já, alla sem við hittum?

Afleiðingar opinberrar játningar

14. (a) Hver getur orðið reynsla þess sem kunngerir boðskap Guðsríkis og þess sem heyrir? (b) Hverju er verið að áorka með prédikun Guðsríkis?

14 Spámenn Guðs höfðu gleði af þjónustu sinni og það sem þeir sögðu var til gagns þeim sem heyrðu. Á sambærilegan hátt veitir það mikla gleði að kunngera boðskapinn um Guðsríki. (Postulasagan 20:35) Og svo sannarlega er þjónustan til gagns þakklátum áheyrendum! Að taka við fagnaðarerindinu hjálpar fólki að sigrast á þunglyndi eða takast á við það. Syrgjendur gleðjast yfir upprisuvoninni. Fíklar sleppa úr ánauð nikótíns, heróíns og annarra ávanaefna. Margir bæta sig siðferðilega og allir, sem taka við sannleika Biblíunnar, öðlast andlegt frelsi. (Jóhannes 5:28, 29; 8:32) Með því að boða Guðsríki sem einu von mannkynsins er einnig verið að vara hina óguðlegu við og kalla fram gleðiviðbrögð hjartahreinna manna. Þannig er fólk aðgreint annaðhvort til „eilífrar refsingar [„afnáms,“ NW]“ eða „eilífs lífs“ þegar dómi Guðs verður fullnægt á þessum óguðlega heimi. (Matteus 24:14; 25:31-46; Esekíel 33:1-9; 1. Tímóteusarbréf 2:3, 4) Prédikunarstarf okkar er björgunaraðgerð sem á sér ekkert fordæmi, umfangsmesta og víðtækasta opinbera játningin sem hefur nokkru sinni farið fram á jörðinni!

15. Hvað er hægt að gera til að hjálpa verðugum sem enn eru á vitnisburðarsvæði okkar?

15 Sem nútímavottar Jehóva þjónum við himneskum föður okkar glaðir og fúsir. (Rómverjabréfið 12:11) Þess vegna fögnum við því að taka frá tíma reglulega til að prédika fagnaðarerindið opinberlega og hús úr húsi. (Postulasagan 5:42; 20:20) Skýrslur hvaðanæva að úr heiminum gefa til kynna að enn sé verðuga að finna á starfssvæðum okkar. Fólk verður fyrir ýmsum áhrifum af þeim breytingum sem verða á aðstæðum í heiminum. Margir eru óvænt orðnir flóttamenn, útlendingar í ókunnu landi. Kannski er sumt af þessu fólki á því svæði sem við berum vitni. Ef svo er skulum við gera allt sem við getum til að hjálpa því andlega og halda ótrauð áfram ‚þjónustu við fagnaðarerindið.‘ (Rómverjabréfið 15:16) Sumir kristnir menn hafa lært annað tungumál til að geta kunngert fólki fagnaðarerindið um ríkið á því máli.

16. Hvað getur hjálpað okkur að halda ótrauð áfram að játa nafn Jehóva?

16 Margir af spámönnum Guðs fengu afar erfið verkefni. Það var ekki auðvelt fyrir þá að kunngera boðskap Guðs fólki sem vildi ekki taka við honum. Á sama hátt finnst ekki öllum, sem eru vígðir Jehóva, auðvelt að játa nafn hans opinberlega, einkum á svæðum þar sem lítið er um jákvæð viðbrögð. Með því að nema orð Guðs í bænarhug samhliða þeim styrk sem Jehóva veitir, getum við samt sem áður verið óttalaus og haldið ótrauð áfram að kunngera boðskapinn um Guðsríki. (Filippíbréfið 4:13; Opinberunarbókin 14:6) Hvað annað getum við lært um það af spámönnum Jehóva og öðrum þjónum hans til forna?

Félagsskapur í boðunarstarfinu

17. Nefndu nokkur biblíuleg dæmi um gagnlegan félagsskap í þjónustu Guðs.

17 Spámaður Guðs, Móse, naut í byrjun hjálpar eldri bróður síns, Arons, við að gera verkefni sínu skil. Jehóva sagði Móse: „Hann [Aron] skal tala fyrir þig til lýðsins, og hann skal vera þér sem munnur.“ (2. Mósebók 4:16) Á dögum spámannanna Elía og Elísa störfuðu líka „spámannasveinar.“ Þetta virðast hafa verið hópar þjóna Guðs sem unnu saman og nutu vafalaust ánægjulegs félagsskapar hver við annan. (2. Konungabók 2:3-5; 4:38; samanber 1. Samúelsbók 10:5, 10.) Móse og Aron og „spámannasveinarnir“ höfðu að vísu ekki það verkefni að kunngera fagnaðarerindið um ríkið. Engu að síður höfðu þeir allir gagn hver af annars félagsskap. Öldum síðar sendi Jesús Kristur 70 lærisveina út í þjónustuna „tvo og tvo“ og vafalaust höfðu þeir gagn af félagsskapnum sem það veitti þeim. — Lúkas 10:1-16; samanber Postulasöguna 17:10, 11; 20:20.

18. Hvernig hefur félagsskapur í boðunarstarfinu þjónað jákvæðum tilgangi nú á tímum?

18 Árið 1953 tóku vottar Jehóva að vinna eftir áætlun þar sem boðberar Guðsríkis störfuðu saman í þjónustunni á akrinum. Það var að sjálfsögðu ekki gert bara félagsskaparins vegna. Þessi þjálfunaráætlun var við það miðuð að gera þjóna Guðs áhrifameiri kennara og prédikara fagnaðarerindisins. Með það markmið í huga störfuðu reyndir boðberar Guðsríkis með þeim sem voru nýrri. Þessi þjálfun hús úr húsi hefur reynst mjög svo gagnleg og hjálpað fólki Jehóva að taka framförum í að játa nafn hans opinberlega. (1. Tímóteusarbréf 4:16) Núna er ráðlegt fyrir kristna menn að vera ‚tveir og tveir‘ saman í þjónustunni af öryggisástæðum, einkum á sumum svæðum.

19. Hvað ætti að hafa í huga í sambandi við persónuleg markmið í þjónustunni?

19 Hvort heldur þú starfar með trúbóður þínum í þjónustunni eða ferð einn hús úr húsi skaltu leggja þig fram við að ná einhverju persónulegu markmiði. Það ætti að vera raunhæft, innan seilingar. Vantar þig hjálp til að lagfæra inngangsorð þín þannig að þau veki áhuga fólks á starfssvæði þínu? Ef svo er geturðu kannski starfað með brautryðjanda, boðbera Guðsríkis í fullu starfi, eða boðbera sem er sérstaklega fær í að nota góð inngangsorð. Félagi þinn kann að geta aðstoðað þig við að undirbúa og nota inngangsorð eftir drögum Ríkisþjónustu okkar eða bókarinnar Rökrætt út af Ritningunni. Þegar þið starfið saman hús úr húsi skaltu hlusta vandlega á kynningarorð félaga þíns. Reyndu síðan svipaða kynningu uns þú verður leikinn í þessum þætti þjónustu þinnar.

20, 21. Hvað getur gert félagsskap í starfinu á akrinum sérstaklega gagnlegan?

20 Hvað nú ef þú þarfnast hjálpar til að fara í áhrifaríkar endurheimsóknir í því augnamiði að hefja heimabiblíunám? Kannski er hægt að gera ráðstafanir með aðstoð bóknámsstjórans til að fara út í þjónustuna á akrinum með boðbera sem hefur náð sérlega góðum árangri í að hefja biblíunám. Vertu ekki óvirkur starfsfélagi þegar þið farið saman í endurheimsóknir. Reyndu heldur að nota svipuð kynningarorð í næstu endurheimsókn eftir að félagi þinn hefur sýnt þér hvernig hann tekur á málunum í einni heimsókn. Það gæti reynst þér gagnlegt. Félagi þinn er tiltækur til að hjálpa þér og koma með góð ráð á eftir. — Samanber Galatabréfið 6:6.

21 Slík kærleiksrík aðstoð frá félaga þínum í starfinu á akrinum getur hjálpað þér að ná markmiðum þínum í þjónustunni. Þessi hjálp og innilegt þakklæti þitt fyrir þá ástríku góðvild Jehóva að leyfa þér að taka þátt í þessu starfi, sem eru mikil sérréttindi, gerir þér kleift að ná enn meiri árangri í prédikunarstarfi þínu. Og megir þú meta mikils þau sérréttindi að prísa Jehóva með því að tala alltaf vel um hann og með því að játa opinberlega nafn hans á reglulegum grundvelli. — Sálmur 145:1, 2, 9-13.

22. Hvaða spurningum verður svarað í næstu námsgrein?

22 Sem vottar Jehóva heimsækjum við fólk aftur og aftur í þjónustunni hús úr húsi. Margir hlusta fullir þakklætis á fagnaðarerindið. En sumir kunna að hika við að hlusta á boðskapinn um Guðsríki. Hvað ættum við að gera undir þeim kringumstæðum? Hvernig getum við haldið ótrauð áfram í því starfi sem Jehóva hefur falið fólki sínu? Hvaða fordæmi úr Ritningunni geta aðstoðað okkur eða leiðbeint? Þessum spurningum verður svarað í næstu grein.

Skildir þú þessi atriði?

◻ Hvað sögðu bæði Hósea og Páll postuli um fórnir til Guðs?

◻ Hvað kom Esekíel og Amosi til að spá?

◻ Hvernig ættum við að líta á prédikun okkar um Guðsríki?

◻ Hvaða gagn getum við haft af félagsskap í þjónustunni á akrinum?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila