Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.97 bls. 1
  • Alls konar menn verða hólpnir

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Alls konar menn verða hólpnir
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 1.97 bls. 1

Alls konar menn verða hólpnir

1 Jehóva vill „að allir [„alls konar,“ NW] menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.“ (1. Tím. 2:4) Þó að erfðir, lífsferill og umhverfi hafi áhrif á fólk að vissu marki, hefur það frjálsan vilja og getur hvert og eitt valið hvernig það vill verja lífi sínu. Menn geta gert það sem gott er og lifað, eða gert það sem illt er og dáið. (Matt. 7:13, 14) Hvaða áhrif hefur þessi skilningur á viðhorf okkar til fólks sem við færum fagnaðarboðskapinn um Guðsríki?

2 Við ættum ekki að ganga að því gefnu að þjóðerni, menning eða þjóðfélagsstaða ráði áhuga manna á sannleikanum. Sannleikurinn getur höfðað til fólks með litla eða mikla menntun, til þeirra sem eru í stjórnmálavafstri, til sérmenntaðra manna, guðleysingja, efasemdarmanna og jafnvel til alræmdra illvirkja. Fólk af alls konar uppruna og þjóðfélagsstöðu hefur snúið baki við fyrri breytni sinni og er núna á veginum til lífs í nýjum heimi Guðs. (Orðskv. 11:19) Þar af leiðandi ættum við ekki að hika við að tala um ríkisboðskapinn við fólk af öllum þjóðfélagshópum.

3 Hugleiðum þessi dæmi: Maður ráðgerði að myrða stjúpföður sinn en gerði það ekki. Seinna ákvað hann að fremja sjálfsmorð en gat það ekki. Eftir að hann lenti í fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnasölu leystist hjónaband hans upp. Núna stundar þessi maður heiðarlega vinnu og býr í hamingjusömu hjónabandi auk þess að eiga gott samband við stjúpföður sinn. Hvað olli þessari breytingu? Vottar Jehóva höfðu með honum biblíunámskeið og hann fór eftir því sem hann lærði. Jehóva leit ekki svo á að hann ætti sér ekki viðreisnar von.

4 Frægðarferill ungrar konu sem sjónvarpsleikari færði henni ekki hamingju. En gott siðferði vottanna vakti hrifningu hennar og hún þáði biblíunámskeið, og brátt var hún farin að hjálpa öðrum að kynnast fagnaðarboðskapnum um Guðsríki. Hvar sem hún kom í starfinu hús úr húsi þekkti fólk hana, en hún útskýrði glaðlega að hún vildi frekar vera þekkt sem einn af vottum Jehóva en leikkona.

5 Þegar vottur kom af stað biblíunámskeiði með áskrifanda Varðturnsins frétti nágrannakona af því og var viðstödd námskeiðið. Hún gerði sér strax ljóst að þetta var sannleikurinn sem hún hafði verið að leita að. Hún og maðurinn hennar afpöntuðu skilnaðarheimild sem þau höfðu fengið og friðmæltust. Hún var á kafi í stjörnuspeki og var tengd spíritistareglu, en hún fleygði hiklaust dýrum bókum og öllu öðru sem hún átti og var tengd djöfladýrkun. Fljótlega fór hún að sækja samkomur og tala við ættingja og vini um nýfundna trú sína. Núna vitnar hún áköf fyrir öðrum.

6 Við ættum ekki að dæma neinn fyrirfram. Þess í stað skulum við kappsamlega segja fólki alls staðar frá faganaðarerindinu. Við höfum fulla ástæðu til að treysta því að Jehóva, sem „lítur á hjartað,“ verði „frelsari allra [„alls konar,“ NW] manna.“ — 1. Sam. 16:7; 1. Tím. 4:10.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila