-
Hvaða þýðingu hefur trúfrelsi fyrir þig?Varðturninn – 1997 | 1. mars
-
-
stjórnir eiga náin tengsl við ein ákveðin trúarbrögð og telja annarrar trúar fólk ógna pólitísku valdi sínu. Ríkisstjórn getur líka álitið trúarbrögð hættuleg í pólitískum skilningi vegna þess að trúarstefnur geta lagt meiri áherslu á hollustu við Guð en hlýðni við ríkið.“
Af þessum sökum leggja sumar ríkisstjórnir hömlur á trúariðkanir. Fáeinar eru andvígar trú af hvaða tagi sem er. Og enn aðrar, sem aðhyllast trúfrelsi í orði kveðnu, setja öllum trúariðkunum strangar skorður.
Tökum sem dæmi ástandið eins og það var um margra ára skeið í Mexíkó. Enda þótt stjórnarskráin kvæði á um trúfrelsi var það skilyrt: „Kirkjur notaðar til almennrar guðsdýrkunar eru eign þjóðarinnar með fulltingi sambandsstjórnarinnar sem ákveður hvaða kirkjur megi nota í þessum tilgangi.“ Árið 1991 var stjórnarskránni breytt og þetta skilyrði fellt niður. En þetta dæmi sýnir að trúfrelsi er stundum túlkað á mismunandi hátt eftir löndum.
Annars konar trúfrelsi
Nýtur þú trúfrelsis? Ef svo er, hvernig er það skilgreint? Geturðu tilbeðið Guð á þann hátt sem þú vilt eða ertu tilneyddur að tilheyra ríkistrúnni? Máttu lesa og dreifa trúarritum eða er slíkt prentefni á bannlista stjórnvalda? Geturðu talað við aðra um trú þína eða er það álitið brot á trúarlegum réttindum þeirra?
Svörin við þessum spurningum eru háð því hvar þú býrð. En athygli vekur að til er trúfrelsi sem er ekki staðbundið. Jesús sagði fylgjendum sínum í Jerúsalem árið 32: „Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“ — Jóhannes 8:31, 32.
Hvað átti Jesús við með þessum orðum? Gyðingarnir, sem á hlýddu, þráðu frelsi undan stjórn Rómaveldis. En Jesús var ekki að ræða um frelsi frá pólitískri kúgun. Hann var að heita lærisveinunum miklu betra frelsi eins og við sjáum í greininni á eftir.
-
-
Sannleikurinn frelsarVarðturninn – 1997 | 1. mars
-
-
Sannleikurinn frelsar
MEIRA en ein milljón manna situr í fangelsi í Bandaríkjunum. Þar af hafa næstum þrjú þúsund hlotið dauðadóm. Reyndu að setja þig í spor þeirra. Hvernig myndi þér líða? Tilhugsunin er heldur nöturleg. En í vissum skilningi eru allir menn í svipaðri aðstöðu. Biblían segir: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ (Rómverjabréfið 3:23) Já, við erum öll afkomendur Adams og fyrir vikið „fangar“ syndarinnar. (Rómverjabréfið 5:12) Við finnum daglega fyrir áhrifunum af þessari fangavist eins og kristni postulinn Páll sem skrifaði: „Ég sé annað lögmál í limum mínum, sem berst á móti lögmáli hugar míns og hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum.“ — Rómverjabréfið 7:23.
Vegna syndugs eðlis okkar höfum við öll hlotið dauðadóm ef svo má segja, því að Biblían segir: „Laun syndarinnar er dauði.“ (Rómverjabréfið 6:23) Sálmaritarinn Móse lýsti ástandi okkar vel: „Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, og dýrsta hnossið er mæða og hégómi, því að þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt.“ — Sálmur 90:10; samanber Jakobsbréfið 4:14.
Það var með syndaránauð mannkynsins í huga sem Jesús sagði: „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“ (Jóhannes 8:32) Með þessum orðum var Jesús að veita fylgjendum sínum von um miklu víðtækara frelsi en undan stjórn Rómar — hann var að bjóða þeim syndafyrirgefningu og lausn úr fjötrum dauðans! Hvernig var það hægt? „Ef sonurinn gjörir yður frjálsa,“ sagði Jesús, „munuð þér sannarlega verða frjálsir.“ (Jóhannes 8:36) Með því að leggja líf sitt í sölurnar var „sonurinn“ Jesús friðþægingarfórn er endurkeypti það sem Adam glataði. (1. Jóhannesarbréf 4:10) Þar með opnaðist öllum hlýðnum mönnum leið til að losna úr fjötrum syndar og dauða. Eingetinn sonur Guðs dó „til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ — Jóhannes 3:16.
Sannleikurinn, sem gerir okkur frjáls, fjallar um Jesú Krist. Þeir sem feta í fótspor hans eiga þá von að verða leystir úr fjötrum syndar og dauða þegar ríki Guðs tekur málefni jarðar að fullu í hendur sér. En þeir sem viðurkenna sannleika orðs Guðs njóta ósvikins frelsis nú þegar. Á hvaða hátt?
Frelsi undan ótta við dauðann
Milljónir manna óttast hina dánu. Af hverju? Af því að trú þeirra hefur kennt þeim að sálin yfirgefi líkamann við dauðann og hverfi yfir á andlegt tilverusvið. Þess vegna er sá siður víða um lönd að ættingjar hins látna haldi líkvöku í nokkra daga og nætur. Oft er sungið hátt og trumbur barðar. Syrgjendurnir trúa að þannig þóknist þeir hinum látna og hindri að andi hans snúi aftur og ásæki hina lifandi. Falskenningar kristna heimsins um dauðann hafa einungis fest þessa hefð í sessi.
Biblían opinberar hins vegar sannleikann um hina dánu. Hún segir skýrt og greinilega að sálin sé þú sjálfur, ekki einhver dularfullur hluti af þér sem lifir áfram eftir dauðann. (1. Mósebók 2:7; Esekíel 18:4) Og hinir dánu eru ekki kvaldir í vítiseldi og búa ekki á andlegu tilverusviði þaðan sem þeir geta haft áhrif á hina lifandi. „Hinir dauðu vita ekki neitt,“ segir Biblían, „því að í dánarheimum [gröfinni], þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“ — Prédikarinn 9:5, 10.
Þessi biblíusannindi hafa frelsað marga undan óttanum við hina dánu. Þeir eru hættir að færa dýrar fórnir til að friða forfeðurna, og þeir hafa ekki áhyggjur af því að ástvinir þeirra séu kvaldir miskunnarlaust fyrir yfirsjónir sínar. Þeir hafa lært að Biblían býður látnum stórkostlega von, því að hún segir okkur að á tilsettum tíma Guðs ‚rísi upp bæði réttlátir og ranglátir.‘ (Postulasagan 24:15; Jóhannes 5:28, 29) Hinir dauðu hvílast einfaldlega eins og maður í fastasvefni. — Samanber Jóhannes 11:11-14.
Sannleikurinn um ástand hinna dánu og upprisuvonin getur losað okkur við þá örvæntingu sem dauðinn kann að hafa í för með sér. Slík von var haldreipi bandarískra hjóna þegar fjögurra ára sonur þeirra lést af slysförum. „Það er tómarúm í lífi okkar sem verður ekki fyllt fyrr en við sjáum son okkar aftur upprisinn,“ viðurkennir móðirin. „En við vitum að sársaukinn er aðeins tímabundinn því að Jehóva heitir að þerra sorgartár okkar.“ — Opinberunarbókin 21:3, 4.
Frelsi undan ótta við framtíðina
Hvað ber framtíðin í skauti sér? Á jörðin eftir að brenna upp í kjarnorkubáli? Verður hún óbyggileg sökum umhverfismengunar? Á siðferðishrun eftir að leiða til stjórnleysis og upplausnar? Margir óttast þetta mjög.
Biblían losar okkur hins vegar við slíkan ótta. Hún fullvissar okkur um að ‚jörðin standi að eilífu.‘ (Prédikarinn 1:4) Jehóva skapaði ekki jörðina til að horfa upp á ábyrgðarlausa menn eyðileggja hana, heldur til að vera paradísarheimili sameinaðs mannkyns. (1. Mósebók 1:27, 28; Jesaja 45:18) Tilgangur hans hefur ekki breyst. Biblían segir okkur að Guð ætli að „eyða þeim, sem jörðina eyða.“ (Opinberunarbókin 11:18) Eftir það fá „hinir hógværu . . . landið til eignar,“ segir Biblían, og „gleðjast yfir ríkulegri gæfu.“ — Sálmur 37:11.
Þetta fyrirheit er áreiðanlegt því að Jehóva Guð lýgur ekki. Hann sagði fyrir munn spámannsins Jesaja: „Mitt orð, það er útgengur af mínum munni . . . hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefir framkvæmt það, sem mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma.“ (Jesaja 55:11; Títusarbréfið 1:2) Þar af leiðandi getum við horft með trúartrausti fram til þess að fyrirheit Guðs í 2. Pétursbréfi 3:13 í Biblíunni rætist: „Eftir fyrirheiti hans væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr.“
Frelsi undan ótta við menn
Biblían greinir frá afbragðsfordæmi karla og kvenna sem voru óttalaus í hollustu sinni við Guð. Þeirra á meðal voru Gídeon, Barak, Debóra, Daníel, Ester, Jeremía, Abígail og Jael svo fáein séu nefnd. Þessir trúföstu karlar og konur sýndu sama viðhorf og sálmaritarinn sem skrifaði: „Guði treysti ég, ég óttast eigi, hvað geta menn gjört mér?“ — Sálmur 56:12.
Á fyrstu öld sýndu postularnir Pétur og Jóhannes sams konar djörfung þegar trúarleg yfirvöld fyrirskipuðu þeim að hætta prédikun sinni. „Vér getum ekki annað en talað það, sem vér höfum séð og heyrt,“ svöruðu þeir. Óhagganleg afstaða Péturs og Jóhannesar varð seinna til þess að þeir voru handteknir. Eftir að þeir voru leystir úr haldi fyrir kraftaverk héldu þeir þegar í stað áfram að ‚tala orð Guðs af djörfung.‘ Skömmu síðar voru Pétur og hinir postularnir leiddir fyrir æðstaráð Gyðinga. „Stranglega bönnuðum vér yður að kenna í þessu nafni,“ sagði æðstipresturinn, „og nú hafið þér fyllt Jerúsalem með kenningu yðar.“ Pétur og hinir postularnir svöruðu: „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ — Postulasagan 4:16, 17, 19, 20, 31; 5:18-20, 27-29.
Vottar Jehóva nú á tímum leitast við að líkja eftir kostgæfni frumkristinna manna við prédikun fagnaðarerindisins um Guðsríki. Jafnvel börn og unglingar þeirra á meðal tala opinskátt og óttalaust við aðra um trú sína. Tökum nokkur dæmi.
Stacie er á táningsaldri og feimin að eðlisfari. Þar af leiðandi fannst henni fyrst erfitt að tala við aðra um trú sína. Hvað gerði hún til að sigrast á feimninni? „Ég kynnti mér Biblíuna vel og fullvissaði mig um að ég skildi það sem ég var að tala um,“ segir hún. „Það gerði þetta auðveldara fyrir mig og ég fékk meira sjálfstraust.“ Gott mannorð Stacie kom til umræðu í dagblaði staðarins. Kennari í skólanum hennar sagði í greininni: „Trú hennar virðist hafa gefið henni styrk til að standast mikið af því álagi sem flestir táningar finna fyrir. . . . Henni finnst þjónusta sín við Guð eiga að vera sér efst í huga.“
Tommi var aðeins fimm ára þegar foreldrar hans tóku að fræða hann um Biblíuna. Sem ungur drengur tók hann djarfmannlega afstöðu með sannri tilbeiðslu. Meðan bekkjarfélagar hans voru að teikna hátíðamyndir teiknaði hann myndir af fyrirheitinni paradís Guðs. Á unglingsaldri veitti Tommi eftirtekt að margir af nemendunum voru undrandi á kenningum votta Jehóva. Í stað þess að láta lítið fyrir sér fara af ótta við bekkjarfélagana spurði hann einn af kennurunum hvort hann mætti sitja fyrir svörum í bekknum þannig að hann gæti svarað öllum spurningum bekkjarins í einu. Hann fékk leyfi og gaf góðan vitnisburð.
Markietta fékk prýðistækifæri til að tala við aðra í bekknum um trú sína þegar hún var 17 ára. „Við fengum það verkefni að flytja ræðu,“ segir hún. „Ég valdi mér efni úr bókinni Spurningar unga fólksins — svör sem duga.a Ég valdi fimm kafla úr bókinni og skrifaði kaflaheitin á töfluna. Ég bað bekkinn að raða þeim eftir mikilvægi.“ Síðan fóru fram umræður í bekknum. „Ég sýndi bekknum bókina,“ segir Markietta, „og margir nemendur báðu um eintak. Jafnvel kennarinn vildi fá bók.“
Sannleikurinn getur gert þig frjálsan
Eins og við höfum séð hefur sannleikur Biblíunnar frelsandi áhrif á alla aldurshópa sem kynna sér hann og taka hann til sín. Hann losar þá undan ótta við dauðann, ótta við framtíðina og ótta við menn. Að síðustu frelsar lausnargjald Jesú hlýðið mannkyn undan synd og dauða. Hvílík gleði verður það ekki að lifa að eilífu í paradís á jörð án þess að vera fangi erfðasyndarinnar! — Sálmur 37:29.
Langar þig til að læra meira um þá blessun sem Guð hefur heitið? Hvað ættirðu þá að gera? Jesús sagði: „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ (Jóhannes 17:3) Ef þig langar til að kynnast frelsinu, sem Jesús lofaði lærisveinum sínum, þá verðurðu að læra um Jehóva Guð og son hans. Þú þarft að vita hver vilji Guðs er og gera hann síðan, því að Biblían segir: „Heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“ — 1. Jóhannesarbréf 2:17.
[Neðanmáls]
a Gefin út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.
[Mynd á blaðsíðu 7]
Undir stjórn Guðsríkis verður mannkynið loksins frelsað úr fjötrum syndar og dauða.
-