Yfirferð bæklingsins Haltu vöku þinni!
Söfnuðirnir um heim allan byrja að fara yfir bæklinginn Haltu vöku þinni! í bóknáminu í vikunni sem hefst 23. maí 2005 og stendur yfirferðin fram í vikuna sem hefst 20. júní. Notið eftirfarandi spurningar til að búa ykkur undir samkomuna og stjórna henni. Látið lesa upp efnið í bóknáminu og einnig ritningarstaði, sem vísað er til, eftir því sem tími leyfir.
Vikan sem hefst 23. maí
◼ Bls. 3-4: Hvaða ástand, sem hér er lýst, hefur snert þig sérstaklega? Hvað bendir til þess að þetta sé ekki aðeins eitt og eitt einangrað tilfelli?
◼ Bls. 5: Hvað sannfærir þig um að Guði sé annt um okkur? Hvernig getum við látið í ljós að okkur sé umhugað um Guð og það sem hann er að gera?
◼ Bls. 6-8: Hvað segir í Matteusi 24:1-8, 14 um þýðingu þess sem er að gerast í heiminum? Á hvaða tíma lifum við samkvæmt 2. Tímóteusarbréfi 3:1-5? Síðustu daga hvers er um að ræða? Hvað sannfærir þig um að Biblían sé í sannleika orð Guðs? Hvað er ríkið sem við prédikum?
◼ Bls. 9-10: Hvers vegna ættum við að huga vel að daglegum ákvörðunum okkar og forgangsröðun í lífinu? (Rómv. 2:6; Gal. 6:7) Hvaða ritningarstaðir, sem ættu að hafa áhrif á ákvarðanir þínar, koma upp í hugann þegar þú íhugar spurningarnar á bls. 10?
Vikan sem hefst 30. maí
◼ Bls. 11: Hvers vegna ættum við að spyrja okkur spurninganna á þessari blaðsíðu? (1. Kor. 10:12; Ef. 6:10-18) Hve alvarlega tökum við ráð Jesú í Matteusi 24:44, ef mið er tekið af svörum okkar við þessum spurningum?
◼ Bls. 12-14: Hver er ‚stund dómsins‘ sem nefnd er í Opinberunarbókinni 14:6, 7? Hvað er átt við með því að ‚óttast Guð og gefa honum dýrð‘? Hvað er Babýlon hin mikla og hvað verður um hana? Hvað þurfum við að gera núna í sambandi við Babýlon hina miklu? Hvað annað er fólgið í stund dómsins? Hvaða áhrif hefur það á okkur að við skulum ekki vita „daginn né stundina“ þegar Guð fullnægir dómi? (Matt. 25:13)
◼ Bls. 15: Lýstu deilunni um drottinvaldið. Hvaða áhrif hefur hún á okkur hvert og eitt?
◼ Bls. 16-19: Hvað er ‚nýi himinninn‘ og ‚nýja jörðin‘? (2. Pét. 3:13) Hver lofar hvoru tveggja? Hvaða breytingar hafa nýi himinninn og nýja jörðin í för með sér? Fáum við að njóta góðs af þeim?
Vikan sem hefst 6. júní
◼ Bls. 20-21: Hvað sagði Jesús fylgjendum sínum á fyrstu öld að gera? (Lúk. 21:20, 21) Hvenær gátu þeir flúið? Af hverju var áríðandi að flýja án tafar? (Matt. 24:16-18, 21) Af hverju hunsar fólk oft viðvaranir? Hvernig varð það þúsundum manna í Kína og á Filippseyjum til góðs að taka mark á viðvörunum? Af hverju ríður enn meira á að fara eftir viðvörun Biblíunnar um endalok núverandi illa heims? Hvaða ábyrgð hvílir á okkur í ljósi þess á hvaða tímum við lifum? (Orðskv. 24:11, 12)
◼ Bls. 22-23: Hvers vegna tóku margir lítið mark á hamfaraviðvörunum í Ástralíu árið 1974 og í Kólumbíu árið 1985 og með hvaða afleiðingum? Hvernig heldurðu að þú hefðir brugðist við og af hverju? Hvað getur gefið vísbendingu um hvort við hefðum tekið mark á viðvörun Nóa ef við hefðum verið uppi á þeim tíma? Hvers vegna vildi fólk búa í Sódómu og nágrenni? Af hverju ættum við að hugsa alvarlega um örlög Sódómu?
Vikan sem hefst 13. júní
◼ Bls. 24-27: Notaðu námsspurningar á bls. 27.
Vikan sem hefst 20. júní
◼ Bls 28-31: Notaðu námsspurningar á bls. 31.
Við viljum halda vöku okkar og vera viðbúin. Yfirferð þessa bæklings er hjálp til þess. Verum ötul í boðunarstarfinu í samræmi við hina áríðandi hvatningu engilsins: „Óttist Guð og gefið honum dýrð, því að komin er stund dóms hans.“ — Matt. 24:42, 44; Opinb. 14:7.