Við höfum öll eitthvað til að gefa Jehóva
1 Vissirðu að allir menn hafa eitthvað til að gefa Guði? Abel færði Jehóva að fórn hluta af verðmætum fénaði sínum. Nói og Job færðu sams konar fórnir. (1. Mós. 4:4; 8:20; Job. 1:5) Að sjálfsögðu auðgaðist skaparinn ekki af þessum fórnum því að hann á alla hluti fyrir. Fórnirnar sýndu hins vegar að þessir trúu menn elskuðu Guð. Við sem lifum núna getum fært Guði „lofgjörðarfórn“ með því að gefa af tíma okkar, kröftum og fjármunum. — Hebr. 13:15.
2 Tími: Það er hrósvert þegar við tökum tíma frá því sem minna máli skiptir til að geta farið meira í boðunarstarfið. (Ef. 5:15, 16) Við gætum kannski gert einhverjar breytingar á stundarskrá okkar til þess að geta verið aðstoðarbrautryðjendur í einn eða fleiri mánuði á ári. Ef til vill gætum við verið lengur úti í boðunarstarfinu en við höfum hingað til gert. Ef við störfum hálftíma lengur í hverri viku bætast við að minnsta kosti tveir klukkutímar í mánuði.
3 Kraftar: Við þurfum að sneiða hjá afþreyingu og atvinnu sem er svo lýjandi að við höfum ekki næga orku til að prédika og gefa Jehóva okkar besta. Við þurfum líka að forðast of miklar áhyggjur því að þær geta ‚íþyngt hjartanu‘ og rænt okkur þeim kröftum sem við gætum annars notað í þjónustu Jehóva. (Orðskv. 12:25, Biblían 2007) Jafnvel þótt við höfum gilda ástæðu til að vera áhyggjufull er miklu betra að ‚varpa áhyggjum okkar á Jehóva‘. — Sálm. 55:23; Fil. 4:6, 7.
4 Fjármunir: Við getum líka gefið af fjármunum okkar til að styrkja boðunarstarfið. Páll hvatti trúbræður sína til að „leggja í sjóð“ reglulega til að eiga eitthvað til að miðla fátækum. (1. Kor. 16:1, 2) Við gætum sömuleiðis lagt fyrir og gefið til styrktar heimasöfnuðinum og alþjóðastarfinu. Jehóva kann að meta það sem við gefum af fúsu hjarta, jafnvel þótt það sé ekki mikið. — Lúk. 21:1-4.
5 Jehóva hefur verið mjög örlátur við okkur. (Jak. 1:17) Við sýnum þakklæti fyrir gjafir hans með því að gefa honum örlátlega af tíma okkar, kröftum, fjármunum og eigum. Það gleður hann mikið „því að Guð elskar glaðan gjafara“. — 2. Kor. 9:7.