Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hvernig eru ritin okkar samin og þýdd?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 23. HLUTI

      Hvernig eru ritin okkar samin og þýdd?

      Sjálfboðaliði að störfum í ritdeildinni í Bandaríkjunum.

      Ritdeildin í Bandaríkjunum

      Teymi þýðenda í Suður-Kóreu.

      Suður-Kórea

      Maður frá Armeníu heldur á bók sem hefur verið þýdd á móðurmál hans.

      Armenía

      Stelpa frá Búrúndí heldur á bók sem hefur verið þýdd á móðurmál hennar.

      Búrúndí

      Kona frá Srí Lanka heldur á blöðum sem hafa verið þýdd á móðurmál hennar.

      Srí Lanka

      Við gefum út rit á meira en 750 tungumálum til að geta sem best boðað fagnaðarerindið „sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð“. (Opinberunarbókin 14:6) Hvernig tekst okkur að gera þessu krefjandi verkefni skil? Þar koma til skjalanna alþjóðlegur hópur sem semur ritin og dugmiklir þýðendur. Allt eru þetta vottar Jehóva.

      Textinn er fyrst settur saman á ensku. Hið stjórnandi ráð hefur umsjón með starfsemi ritdeildar við aðalstöðvar safnaðarins. Hún dreifir verkefnum milli starfsmanna sem vinna við skriftir við aðalstöðvarnar og á vissum deildarskrifstofum. Að hafa höfunda af ýmsum þjóðernum auðveldar okkur að fjalla um margs konar mál frá sjónarhóli ólíkra menningarheima þannig að ritin höfði sem best til fólks víða um lönd.

      Textinn er sendur til þýðendanna. Eftir að textinn hefur verið samþykktur og búinn til prentunar er hann sendur í rafrænu formi til þýðenda um allan heim. Þeir vinna í teymum sem þýða, samlesa og próflesa textann. Þeir leggja sig fram um að finna réttu orðin til að skila merkingu enska textans sem best á viðtökumálinu. – Prédikarinn 12:10.

      Tölvur flýta vinnslunni. Tölvur koma aldrei í stað mannshugans. Þær geta hins vegar auðveldað höfundum og þýðendum starf þeirra og flýtt fyrir með því að veita aðgang að rafrænum orðabókum, gagnasöfnum og öðrum hjálpargögnum. Vottar Jehóva hafa hannað rafrænt útgáfukerfi, kallað MEPS, en það má nota til að slá inn texta á hundruðum tungumála, sameina texta og myndir og umbrjóta ritin fyrir prentun.

      Hvers vegna leggjum við svona mikið á okkur, jafnvel þegar um er að ræða tungumál sem eru aðeins töluð af nokkur þúsund manns? Vegna þess að Jehóva vill að „allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum“. – 1. Tímóteusarbréf 2:3, 4.

      • Hvernig eru ritin okkar samin?

      • Hvers vegna þýðum við ritin á hundruð tungumála?

  • Hvernig er alþjóðlegt starf okkar fjármagnað?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 24. HLUTI

      Hvernig er alþjóðlegt starf okkar fjármagnað?

      Frjáls framlög sett í bauk.
      Vottar Jehóva að boða trúna.

      Nepal

      Sjálfboðaliðar vinna að byggingu ríkissalar í Tógó.

      Tógó

      Sjálfboðaliðar á deildarskrifstofunni í Bretlandi.

      Bretland

      Söfnuður okkar gefur út á hverju ári biblíur og önnur rit í hundraða milljóna tali. Þeim er dreift endurgjaldslaust. Við byggjum ríkissali og deildarskrifstofur og viðhöldum þeim. Söfnuðurinn heldur uppi þúsundum Betelíta og trúboða og veitir neyðaraðstoð þegar náttúruhamfarir verða. Þér er kannski spurn hvernig við fjármögnum allt þetta.

      Við innheimtum hvorki félagsgjöld, greiðum tíund né stundum fjársafnanir. Þótt það kosti sitt að fjármagna boðun fagnaðarerindisins höfum við aldrei falast eftir framlögum. Í öðru tölublaði Varðturnsins seint á 19. öld stóð að við teljum Jehóva standa að baki starfi okkar og við munum „aldrei betla eða biðja menn um stuðning“ – og það höfum við aldrei gert. – Matteus 10:8.

      Starsemi okkar er fjármögnuð með frjálsum framlögum. Margir kunna vel að meta biblíufræðsluna sem við stöndum fyrir og leggja henni lið með fjárframlögum. Safnaðarmenn um allan heim gefa sjálfir fúslega af tíma sínum, kröftum og fjármunum til að gera vilja Guðs. (1. Kroníkubók 29:9) Í ríkissalnum og á mótum okkar eru baukar fyrir framlög þeirra sem vilja láta eitthvað af hendi rakna. Einnig er hægt að gefa framlög á vefsetri okkar, jw.org. Aflafé safnaðarins kemur að stærstum hluta frá fólki sem hefur ekki úr miklu að spila, ekki ósvipað og fátæka ekkjan sem Jesús hrósaði fyrir að leggja tvo smápeninga í fjárhirslu musterisins. (Lúkas 21:1-4) Allir sem vilja geta lagt eitthvað af mörkum að staðaldri eins og þeir hafa „ásett sér í hjarta sínu“. – 1. Korintubréf 16:2; 2. Korintubréf 9:7.

      Við efumst ekki um að Jehóva haldi áfram að hreyfa við hjörtum þeirra sem langar til að ,tigna hann með eigum sínum‘ með því að styðja boðunarstarfið og stuðla þar með að því að vilji hans nái fram að ganga. – Orðskviðirnir 3:9.

      • Að hvaða leyti er söfnuður Votta Jehóva ólíkur öðrum trúfélögum?

      • Hvernig eru framlögin notuð?

  • Hvers vegna byggjum við ríkissali og hvernig?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 25. HLUTI

      Hvers vegna byggjum við ríkissali og hvernig?

      Sjálfboðaliðar sem reisa ríkissali í Bólivíu.

      Bólivía

      Ríkissalur í Nígeríu áður en hann var gerður upp.
      Ríkissalur í Nígeríu eftir að hann var gerður upp.

      Nígería, fyrir og eftir

      Byggingarsvæði fyrir ríkissal á Tahítí.

      Tahítí

      Guðsríki er kjarninn í boðskap Biblíunnar og var líka kjarninn í boðun Jesú. Nafnið ríkissalur ber með sér að þetta ríki er mikið til umræðu þar. – Lúkas 8:1.

      Þeir eru miðstöðvar sannrar tilbeiðslu á svæðinu. Þeir eru notaðir til að skipuleggja boðunarstaf votta Jehóva á svæðinu sem söfnuðurinn starfar á. (Matteus 24:14) Ríkissalir eru misstórir og breytilegir að gerð en allir eru þeir látlausir og hýsa oft fleiri en einn söfnuð. Á síðustu árum höfum við byggt tugþúsundir nýrra ríkissala (að meðaltali fimm á dag) til að halda í við fjölgun safnaða og boðbera. Hvernig er þetta hægt? – Matteus 19:26.

      Þeir eru byggðir fyrir framlög sem lögð eru í sameiginlegan sjóð. Þessi framlög eru send deildarskrifstofunni þannig að söfnuðir geti fengið fjármagn til að byggja eða endurbæta ríkissal.

      Fjölbreyttur hópur ólaunaðra sjálfboðaliða reisir ríkissalina. Víða um lönd eru starfandi teymi byggingarmanna sem reisa ríkissali. Þessi teymi fara milli safnaða innanlands, jafnvel til afskekktra svæða, og stýra framkvæmdum á hverjum stað. Í öðrum löndum hafa verið skipaðar svæðisbyggingarnefndir til að hafa umsjón með byggingu og endurbótum á ríkissölum á ákveðnu svæði. Enda þótt reyndir iðnaðarmenn á svæðinu bjóði fram krafta sina þá eru boðberar í söfnuðinum á staðnum stærstur hluti vinnuaflsins. Allt er þetta gerlegt vegna anda Jehóva og vegna þess að allir leggja sig fram af heilum hug. – Sálmur 127:1; Kólossubréfið 3:23.

      • Af hverju köllum við samkomuhús okkar ríkissali?

      • Hvað gerir okkur kleift að byggja ríkissali út um allan heim?

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila