Umræðuefni úr Biblíunni
1. Andi, andatrú (spíritismi)
A. Hvað er heilagur andi?
Starfskraftur Guðs, ekki persóna. P 2:2, 3, 33; Jh 14:17
Notaður við sköpunina, innblástur Biblíunnar, o.fl. 1M 1:2; Esk 11:5
Meðlimir líkama Krists getnir og smurðir andanum. Jh 3:5-8; 2Kor 1:21, 22
Styrkir og leiðir fólk Guðs nú á tímum. Gl 5:16, 18
B. Lífskraftur kallaður andi
Forsenda lífs, viðhaldið með önduninni. Jk 2:26; Jb 27:3
Guð ræður yfir lífskraftinum. Sk 12:1; Pd 8:8, NW
Lífskraftur manna og skepna tilheyrir Guði. Pd 3:19-21
Andinn falinn Guði í von um upprisu. Lk 23:46
C. Forðast ber andatrú, verk illra anda
Orð Guðs bannar hana. Jes 8:19, 20; 3M 19:31; 20:6, 27
Spásagnir teljast til djöfladýrkunar; fordæmdar. P 16:16-18
Leiðir til tortímingar. Gl 5:19-21; Opb 21:8; 22:15
Stjörnuspeki bönnuð. 5M 18:10-12; Jer 10:2
2. Andstaða, ofsóknir
A. Hvers vegna verða kristnir menn fyrir andstöðu?
Jesús var hataður, spáði andstöðu. Jh 15:18-20; Mt 10:22
Fastheldni við réttlátar meginreglur sakfellir heiminn. 1Pt 4:1, 4, 12, 13
Satan, guð þessarar aldar, stendur gegn Guðsríki. 2Kor 4:4; 1Pt 5:8
Kristnir menn óttast ekki, Guð heldur þeim uppi. Rm 8:38, 39; Jk 4:8
B. Eiginkona á ekki að leyfa maka að loka á sambandið við Guð
Vöruð við; aðrir kunna að veita villandi upplýsingar. Mt 10:34-38; P 28:22
Verður að reiða sig á Guð og Krist. Jh 6:68; 17:3
Getur jafnvel bjargað honum með trúfesti sinni. 1Kor 7:16; 1Pt 3:1-6
Eiginmaður höfuðið, á ekki að skipa fyrir í tilbeiðslumálum. 1Kor 11:3; P 5:29
C. Eiginmaður á ekki að leyfa maka að hindra sig í að þjóna Guði
Verður að elska eiginkonu og börn, vilja að þau öðlist líf. 1Kor 7:16
Ber ábyrgð á ákvörðunum, á að sjá fjölskyldu farborða. 1Kor 11:3; 1Tm 5:8
Guð elskar þann sem stendur með sannleikanum. Jk 1:12; 5:10, 11
Tilslakanir til að halda friðinn kalla á vanþóknun Guðs. Heb 10:38
Leiðir fjölskylduna inn í gleðiríkan, nýjan heim. Opb 21:3, 4
3. Biblían
A. Orð Guðs er innblásið
Andi Guðs knúði menn til að færa það í letur. 2Pt 1:20, 21
Inniheldur spádóma. Dn 8:5, 6, 20-22; Lk 21:5, 6, 20-22; JeMen tas 45:1-4
Öll Biblían er innblásin og nytsöm. 2Tm 3:16, 17; Rm 15:4
B. Hagnýtur leiðarvísir á okkar tímum
Lífshættulegt að hunsa meginreglur Biblíunnar. Rm 1:28-32
Speki manna kemur ekki í staðinn. 1Kor 1:21, 25; 1Tm 6:20
Vörn gegn öflugasta óvininum. Ef 6:11, 12, 17
Vísar mönnum réttan veg. Sl 119:105; 2Pt 1:19; Ok 3:5, 6
C. Rituð fyrir fólk allra þjóða og kynkvísla
Ritun Biblíunnar hófst í Austurlöndum. 2M 17:14; 24:12, 16; 34:27
Er ekki aðeins fyrir Vesturlandabúa. Rm 10:11-13; Gl 3:28
Guð viðurkennir alla menn. P 10:34, 35; Rm 5:18; Opb 7:9, 10
4. Blóð
A. Blóðgjafir stríða gegn heilagleika blóðsins
Nóa sagt að blóðið væri heilagt, sjálft lífið. 1M 9:4, 16
Lagasáttmálinn bannaði neyslu blóðs. 3M 17:14; 7:26, 27
Bannið ítrekað við kristna menn. P 15:28, 29; 21:25
B. Ekki réttlætanlegt að bjarga lífi með því að brjóta lög Guðs
Hlýðni er betri en fórn. 1S 15:22; Mk 12:33
Dauðasök að taka eigið líf fram yfir lög Guðs. Mk 8:35, 36
5. Boðunarstarf
A. Allir kristnir menn verða að boða fagnaðarerindið
Verða að viðurkenna Jesú fyrir öðrum til að vera velþóknanlegir. Mt 10:32
Þurfa að vera gerendur orðsins, sýna trú. Jk 1:22-24; 2:24
Nýir eiga einnig að gerast kennarar. Mt 28:19, 20
Að boða trúna meðal almennings hefur hjálpræði í för með sér. Rm 10:10
B. Þurfa stöðugt að boða orðið, fara aftur og aftur
Vara þarf við endalokunum. Mt 24:14
Jeremía boðaði endalok Jerúsalem um árabil. Jer 25:3
Geta ekki hætt frekar en hinir frumkristnu. P 4:18-20; 5:28, 29
C. Verða að boða sannleikann til að firra sig blóðskuld
Verða að vara við yfirvofandi endalokum. Esk 33:7; Mt 24:14
Kalla annars yfir sig blóðskuld. Esk 33:8, 9; 3:18, 19
Páll hreinn af blóði allra; talaði sannleikann. P 20:26, 27, Bi. 1912; 1Kor 9:16
Bjargar bæði vottinum og áheyrandanum. 1Tm 4:16; 1Kor 9:22
6. Bæn
A. Bænir sem Guð heyrir
Guð hlustar á bænir manna. Sl 145:18; 1Pt 3:12
Heyrir ekki bænir ranglátra nema þeir breyti um stefnu. Jes 1:15-17
Verðum að biðja í Jesú nafni. Jh 14:13, 14; 2Kor 1:20
Verðum að biðja í samræmi við vilja Guðs. 1Jh 5:14, 15
Trú er nauðsynleg. Jk 1:6-8
B. Innantómar þulur, maríubænir eða dýrlingabænir eru ekki gildar
Verðum að biðja til Guðs í Jesú nafni. Jh 14:6, 14; 16:23, 24
Guð hlustar ekki á bænaþulur. Mt 6:7
7. Dauðinn
A. Orsök dauðans
Maðurinn átti fullkomna byrjun, von um endalaust líf. 1M 1:28, 31
Óhlýðni kallaði á dauðadóm. 1M 2:16, 17; 3:17, 19
Allir afkomendur Adams hafa fengið synd og dauða í vöggugjöf. Rm 5:12
B. Ástand hinna dánu
Adam fékk ekki sál heldur varð sál. 1M 2:7; 1Kor 15:45
Maðurinn, það er sálin, deyr. Esk 18:4; Jes 53:12; Jb 11:20
Hinir dánu meðvitundarlausir, vita ekkert. Pd 9:5, 10; Sl 146:3, 4
Sofa dauðasvefni og bíða upprisu. Jh 11:11-14, 23-26; P 7:60
C. Ekki mögulegt að tala við hina dánu
Hinir dánu eru ekki andar hjá Guði. Sl 115:17; Jes 38:18
Varað við að reyna að tala við hina dánu. Jes 8:19; 3M 19:31
Miðlar og spásagnamenn fordæmdir. 5M 18:10-12; Gl 5:19-21
8. Djöfullinn, illir andar
A. Djöfullinn er andavera
Ekki hið illa í mönnum heldur andavera. 2Tm 2:26
Djöfullinn er persóna ekki síður en englarnir. Mt 4:1, 11; Jb 1:6
Varð djöfull vegna rangra langana. Jk 1:13-15
B. Djöfullinn er ósýnilegur stjórnandi heimsins
Hann er guð þessa heims og stjórnar honum. 2Kor 4:4; 1Jh 5:19; Opb 12:9
Fær að standa uns deilumálið útkljáð. 2M 9:16; Jh 12:31
Verður varpað í undirdjúpið, síðan tortímt. Opb 20:2, 3, 10
C. Illu andarnir eru uppreisnarenglar
Gengu í lið með Satan fyrir flóðið. 1M 6:1, 2; 1Pt 3:19, 20
Niðurlægðir, haldið óupplýstum. 2Pt 2:4; Jd 6
Berjast gegn Guði, þjá mannkynið. Lk 8:27-29; Opb 16:13, 14
Verður tortímt ásamt Satan. Mt 25:41; Lk 8:31; Opb 20:2, 3, 10
9. Endurkoma Krists
A. Endurkoman ósýnileg mönnum
Sagði lærisveinunum að heimurinn sæi hann ekki framar. Jh 14:19
Aðeins lærisveinarnir sáu uppstigninguna; endurkoman svipuð. P 1:6, 10, 11
Ósýnilegur andi á himni. 1Tm 6:14-16; Heb 1:3
Snýr aftur sem konungur Guðsríkis. Dn 7:13, 14
B. Þekkist á áþreifanlegum staðreyndum
Lærisveinarnir báðu um nærverutákn. Matt. 24.3, NW
Kristnir menn „sjá“ nærveru hans með skilningsaugum. Ef 1:18
Fjölmargir atburðir sanna nærveruna. Lk 21:10, 11
Óvinir „sjá“ eyðinguna koma yfir sig. Opb 1:7
10. Falsspámenn
A. Falsspámönnum var spáð; voru til á postulatímanum
Regla til að bera kennsl á falsspámenn. 5M 18:20-22; Lk 6:26
Sagðir fyrir; þekkjast af ávöxtunum. Mt 24:23-26; 7:15-23
11. Forfeðradýrkun
A. Forfeðradýrkun er fánýt
Forfeður eru dánir, meðvitundarlausir. Pd 9:5, 10
Fyrstu forfeðurnir verðskulda ekki tilbeiðslu. Rm 5:12, 14; 1Tm 2:14
Guð bannar slíka tilbeiðslu. 2M 34:14; Mt 4:10
B. Menn má heiðra en Guð einan má tilbiðja
Hinir yngri eiga að virða hina eldri. 1Tm 5:1, 2, 17; Ef 6:1-3
En aðeins Guð einan má tilbiðja. P 10:25, 26; Opb 22:8, 9
12. Forlög
A. Manninum eru ekki ákveðin forlög
Fyrirætlun Guðs er örugg. Jes 55:11; 1M 1:28
Fólk getur valið að þjóna Guði. Jh 3:16; Fl 2:12
13. Guðsríki
A. Hvað gerir Guðsríki fyrir mannkynið?
Lætur vilja Guðs ná fram að ganga. Mt 6:9, 10; Sl 45:7; Opb 4:11
Stjórn með konung og lög. Jes 9:6, 7; 2:3; Sl 72:1, 8
Eyðir illskunni, ríkir yfir allri jörðinni. Dn 2:44; Sl 72:8
1000 ára stjórn til að endurreisa mannkyn, paradís. Opb 21:2-4; 20:6
B. Tekur til starfa meðan óvinir Krists eru enn við lýði
Eftir upprisu Krists tók við löng bið. Sl 110:1; Heb 10:12, 13
Kristur settur til valda, heyr stríð gegn Satan. Sl 110:2; Opb 12:7-9; Lk 10:18
Guðsríki stofnsett þá, hörmungar á jörð í kjölfarið. Opb 12:10, 12
Tímabært að standa með Guðsríki í ljósi erfiðleika nútímans. Opb 11:15-18
C. Kemur ekki fyrir tilverknað manna, er ekki,innra með þeim‘
Guðsríki er á himni, ekki á jörð. 2Tm 4:18; 1Kor 15:50; Sl 11:4
Ekki „innra“ með mönnum; Jesús ávarpaði faríseana. Lk 17:20, 21, neðanm.
Ekki af þessum heimi. Jh 18:36; Lk 4:5-8; Dn 2:44
Leysir stjórnir og staðla heimsins af hólmi. Dn 2:44
14. Harmagedón
A. Stríð Guðs til að binda enda á illskuna
Þjóðunum safnað saman til Harmagedón. Opb 16:14, 16
Guð berst, notar son sinn og englana. 2Þ 1:6-9; Opb 19:11-16
Þannig má lifa af. Sf 2:2, 3; Opb 7:14
B. Stríðir ekki gegn kærleika Guðs
Heimurinn gerspilltur. 2Tm 3:1-5
Guð er þolinmóður en réttlætið krefst aðgerða. 2Pt 3:9, 15; Lk 18:7, 8
Óguðlegir verða að víkja til að réttlátir dafni. Ok 21:18; Opb 11:18
15. Hátíðisdagar, afmæli
A. Frumkristnir menn héldu hvorki upp á afmæli né jól
Aðrir en sannir guðsdýrkendur héldu afmæli. 1M 40:20; Mt 14:6
Minnast skal dauðadags Jesú. Lk 22:19, 20; 1Kor 11:25, 26
Svallveislur óviðeigandi fyrir kristna menn. Rm 13:13; Gl 5:21; 1Pt 4:3
16. Hel (dánarheimar)
A. Ekki bókstaflegur, brennandi kvalastaður
Hinn þjáði Job bað um að fara þangað. Jb 14:13
Staður athafnaleysis. Sl 6:6; Pd 9:10; Jes 38:18, 19
Jesús var reistur upp frá gröfinni, hel. P 2:27, 31, 32; Sl 16:10
Hel skilar hinum dánu og verður eytt. Opb 20:13, 14
B. Eldur er tákn gereyðingar
Tortíming táknuð með eldi. Mt 25:41, 46; 13:30
Iðrunarlausum, illum mönnum tortímt að eilífu eins og í eldi. Heb 10:26, 27
Brennandi,kvöl‘ Satans er eilífur dauði. Opb 20:10, 14, 15
C. Sagan um ríka manninn og Lasarus sannar ekki eilífar kvalir
Eldurinn ekki bókstaflegur frekar en faðmur Abrahams. Lk 16:22-24
Myrkur notað sem andstæða við velþóknun Guðs. Mt 8:11, 12
Tortímingu Babýlonar líkt við brennandi kvöl. Opb 18:8-10, 21
17. Himinninn
A. Aðeins 144.000 fara til himna
Takmarkaður fjöldi; verða konungar með Kristi. Opb 5:9, 10; 20:4
Jesús fyrirrennarinn; aðrir valdir síðan. Kól 1:18; 1Pt 2:21
Margir aðrir fá líf á jörð. Sl 72:8; Opb 21:3, 4
144.000 fá sérstaka stöðu sem engir aðrir hafa. Opb 14:1, 3; 7:4, 9
18. Hjálpræði
A. Guð veitir hjálpræði vegna lausnarfórnar Jesú
Lífið er gjöf Guðs fyrir milligöngu sonarins. 1Jh 4:9, 14; Rm 6:23
Hjálpræði aðeins mögulegt vegna lausnarfórnar Jesú. P 4:12
„Iðrun á dánarbeði“ gefur ekki færi á verkum. Jk 2:14, 26
Verðum að vinna kappsamlega til að öðlast það. Lk 13:23, 24; 1Tm 4:10
B. „Einu sinni hólpinn, alltaf hólpinn“ er ekki biblíuleg kenning
Þeir sem fá hlutdeild í heilögum anda geta fallið frá. Heb 6:4, 6; 1Kor 9:27
Margir Ísraelsmenn týndu lífi þrátt fyrir frelsun úr Egyptalandi. Jd 5
Hjálpræði veitist ekki tafarlaust. Fl 2:12; 3:12-14; Mt 10:22
Þeir sem hverfa frá eru verr settir en áður. 2Pt 2:20, 21
C. Biblían kennir ekki að allir hljóti hjálpræði
Ó gerlegt fyrir suma að iðrast. Heb 6:4-6
Guð hefur enga ánægju af dauða óguðlegra. Esk 33:11; 18:32
En kærleikur lætur ekki ranglæti viðgangast. Heb 1:9
Óguðlegum verður tortímt. Heb 10:26-29; Opb 20:7-15
19. Hjónaband
A. Hjónaband verður að vera heiðvirt
Líkt við Krist og brúði hans. Ef 5:22, 23
Hjónasængin skal vera óflekkuð. Heb 13:4
Hjónum ráðið frá því að skilja. 1Kor 7:10-16
Porneia er eina biblíulega skilnaðarástæðan. Mt 19:9
B. Kristnir menn verða að virða frumregluna um forystu
Eiginmaður er höfuðið, þarf að elska og annast fjölskylduna. Ef 5:23-31
Eiginkona undirgefin, elskar og hlýðir eiginmanni. 1Pt 3:1-7; Ef 5:22
Börn verða að hlýða. Ef 6:1-3; Kól 3:20
C. Ábyrgð kristinna foreldra gagnvart börnum
Verða að elska þau, gefa af tíma sínum og athygli. Tt 2:4
Mega ekki skaprauna þeim. Kól 3:21
Sjá fyrir þeim, líka andlega. 2Kor 12:14; 1Tm 5:8
Búa þau undir lífið. Ef 6:4; Ok 22:6, 15; 23:13, 14
D. Kristnir menn eiga aðeins að giftast trúsystkinum
Giftast,aðeins í Drottni.‘ 1Kor 7:39; 5M 7:3, 4; Neh 13:26
E. Fjölkvæni er óbiblíulegt
Upphaflega átti maðurinn að eiga aðeins eina konu. 1M 2:18, 22-25
Jesús endurvakti þessa viðmiðun fyrir kristna menn. 19:3-9
Frumkristnir menn stunduðu ekki fjölkvæni. 1Kor 7:2, 12-16; Ef 5:28-31
20. Hvíldardagurinn
A. Hvíldardagurinn ekki bindandi fyrir kristna menn
Dauði Jesú afmáði lögmálið. Ef 2:15
Hvíldardagurinn ekki bindandi fyrir kristna menn. Kól 2:16, 17; Rm 14:5, 10
Áminntir fyrir að halda hvíldardag o.fl. Gl 4:9-11; Rm 10:2-4
Ganga inn til hvíldar Guðs vegna trúar og hlýðni. Heb 4:9-11
B. Aðeins Ísraelsmenn til forna áttu að halda hvíldardag
Hvíldardagurinn fyrst haldinn eftir burtförina. 2M 16:26, 27, 29, 30
Var eingöngu tákn fyrir Ísrael að holdinu. 2M 31:16, 17; Sl 147:19, 20
Lögmálið gerði einnig kröfu um hvíldarár. 2M 23:10, 11; 3M 25:3, 4
Hvíldardagurinn ekki nauðsynlegur fyrir kristna menn. Rm 14:5, 10; Gl 4:9-11
C. Hvíldardagur Guðs (7. dagur sköpunarvikunnar)
Hófst þegar hinni jarðnesku sköpun lauk. 1M 2:2, 3; Heb 4:3-5
Náði fram yfir jarðvistardaga Jesú. Heb 4:6-8; Sl 95:7-9, 11
Kristnir menn hvílast frá verkum í eigin þágu. Heb 4:9, 10
Endar þegar starfi Guðsríkis gagnvart jörðinni lýkur. 1Kor 15:24, 28
21. Illska, erfiðleikar heimsins
A. Hver ber sök á erfiðleikum heimsins?
Stjórnarfar óguðlegra orsök erfiðleika nútímans. Ok 29:2; 28:28
Stjórnandi heimsins er óvinur Guðs. 2Kor 4:4; 1Jh 5:19; Jh 12:31
Djöfullinn veldur ógæfunni, tíminn stuttur. Opb 12:9, 12
Djöfullinn verður bundinn, dýrlegur friður fylgir. Opb 20:1-3; 21:3, 4
B. Af hverju er illskan leyfð?
Djöfullinn véfengdi hollustu sköpunarvera Guðs. Jb 1:11, 12
Trúföstum veitt tækifæri til að sanna hollustu sína. Rm 9:17; Ok 27:11
Sannað að djöfullinn er lygari, deilumálið verður útkljáð. Jh 12:31
Trúföstum umbunað með eilífu lífi. Rm 2:6, 7; Opb 21:3-5
C. Hinn langi endalokatími er miskunnarráðstöfun
Tekur tíma að vara við, líkt og á dögum Nóa. Mt 24:14, 37-39
Guð ekki seinn á sér heldur miskunnsamur. 2Pt 3:9; Jes 30:18
Endirinn kemur ekki á óvart ef við tökum mið af Biblíunni. Lk 21:36; 1Þ 5:4
Notum ráðstafanir Guðs til að bjargast. Jes 2:2-4; Sf 2:3
D. Lausnin á erfiðleikum heimsins ekki frá mönnum
Mennirnir óttaslegnir og ráðþrota. Lk 21:10, 11; 2Tm 3:1-5
Guðsríki leysir vandann, ekki menn. Dn 2:44; Mt 6:10
Friðmælstu við konunginn núna til að lifa af. Sl 2:9, 11, 12
22. Jehóva, Guð
A. Nafn Guðs
„Guð“ er samnafn; Drottinn á sér einkanafn. 1Kor 8:5, 6
Við biðjum um að nafn hans helgist. Mt 6:9, 10
Guð heitir Jehóva (stundum stafað Jahve). 1M 2:5; 2M 3:15; 6:3; 17:15; Sl 104:35
Jesús kunngerði nafnið. Jh 17:6, 26; 5:43; 12:12, 13, 28
B. Tilvist Guðs
Ómögulegt að sjá Guð og halda lífi. 2M 33:20; Jh 1:18; 1Jh 4:12
Það þarf ekki að sjá Guð til að trúa. Heb 11:1; Rm 8:24, 25; 10:17
Guð þekkist af sýnilegum verkum sínum. Rm 1:20; Sl 19:2, 3
Uppfylling spádóma sannar að Guð er til. Jes 46:8-11
C. Eiginleikar Guðs
Guð er kærleikur. 1Jh 4:8, 16; 2M 34:6; 2Kor 13:11; Mík 7:18
Afburðavitur. Jb 12:13; Rm 11:33; 1Kor 2:7
Réttlátur og réttvís. 5M 32:4; Sl 37:28
Almáttugur og alvaldur. Jb 37:23; Opb 7:12; 4:11
D. Það þjóna ekki allir sama Guði
Vegur getur virst greiðfær en endað í vegleysu. Ok 16:25; Mt 7:21
Tveir vegir, aðeins annar liggur til lífsins. Mt 7:13, 14; 5M 30:19
Margir guðir en aðeins einn sannur Guð. 1Kor 8:5, 6; Sl 82:1
Lífsnauðsynlegt að þekkja hinn sanna Guð. Jh 17:3; 1Jh 5:20
23. Jesús
A. Jesús er sonur Guðs og skipaður konungur
Frumburður Guðs, tók þátt í sköpun alls annars. Opb 3:14; Kól 1:15-17
Varð maður af konu fæddur, englunum lægri. Gl 4:4; Heb 2:9
Fæddur af anda Guðs, með hlutskipti á himni. Mt 3:16, 17
Hafinn til meiri vegsemdar en í fortilveru sinni. Fl 2:9, 10
B. Trú á Jesú Krist er forsenda hjálpræðis
Kristur er hið fyrirheitna afkvæmi Abrahams. 1M 22:18; Gl 3:16
Jesús einn er æðstiprestur, lausnarfórn. 1Jh 2:1, 2; Heb 7:25, 26; Mt 20:28
Þekking á Guði og Kristi samfara hlýðni veitir líf. Jh 17:3; P 4:12
C. Meira þarf til en að trúa á Jesú
Verk þurfa að fylgja trúnni. Jk 2:17-26; 1:22-25
Hlýða fyrirmælum, vinna eins verk og hann. Jh 14:12, 15; 1Jh 2:3
Ekki fá allir sem segja „herra, herra“ inngöngu í Guðsríki. Mt 7:21-23
24. Jörðin
A. Tilgangur Guðs með jörðina
Paradís gerð á jörð fyrir fullkomna menn. 1M 1:28; 2:8-15
Tilgangur Guðs er áreiðanlegur. Jes 55:11; 46:10, 11
Jörðin verður fyllt friðsömu, fullkomnu mannkyni. Sl 72:7; Jes 45:18; 9:6, 7
Guðsríki endurreisir paradís. Mt 6:9, 10; Opb 21:3-5
B. Verður aldrei eyðilögð eða mannlaus
Hin bókstaflega jörð stendur að eilífu. Pd 1:4; Sl 104:5
Mannkyninu á tímum Nóa eytt, ekki jörðinni. 2Pt 3:5-7; 1M 7:23
Fyrirmynd um björgun núna. Mt 24:37-39
Óguðlegum tortímt; „mikill múgur“ lifir af. 2Þ 1:6-9; Opb 7:9, 14
25. Kirkja, söfnuður
A. Kirkjan andleg, byggð á Kristi
Guð býr ekki í musterum manna. P 17:24, 25; 7:48
Hin sanna kirkja er andlegt musteri úr lifandi steinum. 1Pt 2:5, 6
Kristur hyrningarsteinn; postularnir viðbótarundirstaða. Ef 2:20
Guð ber að tilbiðja í anda og sannleika. Jh 4:24
B. Kirkjan er ekki byggð á Pétri
Jesús sagði ekki að kirkjan væri byggð á Pétri. Mt 16:18, Bi. 1912
Jesús er „kletturinn.“ 1Kor 10:4
Pétur sagði að Jesús væri undirstaðan. 1Pt 2:4, 6-8; P 4:8-12
26. Kross
A. Jesús hengdur á aftökustaur sem bölvun
Jesús var hengdur á aftökustaur eða tré. P 5:30; 10:39; Gl 3:13
Kristnir menn þurfa að bera kvalastaur sinn. Mt 10:38; Lk 9:23
B. Má ekki dýrka
Smánarlegt að hafa staur Jesú til sýnis. Heb 6:6; Mt 27:41, 42
Skurðgoðadýrkun að nota kross til tilbeiðslu. 2M 20:4, 5; Jer 10:3-5
Jesús er andi, ekki lengur á staurnum. 1Tm 3:16; 1Pt 3:18
27. Lausnargjaldið
A. Mannslíf Jesú greitt til „lausnargjalds fyrir alla“
Jesús gaf líf sitt til lausnargjalds. Mt 20:28
Úthellt blóð hans veitir syndafyrirgefningu. Heb 9:14, 22
Ein fórn dugir í eitt skipti fyrir öll. Rm 6:10; Heb 9:26
Njótum ekki sjálfkrafa góðs af; verðum að viðurkenna fórnina. Jh 3:16
B. Var samsvarandi lausnargjald
Adam skapaður fullkominn. 5M 32:4; Pd 7:29; 1M 1:31
Glataði fullkomleika sínum og barna sinna með syndinni. Rm 5:12, 18
Börnin bjargarlaus; jafnoka Adams þurfti til. Sl 49:8; 5M 19:21
Fullkomið mannslíf Jesú var lausnargjaldið. 1Tm 2:5, 6; 1Pt 1:18, 19
28. Lífið
A. Hlýðnum mönnum er heitið eilífu lífi
Guð, sá er ekki lýgur, heitir lífi. Tt 1:2; Jh 10:27, 28
Þeim sem iðka trú er heitið eilífu lífi. Jh 11:25, 26
Dauðinn verður að engu gerður. 1Kor 15:26; Opb 21:4; 20:14; Jes 25:8
B. Aðeins þeir sem eru í Kristi fá líf á himni
Guð velur þá sem hann vill. Mt 20:23; 1Kor 12:18
Aðeins 144.000 teknir frá jörðinni. Opb 14:1, 4; 7:2-4; 5:9, 10
Meira að segja verður Jóhannes skírari ekki í himnaríki. Mt 11:11
C. Ótakmörkuðum fjölda,annarra sauða‘ heitið eilífu lífi
Takmarkaður fjöldi með Jesú á himni. Opb 14:1, 4; 7:2-4
Aðrir sauðir‘ eru ekki bræður Krists. Jh 10:16; Mt 25:32, 40
Mörgum safnað núna til að lifa af endalokin. Opb 7:9, 15-17
Aðrir fá upprisu til lífs á jörð. Opb 20:12; 21:4
29. Líkneski
A. Notkun líkneskja og styttna við tilbeiðslu smánar Guð
Ómögulegt að gera líkneski af Guði. 1Jh 4:12; Jes 40:18; 46:5; P 17:29
Kristnir menn varaðir við líkneskjum. 1Kor 10:14; 1Jh 5:21
Guð á að tilbiðja í anda og sannleika. Jh 4:24
B. Dýrkun líkneskja var Ísraelsþjóðinni dýrkeypt
Gyðingum bannað að dýrka líkneski. 2M 20:4, 5
Geta hvorki heyrt né talað; smiðirnir verða eins og þau eru. Sl 115:4-8
Urðu snara, kölluðu yfir menn tortímingu. Sl 106:36, 40-42; Jer 22:8, 9
C. Óbein tilbeiðsla óleyfileg
Guð leyfði ekki óbeina tilbeiðslu á sér. Jes 42:8
Guð einn „heyrir bænir.“ Sl 65:2, 3
30. Lækning, tungutal
A. Andleg lækning hefur varanleg áhrif
Andlegur sjúkleiki er stórskaðlegur. Jes 1:4-6; 6:10; Hs 4:6
Meginverkefnið að veita andlega lækningu. Jh 6:63; Lk 4:18
Fjarlægir synd; veitir hamingju, líf. Jk 5:19, 20; Opb 7:14-17
B. Guðsríki veitir varanlega lækningu
Jesús læknaði sjúka, boðaði blessun Guðsríkis. Mt 4:23
Heitið að Guðsríki veiti varanlega lækningu. Mt 6:10; Jes 9:7
Dauðinn verður jafnvel afmáður. 1Kor 15:25, 26; Opb 21:4; 20:14
C. Trúarlækningar nútímans hafa ekki velþóknun Guðs
Lærisveinar læknuðu ekki sjálfa sig með kraftaverki. 2Kor 12:7-9; 1Tm 5:23
Náðargáfur liðu undir lok eftir dauða postulanna. 1Kor 13:8-11
Lækning ekki örugg sönnun um velþóknun Guðs. Mt 7:22, 23; 2Þ 2:9-11
D. Tungutal aðeins tímabundin ráðstöfun
Var tákn; sækjast átti eftir meiri náðargáfum. 1Kor 14:22; 12:30, 31
Náðargáfur andans myndu líða undir lok. 1Kor 13:8-10
Kraftaverk ekki örugg vísbending um velþóknun Guðs. Mt 7:22, 23; 24:24
31. Maríudýrkun
A. María er móðir Jesú, ekki „guðsmóðir“
Guð er án upphafs. Sl 90:2; 1Tm 1:17
María var móðir sonar Guðs þegar hann var á jörð. Lk 1:35
B. María ekki „eilíf mey“
Hún giftist Jósef. Mt 1:19, 20, 24, 25
Átti önnur börn auk Jesú. Mt 13:55, 56; Lk 8:19-21
Þau voru ekki „andlegir bræður“ hans þá. Jh 7:3, 5
32. Minningarhátíð, altarisganga
A. Minningarhátíð um kvöldmáltíð Drottins
Haldin einu sinni á ári, páskakvöldið. Lk 22:1, 17-20; 2M 12:14
Til minningar um fórnardauða Krists. 1Kor 11:26; Mt 26:28
Þeir sem hafa himneska von neyta af brauði og víni. Lk 22:29, 30; 12:32, 37
Hvernig vita menn að þeir hafa þessa von? Rm 8:15-17
B. Altarisgangan er óbiblíuleg
Syndafyrirgefning fæst ekki án úthellingar blóðs. Heb 9:22
Kristur er eini meðalgangari nýja sáttmálans. 1Tm 2:5, 6; Jh 14:6
Kristur á himni; prestur getur ekki kallað hann niður. P 3:20, 21
Óþarfi að endurtaka fórn Krists. Heb 9:24-26; 10:11-14
33. Samtrúariðkanir
A. Andstætt vegi Guðs að ganga til liðs við önnur trúarbrögð
Aðeins einn mjór vegur og fáir finna hann. Ef 4:4-6; Mt 7:13, 14
Varað við spillingaráhrifum falskenninga. Mt 16:6, 12; Gl 5:9
Skipað að halda sér aðgreindum. 2Tm 3:5; 2Kor 6:14-17; Opb 18:4
B. Ekki satt að það sé „eitthvað gott í öllum trúarbrögðum“
Sumir eru kappsfullir en ekki eftir vilja Guðs. Rm 10:2, 3
Illskan spillir því sem kann að vera gott. 1Kor 5:6; Mt 7:15-17
Falskennarar leiða menn í glötun. 2Pt 2:1; Mt 12:30; 15:14
Hrein tilbeiðsla útheimtir óskipta hollustu. 5M 6:5, 14, 15
34. Sálin
A. Hvað er sálin?
Maðurinn er sál. 1M 2:7; 1Kor 15:45; Js 11:11; P 27:37, NW
Dýr eru líka kölluð sálir. 4M 31:28; Opb 16:3; 3M 24:18, NW
Sálin hefur blóð, borðar, getur dáið. Jer 2:34, NW; 3M 7:18, NW; Esk 18:4
Lifandi maður er sagður hafa sál. Mk 8:36; Jh 10:15, NW
B. Munur á sál og anda
Sálin er líf manns eða skepnu. Jh 10:15, NW; 3M 17:11, NW
Lífskraftur sálar kallast „andi.“ Sl 146:4; 104:29
Lífskrafturinn hverfur aftur til Guðs þegar maður deyr. Pd 12:7
Aðeins Guð getur veitt lífskraftinn. Esk 37:12-14
35. Síðustu dagar
A. Hvað er átt við með „heimsendi“?
Endir þessa heimskerfis. Mt 24:3; 2Pt 3:5-7; Mk 13:4
Ekki endalok jarðar heldur hins illa kerfis. 1Jh 2:17
Endalokatími undanfari eyðingar. Mt 24:14
Undankomuleið fyrir réttláta; nýr heimur í kjölfarið. 2Pt 2:9; Opb 7:14-17
B. Nauðsynlegt að vera vakandi fyrir táknum síðustu daga
Guð lætur í té tákn okkur til leiðsagnar. 2Tm 3:1-5; 1Þ 5:1-4
Heimurinn uggir ekki að sér. 2Pt 3:3, 4, 7; Mt 24:39
Guð er ekki seinn á sér heldur varar við. 2Pt 3:9
Umbun fyrir árvekni. Lk 21:34-36
36. Skírn
A. Kristnum mönnum ber að skírast
Jesús gaf fordæmið. Mt 3:13-15; Heb 10:7
Tákn um sjálfsafneitun eða vígslu. Mt 16:24; 1Pt 3:21
Aðeins fyrir þá sem hafa aldur til að hljóta kennslu. Mt 28:19, 20; P 2:41
Niðurdýfing í vatn rétta aðferðin. P 8:38, 39; Jh 3:23
B. Þvær ekki burt syndir
Jesús lét ekki skírast til að þvo burt syndir. 1Pt 2:22; 3:18
Blóð Jesú þvær burt syndir. 1Jh 1:7
37. Sköpun
A. Samræmist sönnum vísindum; afsannar þróun
Vísindin staðfesta sköpunarröðina. 1M 1:11, 12, 21, 24, 25
Lög Guðs um,tegundir‘ á rökum reist. 1M 1:11, 12; Jk 3:12
B. Hver sköpunardagur ekki sólarhringur að lengd
,Dagur‘ getur merkt tímabil. 1M 2:4, NW
Einn dagur hjá Guði getur verið langur tími. Sl 90:4; 2Pt 3:8
38. Synd
A. Hvað er synd?
Brot á lögum Guðs, fullkomnum mælikvarða hans. 1Jh 3:4; 5:17
Maðurinn skapaður af Guði, þarf að standa honum reikning. Rm 14:12; 2:12-15
Lögmálið skilgreindi synd, gerði menn meðvitaða um hana. Gl 3:19; Rm 3:20
Allir syndugir, ná ekki fullkomnum mælikvarða Guðs. Rm 3:23; Sl 51:7
B. Allir hafa þjáðst vegna syndar Adams
Adam gaf öllum ófullkomleika og dauða í arf. Rm 5:12, 18
Guð hefur umborið synd mannkyns af miskunn sinni. Sl 103:8, 10, 14, 17
Fórn Jesú friðþægir fyrir syndir. 1Jh 2:2
Syndin og öll önnur verk djöfulsins verða afmáð. 1Jh 3:8
C. Forboðni ávöxturinn var óhlýðni, ekki kynmök
Bann við að taka af trénu sett fyrir sköpun Evu. 1M 2:17, 18
Adam og Evu sagt að eignast börn. 1M 1:28
Börn blessun Guðs, ekki afleiðing syndar. Sl 127:3-5
Eva syndgaði þegar Adam var fjarri; hljóp á undan. 1M 3:6, NW; 1Tm 2:11-14
Adam, höfuð fjölskyldunnar, gerði uppreisn gegn lögum Guðs. Rm 5:12, 19
D. Synd gegn heilögum anda (Mt 12:32; Mk 3:28, 29)
Ekki erfðasyndin. Rm 5:8, 12, 18; 1Jh 5:17
Getum hryggt andann en bætt ráð okkar. Ef 4:30; Jk 5:19, 20
Vísvitandi ástundun syndar hefur dauða í för með sér. 1Jh 3:6-9, NW
Guð dæmir slíka, tekur anda sinn frá þeim. Heb 6:4-8
Við ættum ekki að biðja fyrir iðrunarlausum. 1Jh 5:16, 17
39. Tímatal
A. Heiðingjatímarnir enduðu árið 1914
Konungaröðin rofnaði árið 607 f.o.t. Esk 21:25-27
„Sjö tíðir“ skyldu líða uns stjórnin yrði endurreist. Dn 4:32, 16, 17
Sjö = 2 × 3 1/2 tíð eða 2 × 1260 dagar. Opb 12:6, 14, Biblían 1912; Opb 11:2, 3
Eitt ár fyrir hvern dag. [Gera 2520 ár.] Esk 4:6; 4M 14:34
Skyldu ná fram til stofnsetningar Guðsríkis. Lk 21:24; Dn 7:13, 14
40. Trúarbrögð
A. Aðeins ein sönn trú
Ein von, ein trú, ein skírn. Ef 4:5, 13
Falið að gera menn að lærisveinum. Mt 28:19; P 8:12; 14:21
Þekkist af ávöxtunum. Mt 7:19, 20; Lk 6:43, 44; Jh 15:8
Innbyrðis kærleikur og samhugur. Jh 13:35; 1Kor 1:10; 1Jh 4:20
B. Rétt að fordæma falskenningar
Jesús fordæmdi falskenningar. Mt 23:15, 23, 24; 15:4-9
Gerði það til að vernda blindaða. Mt 15:14
Sannleikurinn gerði þá frjálsa til að vera lærisveinar Jesú. Jh 8:31, 32
C. Nauðsynlegt að skipta um trú sé trú manns röng
Sannleikurinn frelsar; sannar að margir hafa rangt fyrir sér. Jh 8:31, 32
Ísraelsmenn og aðrir hættu fyrri tilbeiðslu. Js 24:15; 2Kon 5:17
Frumkristnir menn breyttu skoðunum sínum. Gl 1:13, 14; P 3:17, 19
Páll skipti um trú. P 26:4-6
Allur heimur blekktur; verðum að endurnýja hugarfarið. Opb 12:9; Rm 12:2
D. Hið „góða“ í öllum trúarbrögðum tryggir ekki velþóknun Guðs
Guð ákveður hvað er rétt tilbeiðsla. Jh 4:23, 24; Jk 1:27
Slæmt ef tilbeiðslan stríðir gegn vilja Guðs. Rm 10:2, 3
Hægt er að hafna „góðum verkum.“ Mt 7:21-23
Þekkist af ávöxtunum. Mt 7:20
41. Upprisan
A. Von fyrir látna
Allir í gröfunum verða reistir upp. Jh 5:28, 29
Upprisa Jesú er trygging fyrir því. 1Kor 15:20-22; P 17:31
Þeir sem syndga gegn andanum rísa ekki upp. Mt 12:31, 32
Þeim sem sýna trú er lofað upprisu. Jh 11:25
B. Upprisa ýmist til lífs á himni eða jörð
Allir deyja fyrir sambandið við Adam; öðlast líf í Jesú. 1Kor 15:20-22; Rm 5:19
Eðli upprisinna ólíkt. 1Kor 15:40, 42, 44
Þeir sem verða hjá Jesú verða eins og hann. 1Kor 15:49; Fl 3:20, 21
Þeir sem stjórna ekki verða á jörð. Opb 20:4b, 5, 13; 21:3, 4
42. Vottar Jehóva
A. Uppruni votta Jehóva
Jehóva bendir á votta sína. Jes 43:10-12; Jer 15:16
Abel var fyrstur í röð trúfastra votta. Heb 11:4, 39; 12:1
Jesús var votturinn trúi og sanni. Jh 18:37; Opb 1:5; 3:14
43. Þjónn orðsins
A. Allir kristnir menn verða að vera þjónar orðsins
Jesús var þjónn orðsins. Rm 15:8, 9; Mt 20:28
Kristnir menn fylgja fordæmi hans. 1Pt 2:21; 1Kor 11:1
Ber skylda til að prédika. 2Tm 4:2, 5; 1Kor 9:16
B. Hæfniskröfur til þjóna orðsins
Verða að hafa anda Guðs og þekkingu á orði hans. 2Tm 2:15; Jes 61:1-3
Nota boðunaraðferðir Krists. 1Pt 2:21; 2Tm 4:2, 5
Guð veitir þjálfun fyrir atbeina anda síns og skipulags. Jh 14:26; 2Kor 3:1-3
44. Þrenning
A. Guð, faðirinn, er einn, hinn mesti í alheimi
Guð er ekki þrjár persónur. 5M 6:4; Ml 2:10; Mk 10:18; Rm 3:29, 30
Sonurinn skapaður; Guð einn fyrir þann tíma. Opb 3:14; Kól 1:15; Jes 44:6
Guð stjórnar alheiminum öllum stundum. Fl 2:5, 6; Dn 4:35
Guð ber að vegsama framar öllum öðrum. Fl 2:10, 11
B. Sonurinn óæðri föðurnum, fyrir og eftir jarðvist
Sonurinn hlýðinn á himni, sendur af föðurnum. Jh 8:42; 12:49
Hlýðinn á jörð, faðirinn meiri. Jh 14:28; 5:19; Heb 5:8
Upphafinn á himni, enn undirgefinn. Fl 2:9; 1Kor 15:28; Mt 20:23
Jehóva er Guð og höfuð Krists. 1Kor 11:3; Jh 20:17; Opb 1:6
C. Hvernig eru Guð og Kristur eitt?
Alltaf fullkomlega samhuga. Jh 8:28, 29; 14:10
Eru eitt eins og eiginmaður og eiginkona eru eitt. Jh 10:30; Mt 19:4-6
Allir tilbiðjendur þurfa að vera eitt eins og þeir. Jh 17:20-22; 1Kor 1:10
Ein tilbeiðsla á Jehóva fyrir milligöngu Krists að eilífu. Jh 4:23, 24
D. Heilagur andi Guðs er starfskraftur hans
Kraftur, ekki persóna. Mt 3:16; Jh 20:22; P 2:4, 17, 33
Ekki persóna á himni með Guði og Kristi. P 7:55, 56; Opb 7:10
Guð beitir honum til að framkvæma tilgang sinn. Sl 104:30; 1Kor 12:4-11
Þeir sem þjóna Guði fá andann, hann leiðir þá. 1Kor 2:12, 13; Gl 5:16