Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hafðu ástúðlega umhyggju á tungu þinni
    Varðturninn – 2010 | 15. ágúst
    • 18, 19. Af hverju ættum við alltaf að sýna ástúðlega umhyggju í samskiptum við trúsystkini?

      18 Við ættum að sýna tryggan kærleika í öllum samskiptum við aðra þjóna Jehóva. Ástúðleg umhyggja ætti aldrei að víkja af tungu okkar, ekki einu sinni við erfiðustu aðstæður. Þegar ástúðleg umhyggja Ísraelsmanna gufaði upp „eins og dögg sem hverfur skjótt“ vakti það vanþóknun Jehóva. (Hós. 6:4, 6) Jehóva hefur aftur á móti velþóknun á þeim sem temja sér og ástunda ástúðlega umhyggju. Hvernig blessar hann þá sem gera það?

  • Hvers vegna að vera stundvís?
    Varðturninn – 2010 | 15. ágúst
    • Hvers vegna að vera stundvís?

      ÞAÐ getur verið þrautin þyngri að vera stundvís. Langar vegalengdir, mikil umferð og stíf tímaáætlun getur gert það erfitt. Það er samt mikilvægt að koma á réttum tíma. Á vinnustað er venjulega talið að stundvíst starfsfólk sé áreiðanlegt og duglegt. Hins vegar getur sá sem kemur seint haft áhrif á vinnu annarra og á gæði vöru og þjónustu. Óstundvísi getur valdið því að nemandi missi úr ákveðnar kennslustundir en það getur hægt á framförum í námi. Sé komið of seint í pantaða tíma hjá lækni eða tannlækni getur það haft áhrif á meðferðina sem veitt er.

      Sums staðar er þó stundvísi ekki álitin svo mikilvæg. Í slíku umhverfi getur það auðveldlega orðið að vana að koma of seint. Ef því er þannig farið er nauðsynlegt að finna hjá sér löngun til að koma á réttum tíma. Það er vissulega auðveldara að vera stundvís þegar maður gerir sér grein fyrir hve mikið er í húfi. Hvaða ástæður höfum við til að vera stundvís, hvernig er hægt að vera það og hvaða gagn höfum við af því?

      Jehóva er stundvís Guð

      Meginástæðan fyrir því að við viljum vera stundvís er að okkur langar til að líkja eftir Guði okkar. (Ef. 5:1) Jehóva gefur okkur frábæra fyrirmynd í stundvísi. Hann er aldrei seinn. Hann fer nákvæmlega eftir

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila