-
Kennum sannleikannLíf okkar og boðun vinnubók fyrir samkomur – 2016 | ágúst
-
-
LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Kennum sannleikann
Frá og með september hefst nýr greinaflokkur í Líf okkar og boðun – vinnubók fyrir samkomur sem ber heitið „Kennum sannleikann“. Þar verður fjallað um tillögur að kynningum. Markmiðið er að leggja áherslu á grundvallarsannleika Biblíunnar, með spurningu og biblíuversi.
Ef áheyrandinn sýnir áhuga getum við byggt upp eftirvæntingu eftir næstu heimsókn með því að skilja eftir rit eða sýna myndskeið á jw.org. Við ættum að reyna að fara aftur innan fárra daga til að halda samræðunum áfram þar sem frá var horfið. Nýju kynningartillögurnar og nemendaverkefnin verða byggð á útdrætti aftast í köflunum í bókinni What Can the Bible Teach Us? sem er einfölduð útgáfa af bókinni Hvað kennir Biblían? Við getum fundið viðbótarefni og biblíuvers í lok hvers kafla í bókinni Hvað kennir Biblían? sem auðvelda okkur að nota eingöngu Biblíuna þegar við förum í endurheimsóknir og höldum biblíunámskeið.
Það er aðeins einn vegur sem liggur til lífsins. (Matt 7:13, 14) Við tölum við fólk sem tilheyrir mismunandi trúarbrögðum og hefur mismunandi bakgrunn. Þess vegna ættum við að setja sannleika Biblíunnar þannig fram að hann höfði til hvers og eins. (1Tím 2:4) Eftir því sem við verðum leiknari í að ræða mismunandi viðfangsefni í tengslum við Biblíuna og að fara „rétt með orð sannleikans“, eykst gleði okkar og við náum árangri í að kenna öðrum sannleikann. – 2Tím 2:15.
-
-
Sérstakt átak til að dreifa Varðturninum í septemberLíf okkar og boðun vinnubók fyrir samkomur – 2016 | ágúst
-
-
LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Sérstakt átak til að dreifa Varðturninum í september
Fólk um allan heim þarfnast huggunar og hughreystingar. (Préd 4:1) Allan septembermánuð ætlum við að gera sérstakt átak í að bjóða Varðturninn sem fjallar að þessu sinni um huggun. Við skulum koma þessu blaði í hendur sem flestra. Þar sem við viljum tala við fólk augliti til auglitis til að geta hughreyst það skiljum við blöðin ekki eftir þar sem enginn er heima.
HVAÐ GETURÐU SAGT?
„Öll þörfnumst við stundum huggunar. En hvar getum við fundið hana? [Lestu 2. Korintubréf 1:3, 4] Í þessu tölublaði af Varðturninum er fjallað um það hvernig Guð veitir huggun og hughreystingu.“
Ef viðkomandi sýnir áhuga og þiggur blaðið ...
SÝNDU MYNDSKEIÐIÐ HVERS VEGNA ÆTTUM VIÐ AÐ KYNNA OKKUR BIBLÍUNA?
Bjóddu síðan biblíunámskeið.
LEGGÐU GRUNN AÐ ENDURHEIMSÓKN
Varpaðu fram spurningu sem þú svarar þegar þú kemur aftur. Spurningin gæti verið: „Hvers vegna leyfir Guð þjáningar?“
-