Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 136
  • Er María móðir Guðs?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er María móðir Guðs?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Tilbiðjið Skaparann, ekki sköpunina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • 5. ranghugmynd: María er móðir guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Hvað segir Biblían um Maríu mey?
    Biblíuspurningar og svör
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 136
María með barnið Jesú

Er María móðir Guðs?

Svar Biblíunnar

Nei, Biblían kennir ekki að María sé móðir Guðs og gefur hvorki til kynna að kristnir menn ættu að tilbiðja hana né sýna henni lotningu.a Hugleiddu þetta:

  • María hélt því aldrei fram að hún væri móðir Guðs. Í Biblíunni segir að hún hafi fætt „Guðs son,“ ekki Guð sjálfan. – Markús 1:1; Lúkas 1:32.

  • Jesús Kristur sagði aldrei að María væri móðir Guðs eða ætti að vera dýrkuð. Reyndar leiðrétti hann konu sem gaf ánægjulegu hlutverki Maríu, sem móður Jesú, sérstaka athygli og sagði við hana: „Já, því sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ – Lúkas 11:27, 28.

  • Hugtökin „móðir Guðs“ og „Theotokos“ (sú sem ber Guð) er hvergi að finna í Biblíunni.

  • Orðið „himnadrottning“ í Biblíunni á ekki við Maríu heldur falsguð eða gyðju sem fráhverfir Ísraelsmenn tilbáðu. (Jeremía 44:15-19) „Himnadrottningin“ gæti hafa verið Ístar (Astarte), babýlonsk gyðja.

  • Frumkristnir tilbáðu ekki Maríu og veittu henni ekki sérstakan heiður. Sagnfræðingur einn bendir á að frumkristnir „hefðu neitað að dýrka hana og trúlega óttast að sú óviðeigandi athygli sem María fengi vekti grun um gyðjudýrkun“. In Quest of the Jewish Mary (Leitin að Maríu Gyðingi).

  • Í Biblíunni er sagt að Guð hafi alltaf verið til. (Sálmur 90:1, 2; Jesaja 40:28) Þar sem hann á sér ekki upphaf getur hann ekki átt móður. Þar að auki gæti María ekki hafa borið Guð í móðurlífi sínu. Í Biblíunni er sagt skýrum orðum að jafnvel himnarnir rúmi hann ekki. – 1. Konungabók 8:27.

María – móðir Jesú en ekki „móðir Guðs“

María fæddist sem Gyðingur og hún var afkomandi Davíðs konungs. (Lúkas 3:23-31) Guð mat hana mikils vegna trúar hennar og hollustu. (Lúkas 1:28) Guð valdi hana til að verða móðir Jesú. (Lúkas 1:31, 35) María eignaðist fleiri börn með Jósef, eiginmanni sínum. – Markús 6:3.

Biblían veitir ekki miklar upplýsingar um Maríu en segir að hún hafi gerst lærisveinn Jesú. – Postulasagan 1:14.

Hvers vegna álíta sumir Maríu vera móður Guðs?

Fyrst er vitað um dýrkun á Maríu á síðari hluta fjórðu aldar. Á þeim tíma varð kaþólska ríkistrúin í Rómaveldi. Það leiddi til þess að margir sem komu úr heiðni urðu að nafninu til kristnir. Kirkjan hafði einnig tekið upp óbiblíulega kenningu um þrenningu.

Þrenningarkenningin fékk marga í kirkjunni til að álykta að ef Jesús væri Guð, hlyti María að vera móðir Guðs. Árið 431 var því lýst opinberlega yfir á kirkjuþingi í Efesus að María væri „móðir Guðs“. Maríudýrkun blómstraði eftir kirkjuþingið í Efesus. Og eftir því sem meðlimum kirkjunnar af heiðnum uppruna fjölgaði, komu líkneski af Maríu mey smám saman í stað líkneskja frjósemisgyðja eins og Artemisar (Díönu, hjá Rómverjum) og Ísisar.

Árið 432 fyrirskipaði Sixtus páfi 3. byggingu kirkju í Róm til heiðurs „móður Guðs“. Hún var byggð nálægt þeim stað sem musteri til heiðurs rómversku gyðjunni Lucinu stóð en hún var gyðja barnsfæðinga. Höfundur einn lýsti þessari kirkju sem „ævarandi tákni um sambræðing dýrkunar á hinni miklu móður í heiðnum sið og Maríu í kristnum sið eftir að Róm tók upp kristni“ – Mary—The Complete Resource (Allt um Maríu)

a Nokkrir trúarhópar kenna að María sé móðir Guðs. Þeir titla hana gjarnan himnadrottinguna eða Theotokos sem er grískt orð og merkir „sú sem ber Guð“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila