Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g03 8.1. bls. 31
  • Hvernig lesið er af vörum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig lesið er af vörum
  • Vaknið! – 2003
  • Svipað efni
  • Er vilji Guðs gerður?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
  • Guð reynir að ná til þín
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Jehóva hefur ‚látið ásjónu sína lýsa yfir þá‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Hvers vegna að afþakka fíkniefni?
    Vaknið! – 1985
Sjá meira
Vaknið! – 2003
g03 8.1. bls. 31

Hvernig lesið er af vörum

EFTIR FRÉTTARITARA VAKNIÐ! Í BRETLANDI

MYNDBANDSUPPTAKA náðist af tveimur grunuðum hryðjuverkamönnum sem voru að tala saman í almenningsgarði. Enginn heyrði hvað þeir sögðu — en samt handtók lögreglan þá og þeir voru síðan dæmdir í margra ára fangelsi. Varalesari horfði á myndbandsupptökuna af samtalinu og las af vörum þeirra. Þessi varalesari er viðurkenndur í Bretlandi sem sérfrótt vitni og er sagður vera „öflugt leynivopn“ bresku lögreglunnar.

Ég tók Mike og Christinu tali til að fræðast frekar um listina að lesa af vörum. Christina hefur verið heyrnarlaus frá þriggja ára aldri. Hún sótti skóla fyrir heyrnarlausa þar sem henni var kennt að lesa af vörum. Mike lærði varalestur eftir að hann kvæntist Christinu og er sjálflærður.

Hversu erfitt er að lesa af vörum? „Maður verður að einbeita sér að lögun og hreyfingu varanna, tungunnar og neðri kjálkans,“ segir Mike. Christina bætir við: „Maður verður að einblína á þann sem talar við mann og þegar færnin í varalestri eykst tekur maður einnig eftir svipbrigðum og líkamstjáningu.“

Ég hef komist að því að ein mestu mistök, sem fólk getur gert, er að ýkja varahreyfingar eða tala mjög hátt. Slík afbökun getur valdið ruglingi og spillt fyrir. Sá sem hefur náð góðum tökum á varalestri getur jafnvel gert greinarmun á staðbundnum hreim. En þetta er auðvitað ekki auðvelt. Í riti frá félaginu Hearing Concern, sem sérhæfir sig í að kenna varalestur, segir hreinskilnislega: „Til að læra varalestur þarf æfingu, æfingu og meiri æfingu.“

Christina segist stundum fara hjá sér þegar hún stendur sig að því að fara ómeðvitað að „hlera“ samtal í lest eða strætisvagni. Það eina sem hún getur gert er að líta strax undan. En það getur verið vernd að kunna varalestur. Christina horfir ekki lengur á fótbolta í sjónvarpinu því að henni er oft misboðið með því sem hún sér leikmennina segja.

Fáir verða nokkurn tíma jafnfærir og „leynivopn“ bresku lögreglunnar. En svolítil kunnátta í varalestri getur komið sér vel ef heyrnin hefur minnkað mikið.

[Mynd á blaðsíðu 31]

Christina

[Mynd á blaðsíðu 31]

Mike

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila