Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 10.10 bls. 17
  • Vængir drekaflugunnar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vængir drekaflugunnar
  • Vaknið! – 2010
  • Svipað efni
  • Vængir uglunnar
    Býr hönnun að baki?
  • Skordýr fremri flugtækjum manna
    Vaknið! – 1992
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2010
  • Vængur fiðrildisins
    Vaknið! – 2014
Sjá meira
Vaknið! – 2010
g 10.10 bls. 17

Býr hönnun að baki?

Vængir drekaflugunnar

● Sumar tegundir drekaflugna geta svifið í hálfa mínútu án þess að tapa hæð svo nokkru nemi. Þessa einstöku flughæfni má rekja til vængjanna sem eru ólíkir öllum flugvélarvængjum sem menn hafa smíðað.

Hugleiddu þetta: Vængir drekaflugunnar eru næfurþunnir og gáróttir en gárurnar koma í veg fyrir að vængirnir bogni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að gárurnar auka líka lyftikraft vængjanna þegar flugan svífur. „Það stafar af því að loftið er í hringstreymi milli gáranna þannig að viðnám verður mjög lítið, en það auðveldar loftstreymið þvert yfir vænginn og gefur honum lyftikraft.“ Þetta kemur fram í tímaritinu New Scientist.

Eftir að hafa rannsakað vængi drekaflugunnar komust flugvélaverkfræðingurinn Abel Vargas og samstarfsmenn hans að þeirri niðurstöðu að „að það skipti mjög miklu máli að taka mið af vængjum lifandi vera við hönnun dvergflugvéla“. Lófastór flugvél búin myndavél og öðrum tækjum getur haft margs konar notagildi, svo sem að safna upplýsingum á hamfarasvæðum og fylgjast með mengun.

Hvað heldurðu? Urðu næfurþunnir, gáróttir vængir drekaflugunnar til af tilviljun? Eða eru þeir hannaðir?

[Mynd á bls. 17]

Dvergflugvél sem líkist drekaflugu. Hún vegur 12 grömm, er með 6 sentímetra vænghaf og blakar næfurþunnum, rafdrifnum vængjum sem gerðir eru úr kísil.

[Rétthafi myndar á bls. 17]

© Philippe Psaila/Photo Researchers, Inc.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila