Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 4.12 bls. 16-19
  • Er rangt að vera vinsæll?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er rangt að vera vinsæll?
  • Vaknið! – 2012
  • Svipað efni
  • Hversu mikilvægt er að vera vinsæll á netinu?
    Ungt fólk spyr
  • Hvernig get ég sigrast á einelti?
    Ungt fólk spyr
  • Hvað ef ég fell ekki í hópinn?
    Ungt fólk spyr
  • Í hvernig vinahóp passa ég?
    Vaknið! – 2011
Sjá meira
Vaknið! – 2012
g 4.12 bls. 16-19

Ungt fólk spyr

Er rangt að vera vinsæll?

Veldu orð í eyðuna og kláraðu eftirfarandi staðhæfingu:

Það er ․․․․․ til góðs að vera vinsæll.

  1. A. alltaf

  2. B. stundum

  3. C. aldrei

RÉTTA svarið er B. Hvers vegna? Það að vera vinsæll þýðir einfaldlega að mörgum líki vel við mann – og það er ekki alltaf rangt. Í Biblíunni var sagt fyrir að kristnir menn myndu vera ,ljós fyrir lýðina‘ og að fólk myndi laðast að þeim. (Jesaja 42:6; Postulasagan 13:47) Í þeim skilningi er því hægt að segja að sannkristnir menn séu vinsælir.

Vissir þú?

Jesús var vinsæll. Jafnvel á unga aldri hafði hann öðlast „náð hjá Guði og mönnum“. (Lúkas 2:52) Í Biblíunni kemur líka fram að þegar Jesús var orðinn fullorðinn hafi ,mikill mannfjöldi fylgt honum úr Galíleu, Dekapólis, Jerúsalem, Júdeu og landinu handan Jórdanar‘. – Matteus 4:25.

Hvers vegna var það viðeigandi?

Vegna þess að Jesús var ekki að sækjast eftir heiðri eða vinsældum og hann gerði ekki hvað sem er til að hljóta viðurkenningu annarra. Hann gerði einfaldlega það sem var rétt – og sú afstaða vakti stundum hrifningu annarra. (Jóhannes 8:29, 30) En Jesús vissi að fólk skiptir auðveldlega um skoðun og að hrifningin væri bara tímabundin. Hann var meðvitaður um að sá tími kæmi að fólkið myndi vilja lífláta hann. – Lúkas 9:22.

Niðurstaða:

Vinsældir eru eins og auðæfi. Að hljóta þau er ekki alltaf rangt. Spurningin er hvað fólk gerir til að öðlast þau – eða viðhalda þeim.

Varnaðarorð:

Margir unglingar gera hvað sem er til að verða vinsælir. Sumir vilja þóknast öllum og fylgja fjöldanum. Aðrir eru yfirgangsseggir sem reyna að þvinga fólk til að líta upp til sín – jafnvel þótt það sé bara vegna ótta.a

Á næstu blaðsíðum skoðum við þessar tvær varasömu leiðir til að afla sér vinsælda. Síðan skulum við skoða betri leið.

Finna má fleiri greinar á ensku úr greinaflokknum „Ungt fólk spyr“ á vefsíðunni www.jw.org

a Í Biblíunni er talað um yfirgangsseggi sem kallaðir voru „risarnir“ og sagt að þeir hafi verið ,víðfrægir‘. Aðalmarkmið þeirra var að upphefja sjálfa sig. – 1. Mósebók 6:4.

LEIÐIR TIL VINSÆLDA

SÁ SEM VILL ÞÓKNAST ÖLLUM

  • Ég þarf að fá viðurkenningu annarra.

  • Til þess verð ég að líkja eftir þeim.

„Ég reyndi að breyta framkomu minni þannig að ég passaði inn í hópinn. Í fyrstu virtist dæmið ganga upp en seinna áttaði ég mig á að maður ætti aldrei að breyta sjálfum sér bara til þess að hljóta viðurkenningu annarra.“ – Nicole.

Meginregla: „Gerðu ekki eitthvað bara af því að allir aðrir gera það . . . Láttu ekki aðra telja þig á að gera eitthvað rangt.“ – 2. Mósebók 23:2. Holy Bible – Easy to Read Version.

YFIRGANGSSEGGURINN

  • Öllum líkar vel við mig og ég vil hafa það þannig.

  • Ég beiti öllum ráðum til að vera á toppnum – jafnvel þótt ég þurfi að níðast á öðrum.

„Krakkar geta verið grimmir. Yfirgangsseggir eru oft vinsælir þannig að feimnum krökkum gæti fundist allt rétt sem þeir segja.“ – Raquel.

Meginregla: „Eins og þér viljið að aðrir menn geri við yður, svo skuluð þér og þeim gera.“ – Lúkas 6:31.

BETRI LEIÐ

Ef þú fylgir þessum þremur ráðum hér til hliðar getur verið að vinsældir þínar fari minnkandi – en þú verður aðlaðandi í augum þeirra sem elska Guð.

  1. Settu þér réttar lífsreglur. Í Biblíunni segir að þroskaður einstaklingur hafi „agað hugann til að greina gott frá illu“. – Hebreabréfið 5:14.

  2. Haltu fast í trúarskoðanir þínar. Líktu eftir Jósúa sem sagði án þess að hika: „Kjósið þá í dag hverjum þið viljið þjóna . . . En ég og mínir ættmenn munum þjóna Drottni.“ – Jósúabók 24:15.

  3. Gakktu óhikað þá leið sem þú hefur valið. Páll postuli minnti Tímóteus á það og sagði: „Ekki gaf Guð okkur anda hugleysis heldur anda máttar.“ – 2. Tímóteusarbréf 1:7.

HVAÐ SEGJA JAFNALDRARNIR?

Melissa

Melissa – Þú getur auðvitað lagt þig fram um að vera eins og allir hinir krakkarnir í skólanum, en það er svo leiðinlegt! Ef þú sýnir að þú ert kristinn þá skerðu þig úr hópnum á jákvæðan hátt. Það gerir þig bara aðlaðandi í augum annarra en ekki skrýtinn.

Ashley – Mér fannst ég aldrei vera vinsæl í skólanum. En á samkomum leið mér vel því að þar var ég á meðal vina sem tóku mér eins og ég var og þótti vænt um mig. Þá fannst mér ég ekki lengur þurfa á viðurkenningu skólafélaganna að halda.

Ashley

Phillip – Sýndu öðrum ósvikinn áhuga, þá laðast þeir að þér. Undanfarið hef ég reynt að gera eitthvað smávægilegt fyrir vini mína og það hefur styrkt vinaböndin.

Phillip
    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila