Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 9.13 bls. 3
  • Úr ýmsum áttum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Úr ýmsum áttum
  • Vaknið! – 2013
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Sviss
  • Ísrael
  • Bandaríkin
  • Ástralía
  • Hið bætta hlutskipti konunnar nú á tímum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Ávaninn kæfir andspyrnuna
    Vaknið! – 1986
  • Eru reykingar í alvöru svona slæmar?
    Vaknið! – 1991
  • Hvernig heimurinn ánetjaðist
    Vaknið! – 1986
Sjá meira
Vaknið! – 2013
g 9.13 bls. 3

ÚR ÝMSUM ÁTTUM

Sviss

Rannsókn, sem gerð var í Sviss, leiddi í ljós að 14 prósent meiri líkur eru á að fólk 60 ára og eldra deyi á afmælisdegi sínum en aðra daga. Á afmælisdeginum eru 18 prósent meiri líkur en aðra daga á að fólk deyi úr hjartaáfalli, 21 prósent meiri líkur á að konur fái heilablóðfall og 35 prósent meiri líkur á að menn svipti sig lífi. Vísindamenn giska á að streita og drykkja eigi þátt í aukinni tíðni sjálfsvíga og slysa. Sumir sérfræðingar véfengja hins vegar niðurstöður rannsóknarinnar og telja mannleg mistök við skráningu vera ástæðuna fyrir því að afmælisdagar og dánardagar séu oft þeir sömu.

Ísrael

Myndarlegir menn voru líklegri til að vera boðnir í atvinnuviðtal ef mynd af þeim fylgdi ferilskránni. Fallegar konur áttu hins vegar minni möguleika. Af hverju? Ísraelskir rannsóknarmenn segja að hugsanlega sé þetta vegna þess að mannauðsdeildirnar, sem sjá um að velja umsækjendur, eru mikið til mannaðar konum. The Economist segir að útskýringin sé einfaldlega sú að konurnar séu öfundsjúkar út í fallegu umsækjendurna þótt þær myndu aldrei viðurkenna það.

Bandaríkin

Þrír friðarsinnar brutust inn á afgirt svæði í Oak Ridge í Tennessee þar sem geymd eru 100 tonn af kjarnakleyfum efnum. Friðarsinnarnir voru 82 ára nunna ásamt tveim félögum sínum sem voru 63 og 57 ára. Þau máluðu orð á eina af byggingunum sem lýstu andstöðu þeirra gegn stríði. Steven Chu orkumálaráðherra segir að öryggisgloppan á „þessu svæði, sem á að heita eitt það öruggasta í heiminum,“ sé „mikið áhyggjuefni“.

Ástralía

Hæstiréttur landsins krefst þess að tóbaksframleiðendur fjarlægi þekkt vörumerki af sígarettupakkningum. Þeir krefjast þess einnig að þeir breyti litnum svo að nú má aðeins selja sígarettupakka í dökkum grábrúnum lit með óhugnanlegum myndum sem sýna skaðsemi reykinga.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila