Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 9.15 bls. 8-9
  • Heimsókn til Mongólíu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Heimsókn til Mongólíu
  • Vaknið! – 2015
Vaknið! – 2015
g 9.15 bls. 8-9
Mongólar fyrir utan dæmigert hringlaga ger-tjald.

LÖND OG ÞJÓÐIR

Heimsókn til Mongólíu

Mongólía á heimskorti.

DJENGIS KHAN, óttalaus stríðsmaður frá 12. öld, lagði grunninn að mongólska stórveldinu. Núna er Mongólía aðeins brot af því sem hún var á þeim tíma. Landið liggur milli Kína og Rússlands og er eitt strjálbýlasta land jarðar.

Landslag Mongólíu einkennist af ám og lækjum, víðlendum og hæðóttum gresjum ásamt tignarlegum fjöllum. Sunnan megin liggur Góbíeyðimörkin sem er þekkt fyrir vel varðveittar risaeðluminjar. Mongólía er hálend og er meðalhæð landsins 1.580 metrar yfir sjávarmáli. Heimamenn kalla hana „land hins bláa himins“. Nafngiftin á vel við því að í Mongólíu eru fleiri en 250 sólardagar á ári.

Snæhlébarði

Snæhlébarði.

Mongólar búa við öfgakennt veðurfar. Á sumrin getur hitinn rokið upp í 40 gráður en á veturna getur frostið farið niður í 40 gráður. Næstum þriðjungur íbúa Mongólíu eru hirðingjar. Fólkið tekur daginn snemma til að mjólka geiturnar, kýrnar, kameldýrin og merarnar. Mataræði Mongóla samanstendur gjarnan af kjöti og mjólkurvörum. Kindakjöt er í uppáhaldi.

Bakkar með aaruul í þurrkun.

Aaruul, kökur úr hleyptri mjólk, þurrkað í sólinni.

Mongólar eru gestrisnir. Þeir búa í flytjanlegum vistarverum, hringlaga tjöldum sem þeir kalla ger sem eru skilin eftir ólæst svo að þeir sem eiga leið um geti hvílt sig og borðað það sem er skilið eftir handa þeim. Gestum er gjarnan boðið upp á heitt te með mjólk út í og dálitlu salti.

Flestir Mongólar eru búddatrúar. Einnig er stór hluti landsmanna trúlaus en fáeinir tilheyra íslam, kristni eða trúa á töfralækningar. Það eru yfir 350 vottar Jehóva í Mongólíu og um þessar mundir kenna þeir ríflega 770 manns sannindi Biblíunnar.

Klyfjað kameldýr.

Í köldustu veðrum má sjá klyfjuð kameldýr.

Í HNOTSKURN

  • Íbúafjöldi: 2.713.000

  • Höfuðborg: Úlan Bator

  • Tungumál: Mongólska, rússneska og tyrkísk mál.

  • Útflutningsvörur: Kopar, kol, gull og kasmírull.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila