Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g17 Nr. 4 bls. 8
  • Krían er undraverð

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Krían er undraverð
  • Vaknið! – 2017
  • Svipað efni
  • Eðlishvötin er mikið undur
    Vaknið! – 2007
  • Eðlishvöt – ásköpuð viska
    Lífið — varð það til við þróun eða sköpun?
  • Siglingaleiðin um Norður-Íshaf
    Vaknið! – 2011
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2017
Sjá meira
Vaknið! – 2017
g17 Nr. 4 bls. 8
Kría

Krían er undraverð

LENGI var talið að krían flygi um 35.000 kílómetra á farflugi sínu frá norðurskautsvæðinu að Suðurskautslandinu og til baka. En nýlegar rannsóknir sýna að hún flýgur í raun mun lengra.

Leiðin sem krían fer á farflugi sínu yfir Atlantshafið.

Krían flýgur ekki beina leið á farflugi sínu eins og sjá má á skýringarmyndinni.

Agnarsmá mælitæki, sem eru kölluð dægurritar og eru á þyngd við bréfaklemmu, voru fest á kríur til að fylgjast með ferðum þeirra. Það kom í ljós að sumar kríur flugu að meðaltali 90.000 kílómetra á árlegu farflugi sínu en það er lengsta farferð sem þekkist meðal dýra. Ein krían flaug hátt í 96.000 kílómetra! Hvers vegna er munur á mælingunum fyrr og nú?

Hvaðan sem kríurnar hófu farflug sitt þá flugu þær ekki beina leið. Eins og sjá má á skýringarmyndinni flugu þær venjulega yfir Atlantshafið í stórum bogum. Fuglarnir nýta sér einfaldlega ríkjandi vinda.

Krían lifir í um 30 ár og á þeim tíma getur hún flogið um 2,4 milljónir kílómetra. Það jafngildir þremur til fjórum ferðum til tunglsins og til baka. „Það er ótrúlegt afrek fyrir fugl sem er rétt rúmlega 100 grömm að þyngd,“ segir rannsóknarmaður. Þar að auki eltir krían sumarið heimskautanna á milli og nýtur þar af leiðandi „meiri dagsbirtu árlega en nokkur önnur lifandi vera,“ segir í bókinni Life on Earth: A Natural History.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila