Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • bh bls. 212
  • Hvað eru Hel og dánarheimar?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað eru Hel og dánarheimar?
  • Hvað kennir Biblían?
  • Svipað efni
  • Hverjir verða reistir upp?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Er til staður þar sem menn kveljast að eilífu?
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Máttur upprisuvonarinnar
    Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði
Hvað kennir Biblían?
bh bls. 212

VIÐAUKI

Hvað eru Hel og dánarheimar?

HEBRESKA orðið séolʹ og samsvarandi grískt orð, hades, standa rúmlega 70 sinnum í frumtexta Biblíunnar. Bæði orðin eru tengd dauðanum. Þau eru oftast þýdd „Hel“ í íslensku biblíunni en nokkrum sinnum „dánarheimar“ og „undirheimar“. Fá tungumál eiga til orð sem eru nákvæmlega sömu merkingar og frummálsorðin tvö í Biblíunni. Hvað merkja séolʹ og hades? Við skulum kanna hvernig þau eru notuð á nokkrum stöðum í Biblíunni.

Í Prédikaranum 9:10 stendur: „Í dánarheimum [séolʹ], þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“ Ber að skilja þetta svo að séolʹ sé gröfin þar sem við leggjum ástvin til hinstu hvíldar? Nei, þegar talað er um ákveðinn greftrunarstað í Biblíunni eru ekki notuð orðin séolʹ og hades heldur önnur hebresk og grísk orð. (1. Mósebók 23:7-9; Matteus 28:1) Orðið séolʹ er ekki heldur notað um greftrunarstað þar sem nokkrir eru jarðaðir saman, svo sem fjöldagröf eða fjölskyldugrafreit. — 1. Mósebók 49:30, 31.

Hvers konar staður er þá séolʹ? Af Biblíunni má ráða að séolʹ eða hades sé annað og meira en stór fjöldagröf. Til dæmis segir í Jesaja 5:14 að ‚Hel [séolʹ] glenni ginið sem mest hún má‘. Séolʹ virðist aldrei fá nóg þó að hún sé búin að gleypa látið fólk í hrönnum ef svo má að orði komast. (Orðskviðirnir 30:15, 16) „Dánarheimar [séolʹ] . . . eru óseðjandi“, ólíkt bókstaflegum grafreit sem rúmar aðeins takmarkaðan fjölda látinna. (Orðskviðirnir 27:20) Séolʹ fyllist aldrei. Hún tekur endalaust við. Séolʹ eða hades er ekki bókstaflegur staður heldur sameiginleg gröf þeirra sem látnir eru, táknrænn staður þar sem menn sofa dauðasvefni.

Upprisukenning Biblíunnar gefur okkur gleggri innsýn í merkingu orðanna séolʹ og hades. Biblían setur þessi hugtök í samband við dauða fólks sem á sér upprisuvon.a (Jobsbók 14:13; Postulasagan 2:31; Opinberunarbókin 20:13) Enn fremur kemur fram í Biblíunni að í séolʹ eða hades er bæði fólk sem þjónaði Jehóva og margir sem þjónuðu honum ekki. (1. Mósebók 37:35; Sálmur 55:16) Biblían kennir því að „upp muni rísa bæði réttlátir og ranglátir“. — Postulasagan 24:15.

a Aftur á móti er sagt að dánir menn, sem verða ekki reistir upp frá dauðum, séu í „Gehenna“ en ekki í séolʹ eða hades. (Matteus 5:29, Biblían 1912, neðanmáls) Gehenna er ekki bókstaflegur staður frekar en séolʹ og hades.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila