Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • yp2 bls. 134
  • Fyrirmynd — Hebrearnir þrír

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fyrirmynd — Hebrearnir þrír
  • Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Svipað efni
  • Reyndir en trúir Jehóva
    Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
  • Jehóva umbunar trú og hugrekki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Hananja, Mísael og Asarja
    Lærum af vinum Jehóva – verkefni
  • Þýðing Daníelsbókar fyrir þig
    Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
Sjá meira
Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
yp2 bls. 134

Fyrirmynd — Hebrearnir þrír

Hananja, Mísael og Asarja standa á Dúrasléttu í Babelhéraði. Allir í kringum þá falla fram fyrir risastóru líkneski. Þrátt fyrir þrýsting frá öðrum og hótanir frá konunginum hvika þessir ungu menn ekki frá afstöðu sinni. Þeir sýna fulla virðingu en eru engu að síður fastir fyrir þegar þeir segja Nebúkadnesari að ákvörðun þeirra að þjóna Jehóva sé óbreytanleg. — Daníel 1:6; 3:17, 18.

Þessir menn voru unglingar þegar þeir voru fluttir í útlegð til Babýlonar. Þeir sýndu trúfesti á unglingsárunum og neituðu að borða mat sem gat verið bannað að borða samkvæmt lögmáli Guðs. Það bjó þá undir að standast erfiðar prófraunir seinna á ævinni. (Daníel 1:6-20) Þeir vissu af eigin reynslu að það er viturlegt að hlýða Jehóva. Ert þú líka staðráðin(n) í því að halda þig við hegðunarreglur Guðs þrátt fyrir þrýsting jafnaldranna? Ef þú lærir á unglingsárunum að hlýða Jehóva í málum sem gætu virst smávægileg verðurðu betur í stakk búin(n) til að sýna trúfesti seinna á ævinni þegar þú mætir erfiðum prófraunum. — Orðskviðirnir 3:5, 6; Lúkas 16:10.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila