Fyrirmynd — Fátæka ekkjan
Jesús fylgist með hinum ríku setja framlög sín í fjárhirsluna í musterinu. Í mannfjöldanum tekur hann eftir fátækri ekkju sem gefur „tvo smápeninga“. (Lúkas 21:2) Jesús hrósar henni fyrir gjafmildi hennar. Af hverju? Af því að hinir höfðu gefið „af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.“ — Markús 12:44.
Hefur þú sömu áherslur í lífinu og þessi kona? Ertu fús til að gefa af tíma þínum og peningum til að þjóna Guði? Líkt og fátæka ekkjan geturðu gefið framlög til reksturs og viðhalds á samkomustöðum okkar. Þú getur líka notað tíma þinn og fjármuni til að hjálpa öðrum að fræðast um Jehóva Guð. Hann tók eftir og kunni að meta það litla sem ekkjan gaf til að styðja starf hans. Ef þú lætur vilja Guðs hafa forgang í lífi þínu metur hann það að verðleikum og er fús til að hjálpa þér. — Matteus 6:33.