Upprifjun á efni Boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 29. október 2012. Tekið er fram í hvaða viku er fjallað um hvert atriði til að við getum lesið okkur til um það þegar við undirbúum okkur fyrir skólann.
1. Hvað táknar altarið í sýn Esekíels? (Esek. 43:13-20) [10. sept., w07 1.8. bls. 10 gr. 4]
2. Hvað táknar vatnið sem sprettur fram í sýn Esekíels? (Esek. 47:1-5) [17. sept., w07 1.8. bls. 11 gr. 2]
3. Hvað segja orðin „einsetti sér“ um þá fræðslu sem Daníel fékk í æsku? (Dan. 1:8) [24. sept., dp bls. 33-34 gr. 7-9; bls. 36-37 gr. 16]
4. Hvað táknaði tréð mikla í draumi Nebúkadnesars? (Dan. 4:10, 11, 20-22) [1. okt., w07 1.10. bls. 18 gr. 5]
5. Hvað lærum við af Daníel 9:17-19 um bænina? [8. okt., w07 1.10. bls. 20 gr. 6]
6. Hvaða sáttmáli var,traustur‘ þangað til sjötugustu áravikunni lauk árið 36? (Dan. 9:27) [8. okt., w07 1.10. bls. 20 gr. 4]
7. Hvaða ályktun má draga af því að engill skyldi segja Daníel að „höfðingi Persaveldis“ hafi veitt sér viðnám? (Dan. 10:13) [15. okt., w87 1.11. bls. 19 gr. 7]
8. Hvaða spádómur um Messías rættist í tengslum við Daníel 11:20? [15. okt., dp bls. 232-233 gr. 5, 6]
9. Hvaða áhætta fylgir því meðal annars að drekka of mikið áfengi samkvæmt Hósea 4:11? [22. okt., w10 1.7. bls. 4, 5]
10. Hvaða mikilvæga lærdóm ættum við að draga af Hósea 6:6? [22. okt., w07 1.11. bls. 24 gr. 5; w06 1.4. bls. 24 gr. 11, 12]