FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | JOBSBÓK 11-15
Job treysti á upprisu
Job tjáði trú sína á mátt Guðs til að reisa hann upp frá dauðum
Job tók tré, hugsanlega ólífutré, sem dæmi um hvernig hann treysti á mátt Guðs til að reisa hann upp frá dauðum.
Dreift rótarkerfi ólífutrésins gerir því kleyft að endurnýja sig þótt trjástofninn hafi verið höggvin. Svo framarlega sem ræturnar lifa þá vaxa nýir sprotar.
Þegar rignir eftir langvinna þurrka geta sprottið upp nýir teinungar af rótinni þótt stubbur trésins sé uppþornaður og fyrr en varir ber tréð „greinar eins og ungur kvistur“.