Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp20 Nr. 3 bls. 4-5
  • Skaparanum er annt um okkur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Skaparanum er annt um okkur
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2020
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • 1. SKAPARINN LÆTUR SÓLINA SKÍNA
  • 2. SKAPARINN LÆTUR RIGNA
  • 3. SKAPARINN SÉR OKKUR FYRIR MAT OG FÖTUM
  • Leitið ríkis Guðs, ekki efnislegra hluta
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Þú ættir að kynnast Skapara þínum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
  • Sá sem skapaði allt
    Lærum af kennaranum mikla
  • Skaparinn ber umhyggju fyrir okkur
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2020
wp20 Nr. 3 bls. 4-5
Sólarupprás yfir fjöllum.

Skaparanum er annt um okkur

1. SKAPARINN LÆTUR SÓLINA SKÍNA

Líf getur ekki þrifist á jörðinni án sólarinnar. Sólin sér trjánum fyrir orku til að mynda lauf, blóm, ávexti, hnetur og fræ. Sólin veldur því einnig að trén draga til sín vatn úr jarðveginum gegnum ræturnar og flytja það upp í laufin og þaðan gufar það upp í andrúmsloftið.

Loftmynd af gróðursælli plantekru þar sem te er ræktað.

2. SKAPARINN LÆTUR RIGNA

Rigningin er einstök gjöf frá Guði en hún gerir jörðinni kleift að framleiða fæðu handa okkur. Guð gefur okkur regn af himni og uppskerutíma. Hann veitir okkur næga fæðu og fyllir hjörtu okkar gleði.

Fugl á grein reynir að grípa ber sem fellur.

3. SKAPARINN SÉR OKKUR FYRIR MAT OG FÖTUM

Margir feður hafa áhyggjur af því að geta ekki séð fjölskyldu sinni fyrir nægum mat og fötum. Taktu eftir því sem segir í Ritningunni: „Virðið fyrir ykkur fugla himinsins. Þeir hvorki sá né uppskera né safna í hlöður en faðir ykkar á himnum fóðrar þá samt. Eruð þið ekki meira virði en þeir?“ – Matteus 6:25, 26.

„Lærið af liljum vallarins, hvernig þær vaxa ... en ég segi ykkur að jafnvel Salómon [konungur] í allri sinni dýrð var ekki eins fallega klæddur og ein þeirra. Fyrst Guð prýðir þannig gróður vallarins ... skyldi hann þá ekki miklu frekar klæða ykkur?“ – Matteus 6:28–30.

Fyrst Guð getur séð okkur fyrir mat og fötum getur hann án efa líka séð okkur fyrir öðrum lífsnauðsynjum. Ef við leggjum okkur fram um að gera vilja Guðs getur hann blessað viðleitni okkar til að rækta mat eða hjálpað okkur að finna vinnu svo að við getum keypt nauðsynjar. – Matteus 6:32, 33.

Þegar við hugsum um sólina, regnið, fuglana og blómin sjáum við að við höfum fulla ástæðu til að elska Guð. Næsta grein fjallar um hvernig skaparinn hefur átt samskipti við mennina.

Skaparinn ,lætur sólina skína og lætur rigna‘. – MATTEUS 5:45.

Skaparinn elskar okkur innilega og lætur sér annt um okkur. Hann sér um fjölskyldu sína eins og kærleiksríkur faðir. Ritningin segir að Guð sé örlátur gjafari sem „veit hvers þið þarfnist, jafnvel áður en þið biðjið hann“. – Matteus 6:8.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila