Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w25 júlí bls. 31
  • Vissir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
  • Svipað efni
  • „Bænahús fyrir allar þjóðir“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • Metum mikils að tilbiðja Jehóva í andlegu musteri hans
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
w25 júlí bls. 31
Prestar færa dýrafórnir á altari musterisins.

Vissir þú?

Hvað gerðu prestarnir í musterinu á fyrstu öld í Jerúsalem við blóð fórnardýranna?

ÁR HVERT fórnuðu prestarnir í Forn-Ísrael þúsundum dýra á musterisaltarinu. Að sögn Jósefusar, sagnfræðings Gyðinga á fyrstu öld, voru meira en 250.000 lömb færð að fórn á páskum. Þannig var miklu blóði úthellt. (3. Mós. 1:10, 11; 4. Mós. 28:16, 19) Hvað varð um allt þetta blóð?

Fornleifafræðingar hafa grafið upp fráveitukerfi í musteri Heródesar sem var í notkun til ársins 70 þegar musterinu var eytt. Þetta kerfi var augljóslega notað til að flytja blóð frá musterishæðinni.

Skoðum tvennt sem einkenndi þetta fráveitukerfi:

  • Op undir altarinu: Í Mishna, safni munnlegra laga Gyðinga sem var tekið saman snemma á 3. öld e.Kr. er að finna lýsingu á fráveitukerfi fyrir altarið. Þar segir að við eitt horn altarisins hafi verið tvö op. Blóð fórnardýranna og vatnið sem notað var til að hreinsa altarið rann hvort tveggja ofan í opin og rann síðan um vatnsrás út í lækinn Kedron.

    Þessar fornu arfsagnir um „op“ nálægt altarinu koma heim og saman við nýlega fornleifafundi. Í bókinni The Cambridge History of Judaism kemur fram að fundist hafi „yfirgripsmikið fráveitukerfi“ nálægt musterinu. Þar segir: „Það var trúlega notað til að flytja burt vatn blandað blóði fórnardýranna sem kom frá musterishæðinni.“

  • Nóg af vatni: Prestarnir þurftu nóg vatn til að halda altarisgólfinu hreinu svo og frárennslisrásinni. Prestarnir höfðu aðgang að hreinu vatni frá borginni og gátu þannig sinnt þessu mikilvæga verkefni. Vatnsveitukerfið samanstóð af tjörnum, brunnum, áveituskurðum og vatnsleiðslum. Fornleifafræðingurinn Joseph Patrich segir að svo virðist sem ekkert annað musteri á þessum tíma hafi haft svona margslungna og skilvirka leið til að veita vatni til musterissvæðisins og veita óhreinu vatni frá því.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila