Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mrt grein 21
  • Verður ákalli eftir réttlæti svarað?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Verður ákalli eftir réttlæti svarað?
  • Fleiri viðfangsefni
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvað veldur óréttlætinu?
  • Stendur Guði á sama um óréttlætið?
  • Mun Guð binda enda á óréttlætið?
  • Hvernig verður lífið í réttlátum nýjum heimi?
  • Getum við treyst loforði Guðs um að óréttlæti verði ekki lengur til á jörðinni?
  • Hvað með að berjast núna gegn óréttlæti?
  • Besta leiðin til að bregðast við óréttlæti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
  • Biblíuspurningar og svör
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Jehóva hefur mætur á réttlæti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • „Er Guð óréttlátur?“
    Nálgastu Jehóva
Sjá meira
Fleiri viðfangsefni
mrt grein 21
Vogarskálar réttlætisins.

Verður ákalli eftir réttlæti svarað?

Óréttlætið virðist gegnsýra samfélagið. Skoðum tvö sakamál úr réttarkerfinu:

  • Í janúar 2018 fyrirskipaði dómari í Bandaríkjunum að maður sem hafði setið í fangelsi í tæplega 38 ár yrði látinn laus. Hann var hreinsaður af ákærunni á grundvelli DNA-rannsóknar.

  • Í september 1994 voru þrír ungir menn í Afríkulandi fangelsaðir vegna þess að þeir neituðu að gegna herþjónustu af samviskuástæðum. Í september 2020 höfðu þeir setið í 26 ár í fangelsi án þess að hafa nokkurn tíma verið ákærðir fyrir glæp eða dregnir fyrir rétt.

Ef þú hefur mátt þola óréttlæti gæti þér liðið eins og Job sem var uppi á tímum Biblíunnar og sagði: „Ég kalla á hjálp en nýt ekki réttlætis.“ (Jobsbók 19:7) En þó að réttlæti virðist vera draumsýn lofar Biblían að sá tími komi þegar ákalli eftir réttlæti verði svarað. Og viskan sem hún hefur að geyma getur hjálpað þér að takast á við óréttlæti nú þegar.

Hvað veldur óréttlætinu?

Óréttlæti á sér rætur hjá þeim sem hafna leiðsögn Guðs. Biblían sýnir að réttlæti kemur frá Guði. (Jesaja 51:4) Orðin sem eru þýdd „réttlæti“ og „réttvísi“ í Biblíunni eru nátengd. (Sálmur 33:5) Verk sem eru réttlát, eða rétt samkvæmt mælikvarða Guðs, eru forsenda réttlætis. Óréttlæti kemur á hinn bóginn vegna þess að fólk syndgar, óhlýðnast mælikvarða Guðs. Skoðum eftirfarandi dæmi:

  • Eigingirni. Eigingjarnar langanir og synd eru nátengdar. (Jakobsbréfið 1:14, 15) Til að ná fram vilja sínum notfæra margir sér aðra með því að beita þá óréttlæti. Guð vill aftur á móti að við hugsum fyrst um hag annarra. – 1. Korintubréf 10:24.

  • Fáfræði. Sumir beita aðra óréttlæti jafnvel án þess að átta sig á því en það er samt sem áður synd í augum Guðs. (Rómverjabréfið 10:3) Fáfræði var kveikjan að einu mesta ranglætisverki allra tíma – aftöku Jesú Krists. – Postulasagan 3:15, 17.

  • Stofnanir og hugmyndir manna hafa brugðist. Stjórnmála-, viðskipta- og trúarstofnanir halda því fram að þær stuðli að sanngirni og félagslegu réttlæti. En í raun eru þær oft undirrót mistaka, spillingar, fordóma, græðgi, gríðarlegrar efnahagslegrar mismununar og umburðaleysis – sem allt getur orsakað óréttlæti. Á bak við sumar þessar stofnanir er fólk með góðan ásetning. En öll viðleitni manna sem hafna leiðsögn Guðs er eftir sem áður meingölluð. – Prédikarinn 8:9; Jeremía 10:23.

Stendur Guði á sama um óréttlætið?

Nei, hann hatar óréttlæti og viðhorf og verk sem leiða til þess. (Orðskviðirnir 6:16–18) Hann innblés Jesaja spámanni að skrifa: „Ég, Jehóva,a elska réttlæti, ég hata rán og ranglæti.“ – Jesaja 61:8.

Lögin sem Guð gaf Ísraelsmönnum til forna sýndu að hann vildi að fólk hans iðkaði réttlæti. Hann bannaði dómurum þeirra að þiggja mútur og gera það sem spillti réttlætinu. (5. Mósebók 16:18–20) Hann fordæmdi þá Ísraelsmenn sem óhlýðnuðust honum og misnotuðu fátæka og lágt setta og hann hafnaði þeim að lokum fyrir að fylgja ekki lögum hans. – Jesaja 10:1–3.

Mun Guð binda enda á óréttlætið?

Já. Fyrir atbeina Jesú Krists mun Guð afmá synd, orsök óréttlætis, og veita mannkyninu fullkomleika eins og hann fyrirhugaði. (Jóhannes 1:29; Rómverjabréfið 6:23) Hann hefur líka stofnsett ríki sem mun koma á réttlátum nýjum heimi þar sem allir njóta réttlætis. (Jesaja 32:1; 2. Pétursbréf 3:13) Hægt er að fá nánari upplýsingar um þetta himneska ríki í myndbandinu Hvað er ríki Guðs?

Hvernig verður lífið í réttlátum nýjum heimi?

Þegar jörðin verður full af réttlæti njóta allir friðar og öryggis. (Jesaja 32:16–18) Guð metur líf allra jafn mikils þannig að komið verður fram við alla af sanngirni. Sorg, angistaróp og þjáningar sem eru afleiðingar óréttlætis verða algerlega úr sögunni og jafnvel sársaukafullar minningar um óréttlæti munu smám saman hverfa. (Jesaja 65:17; Opinberunarbókin 21:3, 4) Sjá greinina „Hverju kemur ríki Guðs til leiðar?“ til að fá frekari upplýsingar.

Getum við treyst loforði Guðs um að óréttlæti verði ekki lengur til á jörðinni?

Já. Í Biblíunni er að finna marga áreiðanlega spádóma sem hafa ræst, sögulega og vísindalega nákvæmni og innra samræmi. Þetta sýnir að þú getur treyst loforðunum sem þar er að finna. Í eftirfarandi greinum er fjallað nánar um þetta:

  • Hvernig getum við verið viss um að Biblían sé áreiðanleg? (myndband)

  • „Spádómar sem hafa ræst“

  • „Spádómar sem hafa alltaf ræst“

  • „Ástæður til að treysta Biblíunni“

Hvað með að berjast núna gegn óréttlæti?

Fólk Guðs á biblíutímanum gerði það sem það gat til að forðast óréttláta meðferð. Páli postula var til dæmis hótað óréttlátum réttarhöldum sem hefðu getað leitt til þess að hann væri tekinn af lífi. En í stað þess að láta slíkt óréttlæti yfir sig ganga nýtti hann sér lagalegan rétt sinn og skaut málinu til keisarans. – Postulasagan 25:8–12.

Viðleitni manna til að leiðrétta allt óréttlæti er samt sem áður dæmd til að mistakast. (Prédikarinn 1:15) Að byggja trú á loforð Guðs um réttlátan nýjan heim hefur hjálpað mörgum að hafa hugarfrið þrátt fyrir óréttláta meðferð.

a Jehóva er nafn Guðs. – Sálmur 83:18.

Biblían hjálpaði þeim að takast á við óréttlæti

  • Rafika.

    Rafika slóst í lið með hóp sem lofaði að berjast gegn óréttlæti en hún yfirgaf hann þegar hún komst að því að þar var fólk þjálfað til að beita ofbeldi. Síðar fékk hún trú á loforðum Biblíunnar um frið og réttlæti undir stjórn Guðsríkis. Sjáðu sögu hennar.

  • Antoine.

    Antoine ólst upp í Líbanon á tímum borgarastyrjaldar og beitti sjálfur ofbeldi til að reyna að stöðva óréttlæti. En tvö biblíuvers hjálpuðu honum til að öðlast innri frið. Sjáðu hvernig Biblían breytti lífi hans.

  • Jukka.

    Jukka barðist fyrir félagslegu réttlæti en fannst hann máttlaus þar sem hann sá að viðleitni hans áorkaði litlu. Nú er hann sáttur að nota krafta sína í þágu einu sönnu vonarinnar fyrir heiminn. Lestu frásögu hans.

Biblíuvers um réttlæti

Prédikarinn 3:16: „Ég hef líka séð þetta undir sólinni: Þar sem átti að vera réttvísi var illska.“

Hvað merkir það? Biblían er raunsæ og bendir á skort á réttlæti í heiminum.

Jobsbók 34:12: „Guð gerir aldrei neitt illt, Hinn almáttugi fellir ekki rangláta dóma.“

Hvað merkir það? Guð ber aldrei ábyrgð á óréttlæti.

5. Mósebók 32:4, 5: „Kletturinn, verk hans eru fullkomin því að allir vegir hans eru réttlátir. Trúfastur Guð sem er aldrei ranglátur, réttlátur er hann og ráðvandur. Það eru þeir sem eru spilltir. Þeir eru ekki börn hans, þeir hafa sjálfir brugðist.“

Hvað merkir það? Óréttlæti á ekki upptök hjá Guði heldur hjá fólki sem syndgar og hafnar leiðsögn hans.

Jesaja 32:1: „Konungur mun ríkja með réttlæti og höfðingjar stjórna með réttvísi.“

Hvað merkir það? Réttvísi og réttlæti mun ríkja í Guðsríki.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila