Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 98
  • Hvað get ég gert ef mér gengur illa í skóla?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað get ég gert ef mér gengur illa í skóla?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Það sem þú getur gert
  • Hvernig get ég bætt einkunnirnar?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
  • Hvernig geturðu hjálpað barninu þínu að bæta einkunnirnar?
    Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Hvernig get ég klárað heimavinnuna?
    Ungt fólk spyr
  • Hvernig get ég gefið mér meiri tíma til að læra heima?
    Vaknið! – 2004
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 98
Nokkrir unglingar labba út úr skóla. Ein stelpnanna horfir vonsvikin á prófblaðið sitt.

UNGT FÓLK SPYR

Hvað get ég gert ef mér gengur illa í skóla?

„Ég hef tekið eftir að sumir bekkjafélagar mínir eru ekki með neina námsbók í tímum og sitja bara með heyrnatól í eyrunum og hlusta á tónlist á meðan kennarinn er að tala. Og þessir nemendur velta fyrir sér af hverju þeim gengur illa! En svo er fólk eins og ég sem gerir sitt besta, lærir eins og það getur og fær samt lélega einkunn á prófi. Ég veit hreinlega ekki af hverju það gerist. Það er klárlega ekki skemmtilegt að fá lélega einkunn eftir að ég hef lært langt fram á kvöld í heila viku.“ – Yolanda.

Hefur þér liðið eins og Yolöndu? Það getur dregið mann niður að fá lélega einkunn, eða margar lélegar einkunnir.

Sumt ungt fólk sem gengur illa í skóla gefst kannski upp á að bæta einkunnirnar. Aðrir hætta kannski í skóla. Þó að hvort tveggja gæti verið freistandi er til önnur leið til að takast á við vandann. Skoðum sex skref sem þú getur stigið til að bæta einkunnirnar.

  • Það sem þú getur gert

  • Hvað segja jafnaldrarnir?

Það sem þú getur gert

  • Mættu í tíma. Þetta skref virðist kannski augljóst en ef þú sleppir of mörgum tímum kemur það niður á einkunnum þínum.

    „Krökkunum í skólanum mínum sem var alveg sama um einkunnirnar sínar voru venjulega þeir sem skrópuðu í skólann, en það olli þeim sjálfum bara vandræðum.“ – Matthew.

    Meginregla: „Það sem maður sáir, það uppsker hann.“ – Galatabréfið 6:7.

  • Nýttu þér til fulls hverja kennslustund. Að mæta á staðinn er góð byrjun en þegar þú ert kominn skaltu reyna að fá sem mest út úr kennslustundinni. Skrifaðu niður minnispunkta. Reyndu að skilja það sem kennarinn segir. Og ef það er leyfilegt skaltu spyrja spurninga í tímanum.

    „Ég spyr margra spurninga í tímum af því að mér finnst kennarinn útskýra efnið betur ef hann veit að nemandi skilur það ekki.“ – Olivia.

    Meginregla: ,Gætið að hvernig þið hlustið.‘ – Lúkas 8:18.

  • Ekki svindla. Það er óheiðarlegt að svindla. Það eru margar leiðir til að svindla í skóla. Ein þeirra er að afrita vinnu einhvers annars. Það er ekki aðeins óheiðarlegt heldur skemmir það líka fyrir þeim sem svindla.

    „Ekki herma eftir svörum annarra nemenda á prófi ef það er eitthvað sem þú skilur ekki. Þú ert alls ekki að gera sjálfum þér gott með því að svindla. Þannig ertu að kenna sjálfum þér að reiða þig á aðra í stað þess að læra að leysa vandamál sjálfur.“ – Jonathan.

    Meginregla: „Hver og einn ætti að rannsaka eigin verk án þess að bera sig saman við aðra. Þá hefur hann ástæðu til að gleðjast yfir því sem hann gerir sjálfur.“ – Galatabréfið 6:4.

  • Láttu heimavinnuna ganga fyrir. Ef það er hægt skaltu láta heimavinnuna ganga fyrir öðru, sérstaklega afþreyingu.a Þú nýtur frítímans enn betur þegar þú ert búinn með heimavinnuna.

    „Ég lét heimavinnuna ganga fyrir og það hafði áhrif á einkunnirnar mínar. Þegar ég kom heim langaði mig yfirleitt að leggja mig eða hlusta á tónlist. En ég reyndi að klára heimavinnuna fyrst og slaka síðan á.“ – Calvin.

    Meginregla: „Metið hvað sé mikilvægt.“ – Filippíbréfið 1:10.

  • Biddu um hjálp. Ekki skammast þín fyrir að þiggja hjálp frá öðrum. Leitaðu til foreldra þinna. Spyrðu kennarann hvort hann geti hjálpað þér að fá betri einkunnir. Sums staðar er líka hægt að fá hjálp frá aðstoðarkennara.

    „Leitaðu beint til kennarans. Biddu hann að hjálpa þér að skilja námsefnið og bæta einkunnirnar. Kennarinn verður örugglega ánægður að heyra að þú sért ákveðinn í að bæta þig og tilbúinn að hjálpa þér.“ – David.

    Meginregla: „Ef margir leggja á ráðin rætast þau.“ – Orðskviðirnir 15:22.

  • Nýttu þér það sem er í boði. Í sumum löndum eru aukaspurningar á prófum sem geta bætt einkunnina. Það er kannski líka hægt að bjóða sig fram til að vinna ákveðin verkefni til að hækka einkunnina. Ef þú fellur á prófi getur verið að þú megir taka það aftur ef þú spyrð um það.

    Unglingsstelpa spilar á gítar í herberginu sínu.

    Að bæta einkunnirnar er eins og að læra á hljóðfæri. Það krefst mikillar vinnu en það er þess virði.

    „Ef ég vil bæta einkunnir mínar í ákveðinni námsgrein þarf ég að taka frumkvæðið. Ég spyr kennarana mína hvort það séu einhver aukaverkefni sem ég geti gert eða hvort ég geti unnið einhver verkefni aftur til að bæta mig.“ – Mackenzie.

    Meginregla: „Allt erfiði færir ágóða.“ – Orðskviðirnir 14:23.

Hvað segja jafnaldrarnir?

Alexandra.

„Þegar kemur að því að standa sig vel í skóla skaltu muna að þú færð þetta tækifæri bara einu sinni á lífsleiðinni og því meira sem þú leggur þig fram því betur gagnast námið þér.“ – Alexandra.

Elijah.

„Láttu kennarana vita hvaða markmið þú hefur. Þegar ég var í skóla spurði ég kennarana hvaða möguleika ég hafði til að bæta einkunnina, jafnvel þó að það krefðist þess að ég gerði ákveðin verkefni aftur eða fengi meiri heimavinnu.“ – Elijah.

Mackenzie.

„Taktu frumkvæðið og biddu um hjálp. Kennarar eru yfirleitt tilbúnir að hjálpa þegar þeir sjá að maður er tilbúinn að leggja sig fram um að bæta einkunnirnar.“ – Mackenzie.

Til upprifjunar: Hvað get ég gert ef mér gengur illa í skóla?

  1. Mættu í tíma.

  2. Nýttu þér til fulls hverja kennslustund.

  3. Ekki svindla.

  4. Láttu heimavinnuna ganga fyrir.

  5. Biddu um hjálp.

  6. Nýttu þér það sem er í boði.

a Finna má fleiri góð ráð varðandi heimavinnu í greininni „Ungt fólk spyr … Hvernig get ég klárað heimavinnuna?“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila