6 Jehóva sagði þá við Satan: „Hann er á þínu valdi.* En þú mátt ekki verða honum að bana!“ 7 Satan fór þá burt frá* Jehóva og sló Job kvalafullum kýlum*+ frá hvirfli til ilja.
11 Við teljum þá lánsama* sem hafa verið þolgóðir.+ Þið hafið heyrt um þolgæði Jobs+ og hvernig Jehóva* leiddi mál hans til lykta.+ Þið sjáið að Jehóva* er mjög umhyggjusamur* og miskunnsamur.+