-
1. Samúelsbók 2:22–25Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
22 Nú var Elí orðinn mjög gamall. Hann hafði heyrt allt um það hvernig synir hans fóru með alla Ísraelsmenn+ og að þeir svæfu hjá konunum sem þjónuðu við inngang samfundatjaldsins.+ 23 Hann spurði þá: „Hvers vegna hegðið þið ykkur svona? Allir tala illa um ykkur. 24 Ekki láta svona, synir mínir. Sögurnar sem eru á kreiki um ykkur meðal þjóðar Jehóva eru ekki fallegar. 25 Ef maður syndgar gegn öðrum manni þá er hægt að biðja til Jehóva fyrir honum* en ef maður syndgar gegn Jehóva,+ hver getur þá beðið fyrir honum?“ En þeir hlustuðu ekki á föður sinn því að Jehóva hafði ákveðið að þeir skyldu deyja.+
-
-
2. Kroníkubók 36:15, 16Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
15 Jehóva, Guð forfeðra þeirra, varaði þá ítrekað við fyrir milligöngu sendiboða sinna því að hann kenndi í brjósti um þjóð sína og vildi bjarga bústað sínum. 16 En þeir hæddust að sendiboðum hins sanna Guðs,+ fyrirlitu orð hans+ og gerðu gys að spámönnum hans.+ Að lokum reiddist Jehóva þjóð sinni+ svo mikið að ekkert gat lengur bjargað henni.
-