-
1. Konungabók 21:8–11Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
8 Síðan skrifaði hún bréf í nafni Akabs, innsiglaði þau með innsigli hans+ og sendi þau til öldunga+ og tignarmanna sem bjuggu í sömu borg og Nabót. 9 Í bréfunum skrifaði hún: „Boðið föstu og látið Nabót sitja frammi fyrir fólkinu. 10 Látið tvo skúrka sitja á móti honum. Þeir skulu vitna gegn honum+ og segja: ‚Þú hefur formælt Guði og konunginum!‘+ Farið síðan með hann út og grýtið hann til bana.“+
11 Öldungarnir og tignarmennirnir sem bjuggu í borg Nabóts gerðu eins og Jesebel hafði fyrirskipað í bréfunum sem hún sendi þeim.
-
-
Jeremía 38:4, 5Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
4 Höfðingjarnir sögðu við konung: „Láttu taka þennan mann af lífi.+ Hann dregur úr baráttuhug* hermannanna sem eftir eru í borginni og alls fólksins með því að tala á þessa leið. Þessi maður vill ekki að fólkið búi við frið heldur hörmungar.“ 5 Sedekía konungur svaraði: „Hann er á ykkar valdi því að konungurinn getur ekkert gert til að stöðva ykkur.“
-