28 „Ég mun vaka yfir þeim til að byggja upp og gróðursetja,+ rétt eins og ég vakti yfir þeim til að uppræta, brjóta niður, rífa niður, eyðileggja og valda skaða,“+ segir Jehóva.
14 Jehóva hersveitanna segir: ‚„Ég hafði ákveðið að láta ógæfu koma yfir ykkur,“ segir Jehóva hersveitanna, „af því að forfeður ykkar reittu mig til reiði og ég skipti ekki um skoðun.+15 Eins hef ég nú ákveðið að gera Jerúsalembúum og Júdamönnum gott.+ Óttist ekki!“‘+