Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jeremía 2:8
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    •  8 Prestarnir spurðu ekki: ‚Hvar er Jehóva?‘+

      Þeir sem sáu um lögin þekktu mig ekki,

      hirðarnir gerðu uppreisn gegn mér,+

      spámennirnir spáðu í nafni Baals,+

      þeir fylgdu guðum sem gátu ekkert gert fyrir þá.

  • Jeremía 8:10–12
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 10 Þess vegna gef ég öðrum mönnum eiginkonur þeirra

      og akra þeirra fæ ég í hendur nýjum eigendum+

      því að allir afla sér rangfengins gróða, jafnt háir sem lágir,+

      allir svíkja og pretta, jafnt spámenn sem prestar.+

      11 Þeir reyna að lækna sár* dótturinnar, þjóðar minnar, með auðveldum* hætti og segja:

      „Það er friður! Það er friður!“

      þegar enginn friður er.+

      12 Skammast þeir sín fyrir viðbjóðslega hegðun sína?

      Þeir skammast sín ekki neitt!

      Þeir vita ekki einu sinni hvað það er að finna til skammar.+

      Þess vegna falla þeir með þeim sem falla,

      þeir hrasa þegar ég refsa þeim,‘+ segir Jehóva.

  • Jeremía 23:11
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 11 „Bæði spámenn og prestar eru spilltir.*+

      Jafnvel í húsi mínu hef ég horft upp á illsku þeirra,“+ segir Jehóva.

  • Míka 3:5
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    •  5 Þetta segir Jehóva við spámennina sem leiða fólk mitt afvega,+

      sem hrópa: ‚Friður!‘+ meðan þeir hafa eitthvað til að tyggja*+

      en segja þeim stríð á hendur sem stingur engu upp í þá:

  • Míka 3:11
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 11 Leiðtogar hennar þiggja mútur fyrir dóma sína,+

      prestar hennar fræða gegn greiðslu+

      og spámenn hennar taka gjald* fyrir að spá.+

      Þeir reiða sig samt á* stuðning Jehóva og segja:

      „Er Jehóva ekki með okkur?+

      Engin ógæfa kemur yfir okkur.“+

  • Sefanía 3:4
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    •  4 Spámenn hennar eru ósvífnir og svikulir.+

      Prestar hennar vanhelga það sem er heilagt,+

      þeir þverbrjóta lögin.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila