-
5. Mósebók 28:63, 64Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
63 Rétt eins og Jehóva hafði ánægju af að veita ykkur velgengni og láta ykkur fjölga, eins mun Jehóva hafa ánægju af að eyða ykkur og útrýma. Þið verðið rifin burt úr landinu sem þið takið nú til eignar.
64 Jehóva mun tvístra þér meðal allra þjóða frá öðrum endimörkum jarðar til hinna+ og þar verður þú að þjóna guðum úr tré og steini sem hvorki þú né forfeður þínir þekktu.+
-
-
Jósúabók 23:15, 16Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
15 En rétt eins og Jehóva Guð ykkar hefur efnt öll þau góðu loforð sem hann gaf ykkur,+ eins mun Jehóva láta ykkur verða fyrir allri þeirri ógæfu sem hann talaði um og Jehóva Guð ykkar mun útrýma ykkur úr þessu góða landi sem hann gaf ykkur.+ 16 Ef þið rjúfið sáttmálann sem Jehóva Guð ykkar sagði ykkur að halda og þið farið að þjóna öðrum guðum og krjúpið fyrir þeim þá blossar reiði Jehóva upp gegn ykkur+ og ykkur verður snögglega útrýmt úr landinu góða sem hann hefur gefið ykkur.“+
-
-
1. Konungabók 9:6, 7Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
6 En ef þið og synir ykkar hættið að fylgja mér og haldið ekki boðorð mín og þau lagaákvæði sem ég hef sett ykkur heldur farið að þjóna öðrum guðum og fallið fram fyrir þeim+ 7 þá mun ég uppræta Ísraelsmenn úr landinu sem ég gaf þeim.+ Ég mun hafna húsinu sem ég hef helgað nafni mínu og ekki líta við því,+ og allar þjóðir munu fyrirlíta Ísrael* og gera gys að honum.+
-