Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Markús 6:45–52
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 45 Síðan sagði hann lærisveinum sínum að fara tafarlaust um borð í bátinn og fara á undan yfir vatnið í átt að Betsaídu á meðan hann sendi mannfjöldann burt.+ 46 Eftir að hafa kvatt fór hann upp á fjall til að biðjast fyrir.+ 47 Þegar komið var kvöld var báturinn á miðju vatninu en Jesús var einn í landi.+ 48 Hann sá að róðurinn var þeim þungur því að þeir höfðu mótvind. Hann kom þá í átt til þeirra um fjórðu næturvöku,* gangandi á vatninu, en virtist ætla* fram hjá þeim. 49 Þegar þeir sáu hann ganga á vatninu hugsuðu þeir: „Þetta er andi!“ Og þeir æptu upp yfir sig. 50 Þeir sáu hann allir og urðu skelkaðir. En hann sagði strax við þá: „Verið rólegir. Þetta er ég, verið ekki hræddir.“+ 51 Síðan steig hann upp í bátinn til þeirra og vindinn lægði. Þeir urðu agndofa 52 því að þeir höfðu ekki skilið hvað það merkti sem gerðist með brauðin og hjörtu þeirra voru enn skilningssljó.

  • Jóhannes 6:16–21
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 16 Þegar kvöldaði fóru lærisveinarnir niður að vatninu,+ 17 stigu um borð í bát og lögðu af stað yfir vatnið til Kapernaúm. Nú var orðið dimmt og Jesús var enn ekki kominn til þeirra.+ 18 Hvasst var í veðri og öldugangurinn jókst.+ 19 Þegar þeir höfðu róið um fimm eða sex kílómetra* sáu þeir Jesú ganga á vatninu og nálgast bátinn. Þeir urðu hræddir 20 en hann sagði við þá: „Þetta er ég, verið óhræddir.“+ 21 Þá tóku þeir hann fúslega um borð og skömmu síðar kom báturinn að landi þar sem þeir höfðu ætlað að lenda.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila