-
Markús 9:43–48Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
43 Ef hönd þín verður þér að falli skaltu höggva hana af. Það er betra fyrir þig að ganga limlestur inn til lífsins en að hafa báðar hendur og lenda í Gehenna,* í hinum óslökkvandi eldi.+ 44* —— 45 Ef fótur þinn verður þér að falli skaltu höggva hann af. Það er betra fyrir þig að ganga einfættur inn til lífsins en að hafa báða fætur og vera kastað í Gehenna.*+ 46* —— 47 Og ef auga þitt verður þér að falli skaltu kasta því burt.+ Það er betra fyrir þig að ganga eineygður inn í ríki Guðs en að hafa bæði augun og vera kastað í Gehenna*+ 48 þar sem maðkurinn deyr ekki og eldurinn slokknar ekki.+
-