-
Matteus 24:15–20Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
15 Þegar þið sjáið viðurstyggðina sem veldur eyðingu, og Daníel spámaður talar um, standa á heilögum stað+ (sá sem les þetta sýni dómgreind) 16 þá flýi þeir sem eru í Júdeu til fjalla.+ 17 Sá sem er uppi á þaki fari ekki niður til að sækja eigur sínar í húsinu 18 og sá sem er úti á akri snúi ekki aftur til að ná í yfirhöfn sína. 19 Þetta verða skelfilegir dagar fyrir barnshafandi konur og þær sem eru með barn á brjósti. 20 Biðjið að þið þurfið ekki að flýja að vetri til eða á hvíldardegi
-
-
Lúkas 21:20–23Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
20 En þegar þið sjáið hersveitir umkringja Jerúsalem+ skuluð þið vita að eyðing hennar er í nánd.+ 21 Þá flýi þeir sem eru í Júdeu til fjalla,+ þeir sem eru inni í borginni yfirgefi hana og þeir sem eru í sveitunum fari ekki inn í hana 22 því að tíminn er þá kominn til að fullnægja réttlætinu* svo að allt rætist sem skrifað er. 23 Þetta verða skelfilegir dagar fyrir barnshafandi konur og þær sem eru með barn á brjósti+ því að mikil neyð verður í landinu og reiði yfir þessari þjóð.
-