-
Matteus 19:16–22Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
16 Þá kom til hans ungur maður og sagði: „Kennari, hvað gott þarf ég að gera til að hljóta eilíft líf?“+ 17 Jesús svaraði: „Hvers vegna spyrðu mig hvað sé gott? Aðeins einn er góður.+ En ef þú vilt ganga inn til lífsins skaltu halda boðorðin.“+ 18 „Hvaða boðorð?“ spurði hann. Jesús svaraði: „Þú skalt ekki myrða,+ þú skalt ekki fremja hjúskaparbrot,+ þú skalt ekki stela,+ þú skalt ekki bera ljúgvitni,+ 19 sýndu föður þínum og móður virðingu+ og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“+ 20 Ungi maðurinn sagði við hann: „Ég hef haldið allt þetta. Hvað fleira þarf ég að gera?“ 21 Jesús svaraði: „Ef þú vilt vera fullkominn farðu þá og seldu eigur þínar og gefðu fátækum og þá áttu fjársjóð á himni.+ Komdu síðan og fylgdu mér.“+ 22 Ungi maðurinn fór hryggur burt þegar hann heyrði þetta því að hann átti miklar eignir.+
-
-
Markús 10:17–22Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
17 Hann hélt nú leiðar sinnar og kom þá maður hlaupandi, féll á kné frammi fyrir honum og spurði: „Góði kennari, hvað þarf ég að gera til að hljóta eilíft líf?“+ 18 Jesús svaraði: „Hvers vegna kallarðu mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.+ 19 Þú þekkir boðorðin: ‚Þú skalt ekki myrða,+ þú skalt ekki fremja hjúskaparbrot,+ þú skalt ekki stela,+ þú skalt ekki bera ljúgvitni,+ þú skalt ekki pretta,+ sýndu föður þínum og móður virðingu.‘“+ 20 Þá sagði maðurinn: „Kennari, ég hef haldið allt þetta frá unga aldri.“ 21 Jesús horfði á hann með ástúð og sagði: „Þú þarft að gera eitt í viðbót: Farðu og seldu eigur þínar og gefðu fátækum og þá áttu fjársjóð á himni. Komdu síðan og fylgdu mér.“+ 22 En hann varð dapur við þetta svar og fór hryggur burt því að hann átti miklar eignir.+
-
-
Lúkas 10:25–28Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
25 Nú stóð löglærður maður upp og vildi reyna hann. Hann spurði: „Kennari, hvað þarf ég að gera til að hljóta eilíft líf?“+ 26 „Hvað stendur í lögunum? Hvað lestu út úr þeim?“ sagði Jesús. 27 Hann svaraði: „‚Þú skalt elska Jehóva* Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sál* þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum‘+ og ‚náunga þinn eins og sjálfan þig‘.“+ 28 „Þú svaraðir rétt,“ sagði Jesús. „Haltu þessu áfram og þú færð að lifa.“+
-