-
Postulasagan 16:20, 21Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
20 Þeir leiddu þá fyrir ráðamenn borgarinnar og sögðu: „Þessir menn valda mikilli ólgu í borginni.+ Þeir eru Gyðingar 21 og boða siði sem okkur leyfist ekki að taka upp né iðka þar sem við erum rómverskir borgarar.“
-
-
Postulasagan 17:6, 7Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
6 En þegar þeir fundu þá ekki drógu þeir Jason og nokkra aðra bræður fyrir stjórnendur borgarinnar og hrópuðu: „Þessir menn, sem hafa umturnað* heimsbyggðinni, eru líka komnir hingað+ 7 og Jason hefur boðið þeim inn á heimili sitt. Allir þessir menn brjóta gegn tilskipunum keisarans og segja að annar sé konungur og það sé Jesús.“+
-