-
1. Mósebók 6:1–4Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
6 Mönnunum fór nú að fjölga á jörðinni og þeir eignuðust dætur. 2 Synir hins sanna Guðs*+ tóku eftir hversu fallegar dætur mannanna voru og fóru að taka sér hverja þá konu sem þeim leist vel á. 3 Þá sagði Jehóva: „Ég* umber manninn ekki að eilífu+ því að hann er holdlegur.* Dagar hans verði því 120 ár.“+
4 Á þeim tíma og einnig síðar voru risarnir* á jörðinni því að synir hins sanna Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim syni. Það voru kapparnir sem voru frægir forðum daga.
-