Jobsbók
7 Er ekki líf dauðlegs manns á jörð eins og nauðungarvinna,
eru ekki dagar hans eins og hjá daglaunamanni?+
2 Hann er eins og þræll sem þráir skugga,
eins og daglaunamaður sem bíður eftir launum sínum.+
3 Mánuðum saman hefur líf mitt verið tilgangslaust
og kvalafullar nætur hafa verið laun mín.+
4 Þegar ég leggst til hvíldar spyr ég: ‚Hvenær get ég farið á fætur?‘+
En þegar nóttin silast áfram bylti ég mér eirðarlaus fram á morgun.*
8 Sá sem sér mig núna sér mig ekki aftur.
Augu þín munu leita mín en ég verð horfinn.+
9 Eins og ský sem þynnist og hverfur,
þannig er sá sem fer niður í gröfina* – hann kemur ekki aftur upp.+
11 Þess vegna ætla ég ekki að halda aftur af tungu minni.
12 Er ég hafið eða sæskrímsli
svo að þú þurfir að setja vörð yfir mig?
13 Þegar ég segi: ‚Legubekkurinn huggar mig,
rúmið linar þjáningar mínar,‘
14 þá hrellirðu mig með draumum
og skelfir mig með sýnum.
15 Ég vildi frekar kafna,
já, deyja frekar en að lifa í þessum líkama.+
16 Ég hef óbeit á lífi mínu,+ ég vil ekki lifa lengur.
Láttu mig í friði því að dagar mínir eru eins og andgustur.+
17 Hvað er dauðlegur maður að þú látir þér annt um hann
og veitir honum athygli?+
18 Hvers vegna fylgist þú með honum á hverjum morgni
og reynir hann í sífellu?+
19 Geturðu ekki litið af mér
og látið mig í friði nógu lengi til að ég geti kyngt munnvatninu?+
20 Ef ég hef syndgað – hvernig getur það verið þér til tjóns, þér sem hefur auga með mönnunum?+
Af hverju hefurðu gert mig að skotspæni þínum?
Er ég orðinn þér byrði?
21 Af hverju fyrirgefurðu ekki synd mína
og afsakar mistök mín?
Bráðlega leggst ég í moldina,+
þú munt leita mín en ég verð horfinn.“