Jobsbók
Ég ætla að gefa kvörtunum mínum lausan tauminn.
Ég ætla að tala í örvæntingu minni!*
2 Ég ætla að segja við Guð: ‚Dæmdu mig ekki sekan.
Segðu mér af hverju þú berst gegn mér.
4 Hefur þú augu úr holdi?
Sérðu eins og dauðlegur maður?
5 Eru dagar þínir eins og dagar hinna dauðlegu
og eru ár þín eins og æviár manns+
6 fyrst þú leitar að mistökum hjá mér
og grennslast eftir syndum mínum?+
7 Þú veist að ég er ekki sekur.+
Enginn getur bjargað mér úr hendi þinni.+
8 Þínar eigin hendur mótuðu mig og sköpuðu+
en nú ætlarðu að tortíma mér.
10 Helltirðu mér ekki eins og mjólk
og hleyptir mig eins og ost?
11 Þú klæddir mig húð og holdi
og ófst mig saman úr beinum og sinum.+
12 Þú hefur gefið mér líf og sýnt mér tryggan kærleika.
Umhyggja þín hefur verndað mig.*+
13 En í leynum ætlaðirðu samt að gera þetta.*
Ég veit að þetta kemur frá þér.
14 Þú myndir sjá til mín ef ég syndgaði+
og ekki sýkna mig af sekt minni.
15 Ef ég væri sekur væri ég illa staddur!
Og þótt ég væri saklaus gæti ég ekki borið höfuðið hátt+
því að líf mitt er fullt af skömm og þjáningum.+
16 Þó að ég bæri höfuðið hátt eltirðu mig eins og ljón+
og beittir aftur valdi þínu gegn mér.
17 Þú leiðir fram ný vitni gegn mér
og reiðist mér enn meir.
Erfiðleikarnir koma hverjir á fætur öðrum.
18 Af hverju léstu mig yfirleitt fæðast?+
Ég hefði átt að deyja áður en nokkur sá mig.
19 Ég hefði horfið eins og ég hefði aldrei verið til,
ég hefði farið beint úr móðurkviði í gröfina.‘