Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Mósebók 20
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

1. Mósebók – yfirlit

      • Söru bjargað úr höndum Abímeleks (1–18)

1. Mósebók 20:1

Neðanmáls

  • *

    Eða „bjó sem útlendingur“.

Millivísanir

  • +1Mó 13:18
  • +4Mó 13:26
  • +1Mó 25:17, 18
  • +1Mó 10:19; 26:6

1. Mósebók 20:2

Millivísanir

  • +1Mó 12:11–13; 20:11, 12
  • +1Mó 12:15

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.5.2015, bls. 12

1. Mósebók 20:3

Millivísanir

  • +1Mó 12:17; Sl 105:14
  • +5Mó 22:22

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.1.1996, bls. 22

1. Mósebók 20:4

Neðanmáls

  • *

    Það er, hafði ekki haft kynmök við hana.

  • *

    Eða „réttláta“.

1. Mósebók 20:5

Neðanmáls

  • *

    Eða „af einlægu hjarta og með saklausum höndum“.

1. Mósebók 20:7

Millivísanir

  • +Sl 105:14, 15
  • +Job 42:8

1. Mósebók 20:10

Millivísanir

  • +1Mó 12:18, 19; 26:9, 10

1. Mósebók 20:11

Millivísanir

  • +1Mó 12:11, 12; 26:7

1. Mósebók 20:12

Millivísanir

  • +1Mó 11:29

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (almenn útgáfa),

    Nr. 3 2017 bls. 12

1. Mósebók 20:13

Millivísanir

  • +1Mó 12:1
  • +1Mó 12:13

1. Mósebók 20:16

Millivísanir

  • +1Mó 20:2, 12

1. Mósebók 20:18

Neðanmáls

  • *

    Eða „hafði lokað hverju móðurlífi í húsi Abímeleks“.

Millivísanir

  • +1Mó 12:17

Almennt

1. Mós. 20:11Mó 13:18
1. Mós. 20:14Mó 13:26
1. Mós. 20:11Mó 25:17, 18
1. Mós. 20:11Mó 10:19; 26:6
1. Mós. 20:21Mó 12:11–13; 20:11, 12
1. Mós. 20:21Mó 12:15
1. Mós. 20:31Mó 12:17; Sl 105:14
1. Mós. 20:35Mó 22:22
1. Mós. 20:7Sl 105:14, 15
1. Mós. 20:7Job 42:8
1. Mós. 20:101Mó 12:18, 19; 26:9, 10
1. Mós. 20:111Mó 12:11, 12; 26:7
1. Mós. 20:121Mó 11:29
1. Mós. 20:131Mó 12:1
1. Mós. 20:131Mó 12:13
1. Mós. 20:161Mó 20:2, 12
1. Mós. 20:181Mó 12:17
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
Biblían – Nýheimsþýðingin
1. Mósebók 20:1–18

Fyrsta Mósebók

20 Abraham flutti nú búðir sínar+ til Negeb og settist að milli Kades+ og Súr.+ Hann dvaldist um tíma* í Gerar+ 2 og sagði þá aftur um Söru konu sína: „Hún er systir mín.“+ Abímelek, konungur í Gerar, sendi þá eftir Söru.+ 3 Nótt eina birtist Guð Abímelek í draumi og sagði við hann: „Þú ert dauðans matur vegna konunnar sem þú hefur tekið.+ Hún er eiginkona annars manns.“+ 4 En Abímelek hafði ekki komið nálægt henni* og sagði því: „Jehóva, ætlarðu að drepa saklausa* þjóð? 5 Sagði hann ekki við mig: ‚Hún er systir mín‘? Og sagði hún ekki: ‚Hann er bróðir minn‘? Ég gerði þetta í góðri trú og án þess að hafa nokkuð illt í hyggju.“* 6 Þá sagði hinn sanni Guð við hann í draumnum: „Ég veit að þú gerðir þetta í góðri trú. Þess vegna aftraði ég þér frá því að syndga gegn mér og leyfði þér ekki að snerta hana. 7 Láttu nú manninn fá konuna sína aftur því að hann er spámaður+ og mun biðja fyrir þér+ svo að þú haldir lífi. En ef þú skilar henni ekki máttu vera viss um að þú munt deyja, þú og allt heimilisfólk þitt.“

8 Abímelek fór snemma á fætur um morguninn og kallaði til sín alla þjóna sína. Hann sagði þeim frá þessu öllu og þeir urðu mjög óttaslegnir. 9 Síðan kallaði hann Abraham fyrir sig og sagði: „Hvað hefurðu gert okkur? Hvað hef ég gert þér til að verðskulda þessa miklu ógæfu sem þú hefur leitt yfir mig og ríki mitt? Það sem þú gerðir mér er rangt.“ 10 Og hann spurði Abraham: „Hvað gekk þér til?“+ 11 Abraham svaraði: „Ég hugsaði með mér: ‚Hér er enginn sem óttast Guð og þeir munu drepa mig vegna eiginkonu minnar.‘+ 12 Og reyndar er hún líka systir mín. Við eigum sama föður en ekki sömu móður, og hún varð konan mín.+ 13 Þegar Guð lét mig fara burt úr húsi föður míns+ og reika um sagði ég við hana: ‚Sýndu mér tryggan kærleika með því að segja um mig hvar sem við komum: „Hann er bróðir minn.“‘“+

14 Abímelek tók þá sauðfé, nautgripi, þjóna og þjónustustúlkur og gaf Abraham. Hann fékk honum líka aftur Söru konu hans. 15 Abímelek sagði síðan: „Landið mitt stendur þér til boða. Þú mátt setjast að hvar sem þú vilt.“ 16 Við Söru sagði hann: „Ég gef bróður þínum+ 1.000 silfursikla. Það er tákn um sakleysi þitt í augum allra þeirra sem eru með þér og allra annarra. Mannorð þitt hefur verið hreinsað.“ 17 Abraham bað þá innilega til hins sanna Guðs og Guð læknaði Abímelek og eiginkonu hans og ambáttir svo að þær gátu aftur fætt börn, 18 en Jehóva hafði gert allar konurnar í húsi Abímeleks ófrjóar* vegna Söru konu Abrahams.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila