Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Konungabók 21
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

1. Konungabók – yfirlit

      • Akab ásælist víngarð Nabóts (1–4)

      • Jesebel lætur drepa Nabót (5–16)

      • Dómsboðskapur Elía yfir Akab (17–26)

      • Akab auðmýkir sig (27–29)

1. Konungabók 21:1

Millivísanir

  • +Jós 19:17, 18

1. Konungabók 21:3

Millivísanir

  • +3Mó 25:23; 4Mó 36:7

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    4.2017, bls. 24

    Varðturninn,

    1.9.1997, bls. 26

1. Konungabók 21:5

Millivísanir

  • +1Kon 16:31; 18:4; 19:2; 21:25

1. Konungabók 21:7

Millivísanir

  • +Mík 2:1; 7:3

1. Konungabók 21:8

Millivísanir

  • +Neh 9:38; Est 8:8
  • +5Mó 16:18

1. Konungabók 21:10

Millivísanir

  • +2Mó 20:16; 5Mó 17:6
  • +2Mó 22:28
  • +3Mó 24:16; Jóh 10:33

1. Konungabók 21:13

Millivísanir

  • +Am 5:12; Hab 1:4
  • +2Kon 9:25, 26; Pré 4:1

1. Konungabók 21:14

Millivísanir

  • +Pré 5:8; 8:14; Hab 1:13

1. Konungabók 21:15

Millivísanir

  • +1Kon 21:7

1. Konungabók 21:17

Millivísanir

  • +1Kon 17:1

1. Konungabók 21:18

Millivísanir

  • +1Kon 16:29

1. Konungabók 21:19

Millivísanir

  • +1Mó 4:8, 10
  • +5Mó 5:21; Hab 2:9
  • +1Kon 22:37, 38; 2Kon 9:25, 26

1. Konungabók 21:20

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hefur selt þig til“.

Millivísanir

  • +1Kon 18:17; Am 5:10
  • +1Kon 16:30

1. Konungabók 21:21

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „öllum sem pissa utan í vegg“. Niðrandi hebreskt orðasamband notað um karlmenn.

Millivísanir

  • +2Kon 10:7, 17
  • +2Kon 9:7–9

1. Konungabók 21:22

Millivísanir

  • +1Kon 15:25–29
  • +1Kon 16:3, 11

1. Konungabók 21:23

Millivísanir

  • +2Kon 9:10, 35

1. Konungabók 21:24

Millivísanir

  • +1Kon 14:11; 16:4

1. Konungabók 21:25

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „seldi sig til“.

Millivísanir

  • +1Kon 16:30
  • +1Kon 16:31; 2Kr 22:2, 3; Op 2:20

1. Konungabók 21:26

Neðanmáls

  • *

    Hebreska orðið lýsir fyrirlitningu. Hugsanlegt er að það sé skylt orði sem merkir ‚mykja‘.

Millivísanir

  • +2Mó 23:28; 5Mó 9:5

1. Konungabók 21:29

Millivísanir

  • +Sl 78:34
  • +2Kon 9:25, 26; 10:7, 11

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    10.2021, bls. 3

Almennt

1. Kon. 21:1Jós 19:17, 18
1. Kon. 21:33Mó 25:23; 4Mó 36:7
1. Kon. 21:51Kon 16:31; 18:4; 19:2; 21:25
1. Kon. 21:7Mík 2:1; 7:3
1. Kon. 21:8Neh 9:38; Est 8:8
1. Kon. 21:85Mó 16:18
1. Kon. 21:102Mó 20:16; 5Mó 17:6
1. Kon. 21:102Mó 22:28
1. Kon. 21:103Mó 24:16; Jóh 10:33
1. Kon. 21:13Am 5:12; Hab 1:4
1. Kon. 21:132Kon 9:25, 26; Pré 4:1
1. Kon. 21:14Pré 5:8; 8:14; Hab 1:13
1. Kon. 21:151Kon 21:7
1. Kon. 21:171Kon 17:1
1. Kon. 21:181Kon 16:29
1. Kon. 21:191Mó 4:8, 10
1. Kon. 21:195Mó 5:21; Hab 2:9
1. Kon. 21:191Kon 22:37, 38; 2Kon 9:25, 26
1. Kon. 21:201Kon 18:17; Am 5:10
1. Kon. 21:201Kon 16:30
1. Kon. 21:212Kon 10:7, 17
1. Kon. 21:212Kon 9:7–9
1. Kon. 21:221Kon 15:25–29
1. Kon. 21:221Kon 16:3, 11
1. Kon. 21:232Kon 9:10, 35
1. Kon. 21:241Kon 14:11; 16:4
1. Kon. 21:251Kon 16:30
1. Kon. 21:251Kon 16:31; 2Kr 22:2, 3; Op 2:20
1. Kon. 21:262Mó 23:28; 5Mó 9:5
1. Kon. 21:29Sl 78:34
1. Kon. 21:292Kon 9:25, 26; 10:7, 11
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
Biblían – Nýheimsþýðingin
1. Konungabók 21:1–29

Fyrri Konungabók

21 Nokkru síðar gerðist þetta: Nabót frá Jesreel átti víngarð í Jesreel,+ rétt hjá höll Akabs Samaríukonungs. 2 Dag einn sagði Akab við Nabót: „Láttu mig fá víngarðinn svo að ég geti notað hann sem matjurtagarð því að hann er nálægt húsinu mínu. Ég skal láta þig fá betri víngarð í staðinn eða greiða þér andvirði hans í peningum ef þú vilt það frekar.“ 3 En Nabót svaraði Akab: „Það kemur ekki til greina að ég gefi þér erfðaland forfeðra minna. Jehóva hefur bannað það.“+ 4 Akab fór þá aftur heim, óánægður og fúll yfir því að Nabót frá Jesreel hafði svarað honum: „Ég vil ekki láta þig fá erfðaland forfeðra minna.“ Síðan lagðist hann á rúmið, sneri sér upp að vegg og vildi ekkert borða.

5 Jesebel+ kona hans kom inn til hans og spurði: „Af hverju ertu svona leiður og vilt ekkert borða?“ 6 Hann svaraði henni: „Ég sagði við Nabót frá Jesreel: ‚Láttu mig fá víngarð þinn fyrir peninga. Ég get líka látið þig fá annan víngarð í staðinn ef þú vilt það frekar.‘ En hann sagði: ‚Ég vil ekki láta þig fá víngarðinn minn.‘“ 7 Jesebel kona hans sagði við hann: „Ert þú ekki konungur yfir Ísrael? Stattu upp, fáðu þér að borða og vertu glaður. Ég skal útvega þér víngarð Nabóts frá Jesreel.“+ 8 Síðan skrifaði hún bréf í nafni Akabs, innsiglaði þau með innsigli hans+ og sendi þau til öldunga+ og tignarmanna sem bjuggu í sömu borg og Nabót. 9 Í bréfunum skrifaði hún: „Boðið föstu og látið Nabót sitja frammi fyrir fólkinu. 10 Látið tvo skúrka sitja á móti honum. Þeir skulu vitna gegn honum+ og segja: ‚Þú hefur formælt Guði og konunginum!‘+ Farið síðan með hann út og grýtið hann til bana.“+

11 Öldungarnir og tignarmennirnir sem bjuggu í borg Nabóts gerðu eins og Jesebel hafði fyrirskipað í bréfunum sem hún sendi þeim. 12 Þeir boðuðu föstu og létu Nabót sitja frammi fyrir fólkinu. 13 Því næst komu tveir skúrkar og fengu sér sæti á móti honum. Þeir vitnuðu gegn honum frammi fyrir fólkinu og sögðu: „Nabót hefur formælt Guði og konunginum!“+ Síðan var hann leiddur út fyrir borgina og grýttur til bana.+ 14 Að því loknu voru þessi skilaboð send til Jesebelar: „Nabót hefur verið grýttur til bana.“+

15 Um leið og Jesebel frétti að Nabót hefði verið grýttur til bana sagði hún við Akab: „Nabót frá Jesreel+ er ekki lengur á lífi. Hann er dauður. Farðu nú og sláðu eign þinni á víngarðinn sem hann vildi ekki selja þér.“ 16 Þegar Akab heyrði að Nabót væri dáinn fór hann rakleiðis niður í víngarðinn til að slá eign sinni á hann.

17 En Jehóva sagði við Elía+ frá Tisbe: 18 „Leggðu af stað og farðu niður eftir til Akabs Ísraelskonungs sem ríkir í Samaríu.+ Hann er í víngarði Nabóts og er kominn þangað til að slá eign sinni á hann. 19 Segðu við hann: ‚Jehóva segir: „Hefurðu myrt manninn+ og tekið landið hans í þokkabót?“‘+ Segðu síðan: ‚Jehóva segir: „Á sama stað og hundarnir sleiktu upp blóð Nabóts munu hundar sleikja upp blóð þitt.“‘“+

20 Akab sagði við Elía: „Þú fannst mig, óvinur minn!“+ „Já, ég fann þig,“ svaraði Elía. „Guð segir: ‚Af því að þú ert ákveðinn í* að gera það sem er illt í augum Jehóva+ 21 ætla ég að leiða ógæfu yfir þig. Ég mun sópa burt afkomendum þínum og tortíma öllum karlmönnum* af ætt Akabs,+ jafnvel hinum vesælu og veikburða í Ísrael.+ 22 Ég fer með ætt þína eins og ætt Jeróbóams+ Nebatssonar og ætt Basa+ Ahíasonar því að þú hefur reitt mig til reiði og fengið Ísrael til að syndga.‘ 23 Og um Jesebel hefur Jehóva sagt: ‚Hundar munu éta Jesebel á landareign Jesreel.+ 24 Hundar munu éta hvern þann af ætt Akabs sem deyr í borginni og fuglar himins hvern þann sem deyr úti á víðavangi.+ 25 Aldrei hefur nokkur maður verið eins og Akab.+ Hann var ákveðinn í* að gera það sem var illt í augum Jehóva af því að Jesebel kona hans hvatti hann til þess.+ 26 Hann lagðist jafnvel svo lágt að elta hin viðbjóðslegu skurðgoð* eins og Amorítar höfðu gert sem Jehóva hrakti burt undan Ísraelsmönnum.‘“+

27 Þegar Akab heyrði þetta reif hann föt sín og klæddist hærusekk yfir bert holdið. Hann fastaði, lagðist fyrir í hærusekknum og gekk um gólf í örvæntingu sinni. 28 Þá sagði Jehóva við Elía frá Tisbe: 29 „Hefurðu séð hvernig Akab auðmýkir sig frammi fyrir mér?+ Þar sem hann hefur auðmýkt sig frammi fyrir mér ætla ég ekki að leiða ógæfuna yfir ætt hans meðan hann er á lífi. Ég mun leiða ógæfuna yfir ætt hans á dögum sonar hans.“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila