Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g85 8.4. bls. 3-4
  • Orðið gefið út í stórum stíl

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Orðið gefið út í stórum stíl
  • Vaknið! – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • 100 ár
  • Hafa þeir gert það?
  • Þýðingarmesta hreyfing 20. aldarinnar
  • Hvað er Biblíu- og smáritafélagið Varðturninn?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
  • Nútíma-uppfinningar notaðar til að útbreiða fagnaðarerindið
    Vaknið! – 1985
Vaknið! – 1985
g85 8.4. bls. 3-4

Orðið gefið út í stórum stíl

100 ár

„VOTTAR JEHÓVA prenta ‚orðið‘ í stórum stíl.“ Þannig lýsti bandariska iðnaðartímaritið In-Plant Reproductions prentunar- og útgáfustarfsemi Biblíu- og smáritafélagsins Varðturninn. Blaðið hélt áfram: „Með því að hagnýta sér sjálfboðaliða prentar þessi verksmiðja rit í milljónaupplagi á 190 tungumálum.“

„Þeir koma til þessarar prentsmiðju allsstaðar að úr Bandaríkjunum og heiminum,“ sagði greinarhöfundur. „Þeir eru þjálfaðir frá grunni á nýjasta prentbúnað af reyndum atvinnumönnum, og ef þeir vinna þar um alllangan tíma hljóta þeir . . . menntun. . . . Þeir gera það ekki peninganna vegna.“ — Leturbreyting okkar.

„Þeir gera það ekki peninganna vegna“? Það kann að koma á óvart sumum sem álita að enginn ætti að vinna af jafnmiklu kappi og vottar Jehóva án þess að fá greitt fyrir það.

Allt frá lögstofnun Biblíu- og smáritafélagsins Varðturninn samkvæmt lögum Pennsylvaniaríkis fyrir 100 árum, nánar til tekið þann 13. desember 1884, hefur það verið helgað því að „útbreiða biblíusannindi á ýmsum tungumálum með útgáfu flugrita, bæklinga, blaða og annarra trúarrita“ eins og segir í upphaflegri stofnskrá þess. Enn fremur er félagið lögskráð samkvæmt lögum Pennsylvaniaríkis um felög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Lögum samkvæmt getur það því ekki verið ágóðafyrirtæki.

Enginn einstaklingur getur hagnast í gegnum þetta félag því að 5. grein stofnskrár þess segir: „Það [félagið] mun ekki greiða félagsmönnum sínum, stjórnendum eða stjórnarmeðlimum fjárhagságóða eða arð með nokkrum hætti.“ Öllum, sem vinna í aðalstöðvunum í New York, er látið í té hið sama í fæði, húsnæði og smávegis mánaðarlegum fjárstyrk — hvort sem um er að ræða hina 14 meðlimi hins stjórnandi ráðs eða sjálfboðaliða sem vinna í prentsmiðjunni, við hreingerningar eða á búgörðum félagsins. Þar eru engir launaðir klerkar.

Allir hinir rúmlega 3000 sjálfboðaliðar vinna að því markmiði sem Biblíu- og smáritafélagið Varðturninn í Pennsylvania hefur — „að prédika fagnaðarerindið um ríki Guðs í höndum Krists Jesú öllum þjóðum, til vitnisburðar um nafn, orð og drottinvald hins alvalda Guðs, JEHÓVA; að prenta og dreifa biblíum og útbreiða biblíusannindi á ýmsum tungumálum . . . að bæta karla, konur og börn hugarfarslega og siðferðilega með kristnu trúboðsstarfi og góðgjarnri uppfræðslu fólks um Biblíuna.“ — Úr stofnskrá félagsins.

Hafa þeir gert það?

Hefur þetta biblíufélag, á þeim 100 árum sem liðin eru frá 13. desember árið 1884, framfylgt þeim yfirlýsta tilgangi stofnskrár sinnar að prédika fagnaðarerindið um Guðsríki öllum þjóðum? Sú staðreynd að þú heldur á þessu tímariti, óháð því hvar þú býrð eða hver tunga þín er, svarar þeirri spurningu með einföldu jáyrði. Árið 1879 nam upplag tímaritsins Varðturninn aðeins 6000 eintökum. Blaðið kom þá aðeins út á ensku, einu sinni í mánuði. Nú eru prentaðar af hverju tölublaði Varðturnsins yfir 11 milljónir eintaka á 102 tungumálum og tæplega 10 milljónir eintaka af Vaknið! á 54 tungumálum.

En hefur þetta félag raunverulega verið „biblíufélag“? Frá árinu 1896 hefur það gefið út mismunandi útgáfur Biblíunnar, þar á meðal King James og American Standard-útgáfur hennar. Mesta afrek þess á sviði biblíuútgáfu er þó New World Translation of the Holy Scriptures (Nýheimsþýðing Heilagrar ritningar) sem fyrst kom út að hluta til árið 1950 og síðan í heild í einu bindi árið 1961. Hún hefur nú verið þýdd, í heild eða að hluta, á tíu önnur tungumál. Alls hafa verið prentaðar 40 milljónir eintaka síðastliðin 23 ár.

Þýðingarmesta hreyfing 20. aldarinnar

Vottar Jehóva prédika nú í 203 löndum á um það bil 190 tungumálum. Starfandi eru yfir 690.000 vottar í Bandaríkjunum og yfir 100.000 í Sambandslýðveldinu Þýskalandi, Ítalíu, Mexikó, Nígeríu og Brasilíu hverju fyrir sig. Biblíu- og smáritafélagið Varðturninn hefur deildarskrifstofur og prentsmiðjur víða um heim. Án nokkurs vafa er þetta 100 ára gamla biblíufélag sterkara og athafnasamara nú en nokkru sinni fyrr! Jehóva Guði hlýtur að bera heiðurinn af því. — Sakaría 4:6.

En hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á vottum Jehóva og vexti þeirra? Einmitt vegna þess að þeir eru eini kristni hópurinn sem í reynd ‚prédikar fagnaðarerindið um Guðsríki um alla heimsbyggðina áður en endirinn kemur.‘ (Matteus 24:14) Sökum þess að Guð ætlar, samkvæmt spám Biblíunnar, að hlutast aftur til um málefni mannsins og binda enda á hið spillta kerfi, sem nú er, merkir það að vottar Jehóva eru þýðingarmesta hreyfing 20. aldarinnar til björgunar manninum. Þess vegna álitum við að þú ættir að skoða kenningar þeirra og iðkanir með opnum huga. — Lúkas 21:34-36; 2. Pétursbréf 3:8-13; Esekíel 33:6-9; Jesaja 43:9, 10.

En þú kannst að spyrja hvernig þessi árangur hafi náðst á einni öld. Hvernig hefur vottum Jehóva tekist að verða alheimshreyfing á undanförnum 100 árum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila